Feykir - 05.12.2018, Side 2
Það hefur vakið athygli nú þegar allt er
orðið hvítt að hinn nýi gervigrasvöllur á
Sauðárkróki bræðir ekki af sér snjóinn eins
og menn ætluðu. Skýringarinnar er að leita
í rafkerfinu þar sem ekki reynist óhætt að
keyra völlinn á fullum afköstum.
Þorvaldur Gröndal, forstöðumaður frístunda-
og forvarnamála í Sveitarfélaginu Skagafirði,
segir að rafmagninu hafi slegið út vegna
ofálags, þegar bræðslan, lýsingin á vellinum og
á íþróttavellinum eru kveikt. „Þetta er í vinnslu
og skýrist á næstu vikum. Annars er það þannig
að ólíklegt er að völlurinn muni ná að bræða
svona mikinn snjó af sér, mun alltaf kalla á það
að völlurinn verði hreinsaður, hvernig sem það
verður svo gert. Bæði notast menn við vélar
annar staðar sem og skóflur, þ.e. handmokstur.
Það er alla vega mín vitneskja eftir samtöl við
vallarstjóra annars staðar á landinu. Bræðslan
mun fyrst og síðast tryggja ófrosinn völl sem
hægt er að nota þegar búið er að hreinsa snjóinn
af.“ Þorvaldur segir að eftir hláku fyrr í vetur
hafi vatnið „drenað“ beint í gegn sem sýnir að
völlurinn sé alveg þíður. „Við þurfum svo að
sjá hvernig þetta verður þegar við getum farið
að keyra bræðsluna á fullum afköstum. Þetta
er náttúrulega nýtt fyrir okkur og erum við
einfaldlega að læra á þetta ennþá,“ segir hann./PF
Þann 1. desember sl.
fögnuðu Íslendingar 100
ára fullveldisafmæli sínu
með ýmsum hætti (Ég sat
t.d. skemmtilega dagskrá í
Miðgarði meðan vinnu-
félagi minn dó næstum úr
leiðindum yfir dagskrá
RÚV á sama tíma). Svo vel
vildi til að daginn bar upp á
helgi svo menn gátu notið
hans í hvívetna.
Ég hef stundum hugsað um það af hverju 1. desember er ekki
gert hærra undir höfði en raun ber vitni alla jafna. Í mínum
huga er sú stund er Ísland fékk fullveldið, árið 1918, mun stærri
en þegar sjálfstæðið náðist 1944 eftir að danski konungurinn
hafði legið kylliflatur undir hæl Hitlers og félaga í síðari
heimstyrjöldinni.
Í hugum margra, og þar er ég með talinn, hefur sjálfstæðisbarátta
Íslendinga staðið allt frá því að Íslendingar glötuðu sjálfstæði
sínu við gildistöku Gamla sáttmála sem gerður var við Hákon
gamla 1262 þegar Sturlungaöldin leið undir lok, svo til einhvers
var unnið 1. desember 1918.
Á WikiPediu segir að baráttan hafi lengi vel verið rislítil og
jafnvel ekki meiri en hljóðlát ósk í hugum landsmanna, en á 19.
öld hafi hún eflst til muna og tók kipp þegar Jörundur
hundadagakonungur gerði valdaránstilraun á Íslandi sumarið
1809. Sjálfstæðisbaráttan náði svo hámarki í baráttu Jóns
Sigurðssonar, sem öðrum fremur var leiðtogi sjálfsstæðissinna,
og kristallast í orðunum „vér mótmælum allir“, sem féllu á
þjóðfundinum 1851.
Svona til gamans læt ég hér fylgja smá stubb um fyrstu
fjöldamótmæli á Íslandi sem nefnd hafa verið Norðurreið
Skagfirðinga. „Norðurreið Skagfirðinga var ferð sem fjölmennur
hópur Skagfirðinga fór í maí 1849 að amtmannssetrinu á
Möðruvöllum í Hörgárdal til að mótmæla embættisfærslu
Gríms Jónssonar amtmanns og krefjast afsagnar hans. Megn
óánægja ríkti á meðal bænda um störf Gríms en hann var
sagður hrokafullur og skeytingarlaus gagnvart Íslendingum og
hugsa fyrst og fremst um hag Dana.“
Þegar Skagfirðingarnir mættu á staðinn hittu þeir ekki á
amtmann, sem lá veikur í rúminu, en þess í stað gengu þeir
umhverfis húsið, lásu upp samþykkt fundarins við Vallalaug,
hrópuðu „Lifi þjóðfrelsið! Lifi félagsskapur og samtök! Drepist
kúgunarvaldið!“.
Ég man sem krakki að frí var gefið í skólum til að minnast
fullveldisins 1. desember en svo er ekki lengur og er það miður.
