Feykir


Feykir - 26.09.2018, Blaðsíða 5

Feykir - 26.09.2018, Blaðsíða 5
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is 2. deild karla :: Tindastóll – Völsungur 3-2 Lamanna með þrennu og Stólarnir enduðu í 8. sæti Það var áþreifanleg spenna í 2. deildinni sl. laugardag þegar síðasta umferð sumarsins var leikin. Á Sauðárkróksvelli mættust lið Tindastóls og Völsungs og þar gátu Stólarnir fallið og Völsungur farið upp um deild. Það voru heimamenn sem voru sterkari í fjörugum og spennandi leik sem endaði 3-2. Þegar úrslit dagsins lágu ljós fyrir kom í ljós að lið Tindastóls endaði í áttunda sæti en fyrir síðustu umferðina hafði liðið aldrei verið ofar en í 10. sæti í sumar. Stólarnir fóru vel af stað og voru sterkara liðið framan af leik. Eitthvað fór mótlætið í taugar Húsvíkinga sem fengu tvö gul spjöld. Á 21. mínútu kom fyrsta mark leiksins en þá fékk Stefan Lamanna frábæra stungu inn fyrir vörn gestanna og skoraði af öryggi. Staðan var 1-0 í hálfleik og þá varð ljóst að ekkert annað en sigur kom til greina hjá liði Tindastóls því á þessum tíma voru öll þrjú liðin í botnbaráttunni að vinna leiki sína. Eflaust vissu gestirnir þetta þegar síðari hálfleikur hófst því þeir pressuðu stíft að marki Tindastóls, fengu nokkrar horn- spyrnur og aukaspyrnur, en vörn Tindastóls hélt (björguðu tvisvar á línu) og Stólarnir náðu nokkrum efnilegum skyndi- sóknum. Á 59. mínútu slapp Lamanna enn inn fyrir vörn Völsungs og Sigvaldi Einarsson greip til þess ráðs að toga hann niður og dómarinn átti engan annan kost í stöðunni en að sýna Sigvalda rauða spjaldið. Þrátt fyrir það að vera einum færri lögðu gestirnir ekki árar í bát. Þeir uppskáru enn nokkrar hornspyrnur og upp úr einni slíkri jafnaði Elvar Baldvinsson metin. Stuðningsmenn Stólanna voru nú sárgramir en það var fátt sem fékk stöðvað Lamanna í þessum leik. Á fjögurra mínútna kafla nýtti hann enn hraða sinn og leikni og skoraði tvö mörk á 73. og 77. mínútu eftir góðan undirbúning félaga sinna. Staðan orðin 3-1 og nú voru leikmenn Völsungs látnir vita að þeir ættu ekki lengur möguleika á að komast upp miðað við stöðuna í öðrum leikjum. Þeir létu þessi skilaboð sem vind um eyru þjóta og minnkuðu muninn í eitt mark þegar Sæþór Olgeirsson gerði laglegt mark eftir ansi þreytu- legan varnarleik Tindastóls. Húsvíkingar reyndu hvað þeir gátu til að jafna leikinn en höfðu ekki erindi sem erfiði. Stólarnir léku skynsamlega síðustu mínúturnar og voru í raun nær því að skapa sér góð færi en gestirnir. Lokatölur því 3-2 og leikmenn og stuðnings- menn Tindastóls kampakátir með að hafa haldið sæti sínu í 2. deild eftir strembið sumar þar sem liðið var lengstum í fallsæti. Sem fyrr segir færði sigurinn lið Tindastóls upp um tvö sæti í 2. deild. Stólarnir enduðu í áttunda sæti, komust upp fyrir lið Hattar Egilsstöðum sem féll eftir tap gegn toppliði Aftur- eldingar, og lið Víðis Garði sem tapaði fyrir Leikni Fáskrúðsfirði 3-0. Liði Tindastóls var af spekingum spáð falli í sumar, var langneðst í spánni, en þrátt fyrir snarbratta og erfiða byrjun á mótinu náðist að þétta varn- arleikinn og búa til liðsanda sem skilaði liðinu áframhaldandi veru í 2. deildinni. /ÓAB Uppskeruhátíð knattspyrnudeildar Tindastóls Bestu og efnilegustu valin Laugardaginn síðasta var haldin uppskeru- hátíð meistaraflokka kvenna, karla og 2 fl. kvenna eftir viðburðaríkan dag þar sem karlaliðið náði að tryggja sér 8. sæti í 2. deild og 2. fl. kvenna kláraði sitt tímabil einnig. Meistaraflokkur kvenna átti líka góðu gengi að fagna og mun leika í Inkasso-deildinni á næsta tímabili. Það var glaður hópur leikmanna sem kom saman á Mælifelli á Sauðárkróki, snæddi góðan kvöldverð og naut skemmtidagskrár undir öruggri stjórn vallarþular Sauðárkróks- vallar, Guðbrands Guðbrandssonar. Að venju voru veittar viðurkenningar fyrir tímabilið en þær hlutu eftirtaldir: 2. flokkur kvenna BESTI LEIKMAÐUR - Vigdís Edda Friðriksdóttir EFNILEGASTI LEIKMAÐUR - Eva Rún Dagsdóttir BESTI LIÐSFÉLAGINN - Kristrún María Magnúsdóttir Meistaraflokkur kvenna BESTI LEIKMAÐUR - Murielle Tiernan EFNILEGASTI LEIKMAÐUR - María Dögg Jóhannesdóttir BESTI LIÐSFÉLAGINN - Bryndís Rut Haraldsdóttir Meistaraflokkur karla BESTI LEIKMAÐUR - Stefan Lamanna EFNILEGASTI LEIKMAÐUR - Jón Gísli Eyland Gíslason BESTI LIÐSFÉLAGINN - Arnar Skúli Atlason Heimild og myndir: FB-síða Stuðningsmenn knattspyrnudeildar Tindastóls/ Kristjana Jónsdóttir Efnilegust og best. Aftari röð f.v. Bryndís Rut Haraldsdóttir, Eva Rún Dagsdóttir, Murielle Tiernan, Vigdís Edda Friðriksdóttir, María Dögg Jóhannesdóttir og Kristrún María Magnúsdóttir. Fremri röð f.v. Jón Gísli Eyland Gíslason, Arnar Skúli Atlason og Stefan Lamanna. MYNDIR: KRISTJANA JÓNSDÓTTIR Nýir þjálfarar mfl karla, Sigurður Halldórsson og Guðni Þór Einarsson ásamt Arnari Skúla, Jóni Gísla og Stefan Lamanna. Bestu leikmenn meistaraflokka Tindastóls, Stefan Lamanna og Murielle Tiernan. Jón Grétar Guðmundsson og Sverrir Hrafn Friðriksson létu sig ekki vanta í gleðina. Fótboltamömmurnar Helga Eyjólfsdóttir, Ingibjörg Huld Þórðardóttir og Þórey Gunnarsdóttir. Besti liðsfélaginn, efnilegasti leikmaðurinn og besti leikmaður meistaraflokks kvenna ásamt Guðna Einarssyni þjálfara. Lamanna í baráttunni á laugardaginn en hann var magnaður í leiknum. MYND: ÓAB 36/2018 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.