Feykir


Feykir - 26.09.2018, Blaðsíða 1

Feykir - 26.09.2018, Blaðsíða 1
36 TBL 26. september 2018 38. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 6–8 BLS. 10 Hólmfríður Dóra Sigurðardóttir er með ýmislegt á prjónunum Málaralistin heillar alltaf BLS. 9 Árna Gunnarssyni fellur sjaldnast verk úr hendi Menning, tunga og tímagöng til 1918 Inga Birna Friðjónsdóttir svarar Tón-lystinni að þessu sinni Elska þungan bassa og gott beat með óvæntum twistum Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið á lya.is Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra sem haldinn var á mánudag var samþykkt bókun þar sem ákvörðun VÍS um að loka útibúi fyrirtækisins á Hvammstanga var harðlega mótmælt. Í bókuninni segir að aðgerðir sem þessar bitni verulega á íbúum landsbyggðar- innar sem sífellt þurfi að sækja þjónustu um lengri veg en engin þjónusta frá VÍS verði aðgengileg á atvinnusvæði íbúa Húnaþings vestra eftir lokun útibúsins. Ennfremur segir: „Ljósleiðaravæðingu landsins er meðal annars ætlað að gera fólki kleift að stunda vinnu sína hvar á landi sem er. Þrátt fyrir þessa mikilvægu tæknibyltingu virðist gæta þess misskiln- ings hjá stjórnendum stórfyrirtækja að hennar helsta hlutverk sé að safna sem flestu starfsfólki undir sama þak og þá helst á dýrasta stað í höfuðborg landsins, frekar en að gera fólki allstaðar að af landinu kleift að sinna viðkomandi störfum. Erfitt er að sjá að þessi þróun sé viðskiptavinum í vil, enda hefur hvergi komið fram að þessi þróun verði til að lækka iðgjöld þeirra. Byggðarráð hvetur stjórn VÍS til að endurskoða þessa ákvörðun með það að markmiði að viðhalda góðri þjónustu við landsbyggð- irnar.“ Er sveitarstjóra Húnaþings vestra falið að segja upp samningum við VÍS fyrir 1. júlí 2019 og jafnframt að leita tilboða í tryggingar hjá þeim tryggingarfélögum sem treysta sér til að þjónusta samfélagið með viðunandi hætti. Í Viðskiptablaðinu á mánudaginn kemur fram að Landsamband íslenskra verzlunarmanna harmar ákvörðun Vá- tryggingafélags Íslands um að loka átta þjónustuskrifstofum sínum á lands- byggðinni og gerir athugasemdir við að þessar aðgerðir fyrirtækisins skuli fyrst og fremst bitna á landsbyggðinni eins og segir í yfirlýsingu frá sambandinu. Félagið gerir því kröfu um að þessi ákvörðun verði endurskoðuð, því annars megi gera ráð fyrir að margir muni leita annað með viðskipti sín. /FE Húnaþing vestra Byggðarráð mótmælir lokun á þjónustuskrifstofu VÍS Óvenju margir borgarísjakar í ár Höll í hafi Holræsa- og stífluþjónusta Bjóðum alhliða lagnahreinsun og lagnamyndun Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958. Sími 452 2958 | Oddagata 18 | 545 Skagaströnd | gamar.is | vilhelm@gamar.is Þessi glæsilegi ísjaki hefur fangað auga þeirra sem átt hafa leið um Fljótin undanfarna daga en hann hefur dólað í um vikutíma utan við Reykjarhól á Bökkum. Halldór á Molastöðum tók þessa mynd á drónann sinn um helgina en þá var jakinn staddur út af Miklavatni og er bærinn Slétta hér í forgrunni. Jakinn, sej nú mun vera kominn langt á haf út, er einn margra borgarísjaka sem sést hafa undan Norðurlandinu í allt sumar, mest þó á Húnaflóa. Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir nýlega í samtali við Mbl.is að vænta megi borgarísjaka á þessum árstíma en líklega megi þó segja að þeir séu óvenju margir í ár. MYND: HALLDÓR GUNNAR HÁLFDANSSON. Hér er laust pláss! Hafðu samband í síma 455 7171 og tryggðu þér frábæran stað til að minna á þig eða fyrirtækið þitt – Feykir er sprækur sem lækur!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.