Feykir - 26.09.2018, Side 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða
annað skemmtilegt efni í Feyki?
Hafðu samband. Síminn er 455 7176
og netfangið feykir@feykir.is
36
TBL
26. september 2018 38. árgangur
Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981
Bardagaíþróttir vinsælar
Æfingabúðir í Karate á Skagaströnd
Karatefélagið Fram á Skagaströnd bauð til
æfingabúða með Karin Hägglund í íþróttahúsinu á
Skagaströnd um síðustu helgi. Karin kemur frá
Svíþjóð og er margfaldur Norðurlandameistari í kata
og hefur nú síðast unnið með sænska katalandslið-
inu. Hún hefur áður komið til Íslands til að þjálfa
íslenska landsliðið.
Bryndís Valbjarnardóttir, þjálfari hjá Karatefélaginu
Fram á Skagaströnd, bauð iðkendum júdódeildar
Tindastóls í æfingabúðirnar til að prófa karate sem er,
líkt og júdó, japönsk bardagaíþrótt. Á heimasíðu
Tindastóls kemur fram að fimm æfingar hafi verið
haldnar frá föstudegi og fram á sunnudag. Morgun-
æfingar voru fyrir alla, börn og konur, en eftirmið-
dagsæfingar voru einungis fyrir konur.
„Æfingabúðirnar heppnuðust afar vel og voru gestir
heillaðir af fegurð bæjarins og því góða og óeigingjarna
karatestarfi sem Bryndís hefur sinnt á Skagaströnd. Þess
má geta að Bryndís hefur verið gestaþjálfari júdó-deildar
Tindastóls í blönduðum bardagalistum og mun hún vera
með karateæfingu næstkomandi fimmtudag frá klukkan
20:20 til 21:45.“
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá æfinga-
búðunum sem teknar voru af Bryndísi Valbjarnardóttur
og Graciete Das Dores. /PF
Ari Jóhann Sigurðsson
nýr formaður
Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra
Á fundi Heilbrigðisnefndar
Norðurlands vestra, sem
haldinn var fyrir skömmu,
var Ari Jóhann Sigurðsson
kosinn formaður nefndar-
innar. Ari Jóhann er
búsettur í Varmahlíð, en
starfar sem forstöðumaður
á Blönduósi.
Auk Ara Jóhanns sitja í
nefndinni Ína Ársælsdóttir
Hvammstanga, varaformað-
ur, Lee Ann Maginnis
Blönduósi, Margrét Eva
Ásgeirsdóttir Skagafirði, Konráð Karl Baldvinsson
Fjallabyggð, og Guðný Kristjánsdóttir, fulltrúi SA.
Á heimasíðu HNV kemur fram að starfssvæði nefnd-
arinnar sé víðfeðmt, en það nær frá og með Fjallabyggð í
austri og vestur til Borðeyrar og suður á Hveravelli. /PF
Gönguhópurinn með
göngustjórann á Blönduósi
www.skagafjordur.is
Sveitarfélagið auglýsir til leigu
tún á Nöfunum á Sauðárkróki
Um er að ræða eftirtalda lóð: Lóð 40 á Nöfum,
fastanúmer 233-7268, landnúmer 218116 - stærð 9.768 m2
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um skriflega og upplýsa í umsókn hvaða
búskap ætlunin er að stunda á viðkomandi lóð.
Umsóknarfrestur er til og með 5. október nk.
Umsóknum má skila í afgreiðslu Ráðhússins eða senda í tölvupósti á netfangið
skagafjordur@skagafjordur.is. Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að taka hvaða umsókn sem
er eða hafna öllum. Frekari upplýsingar veitir Margeir Friðriksson sviðsstjóri
stjórnsýslu- og fjármálasviðs.
Sveitarstjóri
Karate krefst mikillar einbeitingar en japanska orðið karate þýðir
„tóm hönd“. MYND: GRACIETE DAS DORES
Svo er ekki verra að teygja aðeins á.
MYND: GRACIETE DAS DORES
Flottar konur í æfingabúðum í Karate á Skagaströnd.
MYND: BRYNDÍS VALBJARNARDÓTTIR
Allir geta lært karate.
MYND: BRYNDÍS VALBJARNARDÓTTIR
Frá æfingabúðum í Karate á Skagaströnd.
MYND: GRACIETE DAS DORES
Andarnefju rak á land
Hvalreki við Sauðárkrók
Við fjölfarna gönguleið í fjörunni við Sauðárkrók varð
hræ af andanefju á vegi blaðamanns um helgina en
líklega hefur það rekið á land í norðanáttinni sem skall
á fyrir helgi.
Gísli Víkingsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafró, segir að
óvenju mikið hafi verið um hvalreka í sumar, ekki síst
andarnefjur. Segir hann að starfsfólk á Hafró sé í mun að
halda sem nákvæmasta skrá yfir alla hvalreka og biður fólk
að hafa samband rekist það á hvalhræ. Hann segir Bjarna
Jónsson, forstöðumann Náttúrustofu Norðurlands vestra,
hafa tekið sýni sem verði rannsakað nánar hjá stofnun-
inni. Á Vísindavefnum segir að af svínhvölum hér við land
sé andarnefjan líklega sú þekktasta.
Helsta útlitseinkenni andarnefju er trýnið sem er mjótt
en ennið hátt og kúpt og fær hún nafnið af þessu sérstæða
höfuðlagi sem minnir á önd. Oftast er andarnefjan grásvört
eða dökkbrún að ofanverðu en ljósari að neðanverðu.
Dýrin lýsast oft með aldrinum. Augun eru staðsett rétt fyrir
aftan munnvikin og eru öll bægsli afar smávaxin miðað við
stærð hvalsins. Bakugginn er aðeins um 30 cm á lengd og
liggur aftarlega á dýrinu.
Líkt og aðrir svínhvalir halda andarnefjur sig langt úti á
reginhafi, á djúpslóð þar sem dýpið er að minnsta kosti
1.000 metrar. Andarnefjur eru hópdýr og er algengt að sjá
þær í litlum hópum, 4 – 10 dýr saman. /PF
Andarnefjan í fjörunni steinsnar frá Fornós á Sauðárkróki. MYND: PF