Feykir - 26.09.2018, Side 8
frekar viljað láta lesa fyrir
mig sögur sem voru svolítið
púkalegar, í stað þess að
horfa á Simpsons á skjánum
hvert einasta kvöld, því að
sögurnar gáfu mér sérstaka
upplifun og hugsanir sem
lifa alltaf með mér. Og ég
þakka fólkinu mínu fyrir það
að gefa sér tíma í það að
fræða mig um hitt og þetta,
því að börn drekka í sig
fróðleik. Ég vil hvetja alla til
þess að gefa sér tíma til að
lesa svolítið af þjóðsögum
eða dæmisögum fyrir
börnin sín, þó að við lifum á
uppteknum tímum. Að lokum
læt ég hér fylgja með vísu
sem hefur alltaf verið á mjög
undarlegan hátt í uppáhaldi
hjá mér, því hún lýsir fornum
öldum svo einstaklega vel,
þó að stutt sé:
Bíum, bíum, bambaló,
bambaló og dillidillidó.
Vini mínum vagga ég í ró,
en úti bíður andlit á glugga
(Höf: Jónas Árnason)
- - - - -
Ég skora á Árnýju Dögg til að
vera næsti penni.
Hvað hugsar þú fyrst þegar
þú heyrir orðið „þjóðsögur“?
Álfar og huldufólk? Óvættir?
Góður boðskapur?
Það sem ég hugsa þegar ég
heyri orðið er: „Þjóðarstolt“.
Við Íslendingar erum
snillingar í því að segja
og semja þjóðsögur og
við eigum risastórt safn af
alls konar frásögnum og
skáldskap, hvort sem það
eru ljóðrænar frásagnir,
draumkenndar eða göldrum
glæddar - og svo mætti lengi
telja.
Þessi ævintýraheimur
þjóðsagna hefur skemmt
mér síðan ég var lítið barn
og hafði skilning á sögum.
Það hressir ímyndunaraflið
og kenndi manni að hluta til
muninn á hinu góða og hinu
illa. Og gaf mér innsýn í svo
margt - hvernig fólk hugsaði
á öldum fyrr, hefðir forfeðra
okkar, hræðslu og ekki má
gleyma hinum frábæra
íslenska orðaforða!
En ég hugsa oft um
nútímann og sögur
nútímans. Við, þessi sterka
þjóð, höfum svo mikið
til málanna að leggja,
höfum farið í gegn um svo
mörg tímabil sem breytt
hafa þjóðinni og innsýn
þjóðarinnar og ég verð að
segja eins og er, ég myndi
vilja sjá nýjar þjóðsögur
spretta upp frá okkar
einstöku, litlu þjóð, hvort
sem það er skrifað um
galdra, óvætti eða nýtískuleg
fyrirbæri. Við gætum
skrifað um Ipad-púkann,
Facebook-móra, Snapchat-
umskiptinginn og svo
mætti lengi telja. Eða, nei
annars, ég myndi frekar vilja
lesa einhverjar alíslenskar
frásagnir sem tengdar eru
við raunveruleikann, sjá
boðskap og frásagnir sem
henta yngri kynslóðinni, því
að börnin i samfélaginu eru
það dýrmætasta sem við
eigum og við viljum auðvitað
kenna þeim góðan boðskap
og um hvað raunveruleikinn
er svo að þeim vegni sem
best í lífinu og þau eru
auðvitað framtíðin!
Ég segi fyrir mig, þegar ég
var barn þá hefði ég alltaf
ÁSKORENDAPENNINN
Bylgja Guðrún Brynjólfsdóttir Brandsstöðum
Máttur þjóðsagna...
UMSJÓN
Páll Friðriksson
Magnús fer yfir málin. MYND AÐSEND
verk. „Það eru svo mýmörg
orðatiltæki sem við notum í
dag sem eru komin úr þessari
verkmenningu eins og t.d. að
það sé mikið á einhvern lagt,
hann ber þungar klyfjar en
það er frá því er menn reiddu
heybaggana heim á hestum
á klyfberum. Það væri mjög
gaman að fá tækifæri á að þróa
þetta aðeins áfram.“
Bannhelgi og Blöndal
Það er í mörg horn að líta hjá
Árna og hefur hann ávallt mörg
járn í eldinum, svo notað sé
enn eitt verktengda orðatiltæk-
ið. Auk kvikmyndaframleiðslu
Skotta Film, er komin dýrmæt
reynsla á Lundasýninguna en
nú er annað sumarið að líða
sem hún er opin. Markaðs-
setning er tímafrek en gestir
hafa verið ánægðir og orð-
sporið fer víða.
