Feykir


Feykir - 26.09.2018, Blaðsíða 10

Feykir - 26.09.2018, Blaðsíða 10
Málaralistin heillar alltaf og á ýmis önnur efni eins og leður, tré og pappír. Er lærður skrautskrifari og nota það með málaralistinni á kort, gestabækur og glös. Hvaða handavinnu þykir þér skemmtilegast að vinna? -Mér hefur alltaf fundist gaman að telja út í krosssaum en hef ekki sinnt því lengi. Ég gríp annað slagið í að teikna útflúr þegar ég tek frí frá að mála kerti, málverk og kortin. Málaralistin heillar mig alltaf. Hverju ertu að vinna að um þessar mundir? -Um þetta leyti árs er ég að byrja að mála fyrir jólamarkaðinn í kertunum, að hanna ný munstur og ákveða hvað ég nota frá fyrra ári. Ég er að vinna samhliða því syrpu af málverkum frá Vatnsdalshólum. Hvernig fékkstu hugmyndina? --Ég bý á þessum frábæra stað og í göngutúrum um jörð mína hef ég séð frábæra liti og form. Mig langaði að túlka það á striga. Hvaða handverk sem þú hefur gert ert þú ánægðust með? -Það er svo margt sem ég er ánægð með, handprjónaður kjóll og húfa á eldri dóttur mína, fyllt jólatré, gert eftir ljósmynd, en samt held ég að málverkið sem ég gerði 2016 af gamalli burstakirkju á jólanótt undir norðurljósum toppi það allt. ( HVAÐ ERTU MEÐ Á PRJÓNUNUM ) frida@feykir.is Hólmfríður Dóra Sigurðardóttir í Vatnsdalshólum Dóra hjá einu málverka sinna. Dóra Sigurðardóttir, handverkskona og listamaður, sem býr ásamt manni sínum í Vatnsdalshólum í Vatnsdal, tekur áskorun Særúnar Ægisdóttur og segir okkur frá því sem hún er helst að fást við í höndunum. Dóra hefur lagt stund á margs konar handverk um dagana en þó er það málaralistin sem er henni hugleiknust og m.a. selur hún listilega skreytt kerti sem hún hannar og málar munstrin á. Hve lengi hefur þú stundað hannyrðir? -Ég lærði að sauma út um sjö ára aldur hjá nágannakonu minni. Prjóna- skap lærði ég í barnaskóla og hjá mágkonu minni, prjónaði á börnin mín og mig en fljótlega fór ég að snúa mér að öðru vegna þess að ég þoldi illa að prjóna. Ég hef prófað alls konar handavinnu og handverk eins og til dæmis grænlenskan perlusaum, mála á efni, búta- saum, útsaum í striga og margt fleira. Hekl lærði ég 15 ára en hef lítið gert af því. Ég hef teiknað alveg frá því ég var lítil stúlka og fékk tilsögn í því í barnaskóla og seinna í bréfaskóla og námskeiðum. Ég kynntist málaralistinni 1988 hjá fjöllistamanninum Erni Inga og þá lagði ég af ýmsa aðra handavinnu en hef alltaf gert smá með. Á næstu árum lærði ég alls konar málaraaðferðir hjá ýmsum kennurum. Ég hef þróað kertamálun og hef málað á kerti í mörg ár og hef líka málað olíumálverk Jólasokkur unninn með aðferð sem nefnist Bucilla. Dóra sá mynd í blaði af jóla- trénu, teiknaði það upp og bjó til snið og skreytti eftir sínum smekk. Aðferðin er einföldun á Bucilla. Jólapósturinn er handmálaður. Dóra málar mikið af gullfallegum kertum. Dúkkurnar og askjan eru unnar með aðferð sem kallast grænlenskur perlusaumur. Græna dúkkan var skraut á fermingarborð dóttur Dóru. Kornskurður langt komin Frost skemmdi akra í ágúst Í Skagafirði er þresking á korni langt komin. Að sögn Eiríks Loftssonar, jarðræktar- ráðunautar, er uppskera breyti- leg, einkum þroski eða fylling kornsins. Frostnætur í lok ágúst skemmdu nokkra akra þannig að kornið hætti að fylla sig og skila þeir ekki góðu korni. „Frost í jörðu seinkaði víða sáningu í vor og þó að spretta hafi verið góð í sumar hefur sólarleysi valdið því að korn hefur ekki þroskast sem skyldi. Þó að uppskera sé sumstaðar ágæt að magni og gæðum verður árið tæplega meðal kornár í Skaga- firði, segir Eiríkur. Frá kornskurði í Blönduhlíð. MYND: SÆVAR EINARSSON Kornræktin skilar ræktendum ekki bara korni heldur líka hálmi. Eiríkur segir notkun hans sem undirburðar fyrir nautgripi og sauðfé hafa aukist mikið á síðustu árum og er hann afar mikilvæg afurð kornræktarinnar. Eiríkur segist ekki ennþá vera kominn með yfirlit yfir umfang kornræktarinnar í Skagafirði þetta árið en telur sennilegt að korni hafi verið sáð í álíka marga hektara og síðustu ár. /PF Sérfræði- komur í október 2018 www.hsn.is 8. OKT. Haraldur Hauksson alm/æðaskurðlæknir 22. OG 23. OKT. Sigurður Albertsson alm. skurðlæknir Tímapantanir í síma 455 4022. 10 36/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.