Fer ég fram á það að Alþingi Íslendinga taki sig saman og styðji
þingsályktunartillögu sem sjö þingmenn Miðflokksins og einn
úr Flokki fólksins lögðu fram sl. vor, en þar er vilji til að gera 1.
desember aftur að almennum frídegi.
Páll Friðriksson, ritstjóri
LEIÐARI
Til hamingju Ísland
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744,
Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is
Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk.
Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171.
Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
Í síðustu viku var tæpum 164 tonnum landað
á Skagaströnd og var Þórsnes SH með mestan
afla þeirra tíu báta sem þar lögðu upp. Á
Sauðárkróki barst 381 tonn á land og var
Málmeyjan aflahæst með tæp 193 tonn. Tveir
bátar lönduðu á Hofsósi rúmlega sex og
hálfu tonni og á Hvammstanga landaði
Harpa HU rúmum þremur og hálfu tonni
Heildarafli vikunnar á Norðurlandi vestra
var 556.064 kíló. /FE
Aflatölur 25. nóv. – 1. des. 2018
Þórsnes SH með 100 tonn
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
SKAGASTRÖND
Auður HU 94 Landbeitt lína 4.095
Bragi Magg HU 70 Línutrekt 292
Dagrún HU 121 Þorskfiskinet 7.032
Dísa HU 91 Landbeitt lína 514
Fengsæll HU 56 Línutrekt 1.751
Guðmundur á Hópi HU 203 Lína 7.741
Hafrún HU 12 Dragnót 6.182
Kristinn SH 812 Landbeitt lína 33.297
Sæfari HU 212 Landbeitt lína 3.333
Þórsnes SH 109 Lína 100.433
Alls á Skagaströnd 164.670
SAUÐÁRKRÓKUR
Dagur SK 17 Rækjuvarpa 18.001
Drangey SK 2 Botnvarpa 152.398
Málmey SK 1 Botnvarpa 192.617
Onni HU 36 Dragnót 14.786
Sæfari HU 212 Landbeitt lína 3.271
Alls á Sauðárkróki 381.073
Hofsós
Ásmundur SK 123 Landbeitt lína 3.853
Þorgrímur Sk 27 Landbeitt lína 2.818
Alls á Hofsósi 6.671
Hvammstangi
Harpa HU 4 Dragnót 3650
Alls á Hvammstanga 3650
Hvítur gervigrasvöllur
Rafkerfið ræður ekki við full afköst
Blönduós
Vilko hefur vinnslu og pökkun fyrir Ölgerðina
Kári Kárason, framkvæmdastjóri Vilko, og
Gunnar B. Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri
markaðssviðs Ölgerðarinnar, undirrituðu
nýverið samning um vinnslu og pökkun á
nokkrum vörutegundum fyrir Ölgerðina.
Verkefni þessi munu skapa ný framtíðarstörf
há Vilko og nýta þann vélakost sem Vilko hefur
fjárfest í undanfarin ár og er hér um mjög
jákvætt skref að ræða fyrir fyrirtækið.
Hér eru um að ræða framleiðslu á olíu,
kryddum, poppi o.fl. „Forsvarsmenn beggja
fyrirtækja eru samtaka um að auka þetta
samstarf enn frekar á komandi mánuðum og
árum sem er kærkomið fyrir atvinnulíf okkar
hér á Norðulandi vestra. Þetta verkefni skapar
ekki bara störf í Vilko heldur mun þetta fara hátt
í að tvöfalda það vörumagn sem við sendum frá
okkur með flutningsfyrirtækjum auk þess sem
vélar og tæki þarf að þjónusta og viðhalda,“ segir
á Facebooksíðu Vilko.
Áætlað er framleiðsla hefjist fyrir áramót og að
nýjar vélar komi í þessari viku. /FE
Norðurland vestra
604 tonna byggðakvóti til landshlutans
Nýlega úthlutaði Kristján Þór Júlíusson,
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, 14.305
tonnum í sértækan og almennan byggðakvóta
en samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða er
5,3% af heildarafla í hverri fisktegund dregið
af leyfilegum heildarafla og varið til ýmissa
tímabundinna ráðstafana til þess að auka
byggðafestu.
Alls fá 45 byggðarlög í 27 sveitarfélögum
úthlutað almennum byggðakvóta. Hámarks-
úthlutun til byggðarlags er 300 þorskígildistonn
og lágmarksúthlutun 15 þorskígildistonn, eigi
byggðarlag á annað borð rétt til úthlutunar.
Fimm byggðarlög á Norðurlandi vestra fengu
úthlutun af almennum byggðakvóta, alls 604
þorskígildistonn. Skagaströnd fékk 300 tonn,
Hvammstangi 133. Bönduós 86, Sauðárkrókur
70 og Hofsós 15.
Nánar má kynna sér úthlutunina á vefsíðu
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. /FE
Feykir fékk senda þessa mynd sem sýnir hvítan gervigrasvöllinn
á Sauðárkróki.
2 46/2018