Feykir


Feykir - 26.09.2018, Blaðsíða 7

Feykir - 26.09.2018, Blaðsíða 7
en þær eru mun betri en hann nokkurn tímann óraði fyrir. Þýtt og döbbað Segja má að einfaldleiki sýningarinnar sjálfrar sé hennar helsti styrkur en auk sýndarveruleikagleraugna samanstendur hún af þremur þematengdum upplýsinga- spjöldum. Þar er útskýrt með almennum fróðleik hvernig verslun var háttað fyrir um einni öld, samgöngur í harðbýlu landi, hvernig umhorfs var í baðstofum torfbæja og verbúðinni þar sem sjómenn höfðust við á vertíðum. „Svo er rétt að geta þess í þessu samhengi að starfsfólk Héraðsskjalasafns Skagfirðinga hjálpaði mér mjög mikið við gerð textans við plakötin og ekki síður Laufey Leifsdóttir, starfsmaður Forlagsins. Hún hjálpaði mér mikið og svo er hún að taka saman heimildaskrá yfir rit sem gætu nýst við að útskýra orðatiltæki og hvernig orð verða til. Hún lagði mikla vinnu í þetta sem ég er mjög þakklátur fyrir og við erum mjög þakklát öllum þeim sem komu að þessu í sjálfboðavinnu. Það er stór hópur af fólki þ.á.m. Leikfélag Sauðárkróks, sem lánaði okkur búninga sem við notuðum í upptökum, og Pilsaþytur og aðrir leikarar.“ Árni segir að þrátt fyrir að sýningin sé hugsuð sem farandsýning með það að markmiði að sem flestir geti notið hennar sé ekki útilokað að hún endi sem staðbundin sýning einhvers staðar, jafnvel í húsnæði Lundans og vina hans. „Ég hef verið með þessa sýningu uppi í hluta hússins og boðið þeim gestum sem hafa komið á sýninguna Lundinn og vinir hans að skoða. Þetta er allt á íslensku eins og er, en við erum að vinna í því að þýða þetta og „döbba“ vídeóin og þýða plakötin, og allir sem hafa kíkt á þetta hafa haft mjög gaman af og sýningin hlotið góðar viðtökur. Þannig að það er ekki ólíklegt að við setjum þessa sýningu upp einhvers staðar og höfum hana aðgengilega fyrir ferðamenn. Og reyndar væri mjög gaman að taka þessa sýningu aðeins lengra og sýna í sýndarveruleika nánar hvernig vinnubrögðin voru inni í torfbænum,“ segir Árni og tekur sem dæmi úr eldhúsinu eða fólk í heyskap og fleiri byggingar út úr myndinni, þannig að þetta var töluverð vinna en skemmtileg, kemur vel út.“ Rifinn upp á rassgatinu Næsta myndband er tekið upp í baðstofunni í Glaumbæ og þar fékk Árni til liðs við sig félagsskapinn Pilsaþyt og fleiri til að leika og skapa rétta stemningu. „Það eru tólf leikarar í því atriði og það var aldeilis vita frábært að fá fólk eins og Margréti á Mælifellsá og Sigrúnu Indriðadóttur á Stórhóli, sem kunna þetta gamla handverk, að vinna úr ullinni og hrosshárinu, og spinna. Þannig var sviðsett inni í baðstofunni hvernig þetta var. Ólafur Sindrason, kennari í Varmahlíðarskóla, las upp mansöng úr gamalli húspostillu sem var þarna í safninu. Við fengum mjög góða aðstoð frá Glaumbæ í þessu verkefni og útkoman varð mjög skemmtileg,“ segir Árni og minnist svo skemmtilegs atviks þegar Katrín Jakobs- dóttir, forsætisráðherra, birtist óvænt á tökustað ásamt Gísla Gunnarssyni, presti í Glaumbæ og Sigríði Sigurðarsóttur, sem þá var forstöðumaður safnsins. „Þau birtust þarna inni á gólfi og það var gaman fyrir leikarana að fá að mynda sig með forsætisráðherra. Ég vona að hún geti opnað sýninguna sem verður núna á RIFF í byrjun næsta mánaðar. Hún hafði góð orð um að reyna að koma á þá frumsýningu,“ segir Árni og þá er bara að krossa fingur svo það geti orðið. Eftir að tökum lauk í Glaumbæ var haldið vestur á Firði, í Sjóminjasafnið í Ósvör í Bolungarvík. Þar var Jóhann Hannibalsson, safnvörður hjá Náttúrustofu