„Það hefur sýnt sig að við
höfum fengið mjög góðar
viðtökur, erum með fimm
stjörnur alls staðar á sam-
félagsmiðlum, Facebook og
TripAdvisor. T.d. í dag [19. sept-
ember] erum við að fá rúmlega
90 gesti sem hafa bókað sig
inn á Lundasýninguna þannig
að við höfum fulla trú á að
nýta sýndarveruleikann til
þess að tengja hann héraðinu,
sögunni og náttúrunni. Síðan
er það hitt að við erum kvik-
myndagerðarmenn hér í Aðal-
götu 26 og erum að vinna
að ýmsum verkefnum. Árni
Rúnar er búinn að stofna sitt
eigið fyrirtæki og vinnur nú
að stóru norðurljósaverkefni
sem á endanum verður mjög
flott sýning. Ég er að vinna að
þremur heimildamyndum, er
að klára að vinna mynd um
flóttafólk á Akureyri sem er í
klippiferli. Síðan er ég að vinna
heimildamynd um Halldór
Blöndal, fv. alþingismann og
ráðherra, og svo er stærsta
verkefnið heimildamynd um
vegagerðina í Tröllaskarði
í Hegranesi árið 1978 og
söguna í kringum það. Það
er verkefni sem ég hef fengið
styrk í frá kvikmyndasjóði og
fleirum. Mjög skemmtilegt
og áhugavert verkefni,“ segir
Árni og ljóst má vera að þar
er um spennandi efni að ræða
sem margir þekkja. „Ég hef
unnið, ásamt aðstandendum
Halldórs, að þeirri mynd um
tveggja ára skeið og stefnan er
að klára þá mynd næsta haust.
Ef vel tekst til verður myndin
um Tröllaskarðið, og það sem
gekk á þar, tilbúin um svipað
leyti.“ Árni segir um merkilega
sögu sé að ræða, bæði það sem
gerðist á þessum tíma þegar
var verið að leggja veginn og
eins það sem gerðist eftir á.
„Á Tröllaskarðinu hvílir
bannhelgi og þar mátti ekki
hrófla við neinu. Menn
sömdu við anda, eða verur,
sem hvorki voru af þessum
heimi né í þessum heimi, um
að ekki yrðu sprengdar niður
klappirnar í skarðinu en á
móti var því lofað að reynt
yrði að sjá til þess að ekki yrðu
alvarleg slys á veginum sem
yrði lagður. Menn óttuðust að
hafa blindhæðina eins háa og
raun ber vitni og brekkuna svo
mikla að þarna yrði slysagildra.
Það hefur líka komið á daginn
að ekki hafa orðið nein alvarleg
slys þarna og sem meira er,
þau slys, eða útafkeyrslur, sem
orðið hafa hefðu hæglega getað
farið miklu verr, en gerðu það
ekki, einhverra hluta vegna.“
Eins og komið hefur hér
fram í viðtalinu er aldrei nein
lognmolla í kringum Árna.
Verkefnin mörg og spennandi
og gaman verður að líta
þetta allt augum sem nefnt
hefur verið. Þá er óskandi að
Tímagöngin fái að eflast og
þroskast í framtíðinni með
öllum þeim gamla fróðleik sem
hætta er á að gleymist á tímum
tækniframfara og hraða.
Svo í lokin má minnast á það
að Skotta er með Skottubandið
á sínum snærum en í henni
eru auk Árna þeir Guðbrandur
Ægir Ásbjörnsson, Rögnvaldur
Valbergs og fleiri og nú stendur
mikið til. „Við erum að byrja að
taka upp í Stúdíó Bennmann
og hjá Gis Jóhannssyni í
Nashville í Bandaríkjunum,
frumsamið efni á nýjan disk
sem heitir „Bláir kossar“. Þetta
á að vera blúsrokk skotin skífa,
sem vonandi kemur út í byrjun
desember,“ segir Árni í lokin.
Árni við eitt plaggatið sem segir frá lífi fólks fyrir hundrað árum. MYND: PF
8 36/2018