Feykir


Feykir - 26.09.2018, Blaðsíða 6

Feykir - 26.09.2018, Blaðsíða 6
heimili og vinnustaður, og þá að sýna innan úr torfbænum, og í þriðja lagi þá langaði mig að fara í Sjóminjasafnið Ósvör í Bolungarvík og sýna hvern- ig vertíðarsjómenn bjuggu, hvernig þeirra umhverfi var og hvernig þeir klæddu sig. Síðan sóttum við um til Afmælisnefndar, sem hafði sjóð til að setja í verkefnið til að minnast 100 ára afmælisins,“ segir Árni. Það varð úr að verkefni Árna fékk veglegan styrk úr þeim sjóði en einnig var verkefnið styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra og þá var kominn grundvöllur fyrir að „Ef ég byrja alveg á byrjuninni þá fylgdist ég með því þegar afmælisnefnd fullveldis Íslands fór af stað og fylgdist með umræðunni að það stæði til að auglýsa eftir sniðugum verkefnum til þess að minnast 100 ára fullveldisafmælisins 1918 – 2018. Ég velti því fyrir mér hvernig hægt væri að nota þennan sýndarveruleika, sem við Árni Rúnar Hrólfsson höfum verið að þróa núna í nærri þrjú ár, til þess að búa til sýningu. Það fyrsta sem kom upp í hugann er sú reynsla sem við höfum af sýndarveruleikasýningunni hérna, Lundinn og vinir hans eða Puffins and Friends, sem höfðar mjög vel til krakka eða barna á öllum aldri. Svo fór ég að hugsa þetta út frá því hvort ég gæti búið til sýningu sem væri hugsuð sem kennsluefni fyrir skóla og þá hjálpartæki við að vekja áhuga á sögunni og jafnframt á því hvernig tungumálið og orðatiltæki hefðu þróast með verkmenningu. Markmiðið sem ég setti mér var að búa til sýndarveruleikasýningu sem væri hægt að koma fyrir í einni ferðatösku með það fyrir augum að geta farið með hana á milli skóla,“ segir Árni. Hann hófst handa og skrifaði handrit og bar undir félaga sinn Árna Rúnar, sem nafni hans segir að hafi hjálpað honum í myndatökunni og fleiru. „Í fyrstu vorum við með fjögur þemu sem við síðan þrengdum niður í þrjú. Það var í fyrsta lagi samgöngur og verslun, í öru lagi torfbærinn VIÐTAL Páll Friðriksson Á Menningarnótt Reykjavíkurborgar, sem haldin var 18. ágúst sl., vakti lítil sýning mikla athygli þeirra sem hana sáu. Þar var Árni Gunnarsson, kvikmyndagerðar- maður á Sauðarkróki, á ferðinni með sýndarveruleikasýninguna Tímagöng sem segir frá samgöngum og verslun fyrri tíma á Íslandi, hvernig fólk hafðist við í torfbæjum og lífinu í verbúðum. Þá er íslenskum verkheitum og orðatiltækjum sem tengjast störfum fyrri tíma gerð góð skil. Sýningin, sem tengist afmælisári fullveldis Íslands og er ætluð sem farandsýning, hefur fengið svo jákvæðar móttökur að keppst er um að fá að sýna hana innan lands sem utan. Feykir hafði samband við Árna og forvitnaðist um tilurð sýningarinnar, vinsældir hennar og þau verkefni sem Skotta Film er með í deiglunni. Árni Gunnarsson fyrir utan sýninguna Pufffin and Friends á Aðalgötunni á Sauðárkróki. MYND: PF Árna Gunnarssyni fellur sjaldan verk úr hendi Menning, tunga og tímagöng til 1918 Árni kíkir í sýndarveruleikagleraugun og skoðar torfbæinn. MYND: PF byrja þar sem fjármögnun fyrir verkefnið var langt komin. Tökur hófust eftir áramótin og fyrstu skot voru af samgöngum fyrri tíða, hestasleða á ís. Sleði var fenginn að láni hjá Minjasafninu í Glaumbæ, svokallaður Hólasleði sem nýbúið er að gera upp. Aðal- leikararnir eru tveir, Jörundur, 12 ára sonur Árna, og Silvía Rós Rögnvaldsdóttir, bekkjarsystir hans. Þau leiða áhorfandann í gegn um þessi þrjú myndbönd, eru sögumenn. Árni segir hugmyndina vera þá að fylgst sé með krökkum sem voru uppi á Íslandi fyrir 100 árum. „Fyrsta senan gengur út á það að þau koma á hestasleða í kaupstaðinn, fara að sjálf- sögðu í búðina til Bjarna Har. Þar þurftum við að breyta ýmsu, bæði að taka vörur úr hillum og setja ýmislegt annað í staðinn. Svo þurfti Bjarni að æfa sig í að læra textann og allt það,“ segir Árni og kímir. „Svo var heilmikil eftirvinnsla, ýmsar brellur, klippa í burtu það sem ekki mátti vera með á myndinni bæði í búðinni og eins á Tjarnartjörninni með hestasleðann. Þá þurftum við að klippa allar nútíma- 6 36/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.