Feykir


Feykir - 26.09.2018, Side 3

Feykir - 26.09.2018, Side 3
1238, The Battle of Iceland Svanhildur ráðin til starfa Fyrir skömmu var greint frá því að Áskell Heiðar Ásgeirsson hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri 1238, The Battle of Iceland, fræðslu- og upplifunarmiðstöðvarinnar um Sturlungaöldina sem opnar á Sauðárkróki í vetur. Nú hefur bæst í starfsmannahópinn því Svanhildur Pálsdóttir, fv. hótelstýra í Varmahlíð, hefur verið fengin til starfa. Sýningin, sem segir frá þeim stóru bardögum sem einkenndu öld Sturlunga og þá einkum Örlygsstaðabardaga sem fram fór árið 1238, er gagnvirk sem þýðir að gestir munu geta tekið mik- inn þátt í henni og skapað sína eigin upplifun að hluta til sjálfir í sýndarveruleika. Í miðstöðinni verður einnig veitingastaður, upplýsingamiðstöð og safnbúð með vörum sem tengjast mið- stöðinni. 1238 er í eigu Sýndarveru- Svanhildur og Jökull standa við píanóið sem Áskell Heiðar leikur á. MYND AF FB leika ehf. og stjórnarformaður þess er Ingvi Jökull Logason, en unnið hefur verið að uppbygg- ingu miðstöðvarinnar í rúm tvö ár. Framkvæmdir standa enn yfir í húsnæði því sem hýsa á sýninguna og er í eigu Svf. Skagafjarðar. Opnunardagur- inn ræðst af framkvæmdum en Áskell Heiðar segist á Fésbókar- síðu sinni vonast til að geta boðið fyrstu gesti velkomna snemma á næsta ári. „Við verðum „frumsýnd“ á Vest Norden ferðakaupstefn- unni á Akureyri í byrjun næsta mánaðar og þá fer boltinn að rúlla – hlakka til að taka á móti ykkur sem flestum og sýna ykkur þegar þetta verður allt tilbúið!“ skrifar Áskell Heiðar á FB-síðu sína. /PF Kona á skjön gerir víðreist Guðrún frá Lundi til Egilsstaða Síðastliðinn sunnudag opnaði á Egilsstöðum sýningin Kona á skjön sem segir frá rithöfundarferli Guðrúnar frá Lundi sem fullyrða má að sé sannkallað ævintýri í íslenskri bókmenntasögu. Sýningin hefur farið víða en áður hefur hún verið sett upp á Sauðárkróki, Borgarbókasafni í Grófinni, Bókasafni Akraness og Amtsbókasafni á Akureyri. Kristín Sigurrós Einarsdóttir, annar aðstandenda sýningar- innar, segir enga þá staði þar sem sýningin hefur staðið uppi, utan Sauðárkróks, tengjast Guðrúnu þar sem hún ól allan sinn aldur í Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu. „Þetta flakk með sýninguna er til- komið af því að þessir staðir óskuðu eftir því að fá hana til sín. Þannig má segja að Guðrún sé orðin víðförulli í gegnum sýninguna en hún var í lifanda lífi,“ segir Kristín. Kona á skjön verður á Egils- stöðum fram í desember en fer eftir það til Keflavikur og verður opnuð gestum þar í janúar. „Við vonum svo að með tíð og tíma fái sýningin sinn fasta samastað í Skagafirði en aðsóknin hefur verið góð og sýnir að það er vel grundvöllur fyrir því að sýningin verði varanleg,“ segir Kristín sem vill, ásamt meðsýningarhöfundi sínum, Marín Guðrúnu Hrafns- dóttur, koma þakklæti til þeirra sem styrktu sýninguna eða hafa aðstoðað þær á einn eða annan hátt. /PF 60áraDanslagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks 1957-1971 Langar þig í Salinn? Í síðasta blaði var farið af stað með getraun í tilefni af því að tónleikar danslagakeppninnar á Króknum, sem slógu í gegn á Sæluvikunni á Sauðárkróki 2017 og síðasta vetur í Salnum Kópavogi, verða endurfluttir. Fara þeir fram í Salnum 2. nóvember klukkan 20:30. Við spurðum um það í síðasta Feyki hver konan á myndinni væri. Líklega var getraunin heldur þung því ekki voru þau mörg svörin sem bárust. En dregið var úr réttum svörum og reyndist Hörður Ingimarsson á Sauðárkróki vera sá heppni. Getur hann komið á skrifstofu Feykis og nálgast tvo miða á tónleikana. Konan sem um var spurt heitir Halla Soffía Jónasdóttir, kona Antons Angantýssonar. Hver er maðurinn? Feykir ætlar, í samstarfi við tónleikahaldara, að endur- taka leikinn og teljum við get- raunina heldur léttari í þetta skiptið og spyrjum: Hver er maðurinn á myndinni? Í vinning eru tveir miðar á tón- leikana í Salnum 2. nóvember. Hann spilaði með hljóm- sveit Hauks Þorsteinssonar, var kjötiðnaðarmaður á Króknum og samdi trúlega eitt þekktasta lagið sem þátt tók í danslagakeppnum Kvenfé- lagsins. Skemmtileg saga er til um tilurð lagsins. Höfundurinn var þekktur tónlistarmaður að sunnan, og Haukur Þorsteins sagði við hann að rándýr skemmtikraftur að sunnan gæti nú ekki verið þekktur fyrir annað en að semja lag í keppnina. „Ok, finndu þá texta handa mér,“ sagði tón- listarmaðurinn. Haukur greip þá ljóðabók eftir Davíð Stefánsson, sem var við höndina, opnaði hana og upp kom ljóðið sem lagið er þekkt fyrir. Svör skulu berast eigi síðar en mánudaginn 1 október nk. á netfangið palli@feykir.is. /PF Hver er maðurinn? Smellt'á okkur einum... Feykir.is Húnvetnskar laxveiðiár Miðfjarðará í þriðja sætinu Nú styttist í að laxveiðitímabili ársins ljúki og hefur ein af húnvetnsku ánum, sem sitja á lista landssambands veiðifélaga yfir aflahæstu árnar, birt lokatölur sínar. Talsverður munur er á aflamagni miðað við sama tíma í fyrra þegar 8.008 laxar höfðu veiðst en aðeins 5.644 núna sem er um 30% aflaminnkun. Sem fyrr er Miðfjarðará efst á lista húnvetnsku ánna en þar hafa veiðst 2.602 laxar en 3.627 á sama tíma í fyrra. Blanda er í 14. sæti með 870 en 1.433 í fyrra og Laxá á Ásum hefur birt lokatölur sem eru 702 laxar en í fyrra var heildarveiðin 1.108 laxar. Í Víðidalsá sem er í 22. sæti hefur veiðst 561 lax en 722 í fyrra, Vatnsdalsá er í 23. sæti með 472 miðað við 653 í fyrra, Hrútafjarðará og Síká hafa gefið 320 laxa en voru 344 á sama tíma síðasta ár og Svartá er með óveru- lega fækkun en þar hafa veiðst 117 laxar en þeir voru 121 á sama tíma í fyrra. /FE Frá opnun sýningarinnar á Egilsstöðum um síðustu helgi. MYND: KSE 36/2018 3

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.