Vestfjarða, Árna og föruneyti innan handar. Árni segir að hann hafi klætt sig í gömul skinnföt og útskýrt heilmargt tengt sjómennsku og verbúðalífi og eitt orðatiltæki nefnir hann sem flestir hafa heyrt en kannski ekki náð að tengja hvaðan það er komið: Að rífa einhvern upp á rassgatinu. „Sýndarveruleikamynd- böndin hafa annars vegar þann tilgang að vekja athygli á sögunni og hins vegar á orðatiltækjum, notkun þeirra og hvernig þau urðu til. Það að rífa einhvern upp á rassgatinu er komið úr því er menn bundu band utan um skinnstakkana sem þeir voru í á sjónum og brugðu svo bandi í gegnum klofið og bundu upp og til varð nokkurs konar G-strengur. Þetta þjónaði þeim tilgangi að halda skinnbuxunum uppi og sjóstakknum saman en var einnig lífsnauðsynlegt fyrir sjómennina ef þeir féllu útbyrðis, þá var hægt að grípa í þennan streng og rífa þá upp á rassgatinu. Þessi skinnklæði voru svo hál þegar þau blotnuðu að það var ómögulegt að ná taki á þeim,“ segir Árni og blaðamaður uppljómast af fróðleiksmola dagsins. Árni segir að tökur hafi gengið vel og allt hafi klárast á settum tíma. Síðan gerist það að á vinnslutímabilinu auglýsti Afmælisnefndin sýningu Árna á meðal sendiráðanna og úr varð að fyrsta sýningin var forsýnd á Menningarnótt. „Við forsýndum Tímagöngin 18. ágúst á Menningarnótt í samvinnu við Borgarsögusafn, vorum í þeirra húsnæði að Aðalstræti 10, gamla Fóget- anum, og það gekk svona glimrandi vel. Við vorum bara með þrenn gleraugu og það var biðröð út úr dyrum allan tímann meðan sýningin stóð. Við þurftum að vísa fólki frá á endanum og loka því gleraugun voru orðin straumlaus en það var mjög mikill áhugi á þessu þarna,“ segir Árni. En þetta var bara byrjunin því á næstu þremur mánuðum mun sýningin skottast út í heim, bæði til Þýskalands og Danmerkur. En áður, í byrjun október, munu Tímagöngin verða sýnd á RIFF, Alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Reykjavík, í anddyri Bíós Paradís. Þaðan fer sýningin á kvikmyndahátíðina Nordische Filmtage í Lubeck (Lubeck Nordik film days) sem blæs til 60 ára afmælishátíðar. Þar verður hún sýnd í sérstöku sýndarveruleikabíói og var valin sem framlag til að minnast fullveldisafmælis Íslands. Sömu sögu er að segja af Norðurbryggju í Kaupmannahöfn þar sem að íslenska sendiráðið í Dan- mörku verður með hátíðar- dagskrá 1. desember, þar verður þessi sýning einnig. Þá ætla skólarnir í Skagafirði að taka sýninguna í prufukeyrslu og byrjar það í næsta mánuði. „Það er ákveðið að Varma- hlíðarskóli byrjar í næsta mánuði með hana. Sýningin hefur einnig verið kynnt fyrir grunnskólunum í Reykjavík af Jóhann Hannibalsson safnvörður Náttúrustofu Vestfjarða klæddur sjóstakk. MYNDIR: SKOTTAFILM afmælisnefndinni. Ragnheið- ur Jóna Ingimarsdóttir, fram- kvæmdastjóri hennar, kynnti sýninguna þar. Skólarnir í Reykjavík sýndu þessu mikinn áhuga og síðan hef ég kynnt þetta fyrir verkefnisstjóra átaks fyrir List fyrir alla, í þeirri von að ég geti farið með sýninguna í nokkra daga í skóla úti á landi sem ekki hafa sýndarveruleikagleraugu og þurfa að fá mann og gleraugu á staðinn. Skólarnir í Reykjavík eiga gleraugu og geta gert þetta hjálparaust. Rétt er að nefna það líka að við stefnum að því, í samvinnu við Borgarsögusafn, að setja sýninguna upp í Árbæjarsafni í einhverja daga á þessu ári,“ segir Árni sem er ánægður með viðtökurnar Í Sjóminjasafninu í Ósvör var ýmislegt að sjá. Aðalleikararnir, Jörundur og Silvía Rós, á Hólasleðanum. 36/2018 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.