Feykir


Feykir - 05.12.2018, Qupperneq 12

Feykir - 05.12.2018, Qupperneq 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 46 TBL 5. desember 2018 38. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Sögu lands og þjóðar gerð góð skil í Miðgarði 100 ára fullveldis minnst Það var góð stemning í þétt setnu Menningarhúsi í Miðgarði sl. laugardagskvöld er þess var minnst í tali og tónum að öld var liðin frá því að Ísland fékk fullveldi frá Danakonungi. Stóru kórarnir í Skagafirði, Karlakórinn Heimir og Kvennakórinn Sóldís, léku þar stærstu hlutverk með söng en á milli laga var stiklað á stóru með áherslu á Ísland í heimssögunni og þá sérstaklega þar sem Skagfirðingar komu við sögu. Eftir að Lydía Einarsdóttir hafði sett dagskrána steig Agnar Gunnarsson, einn skipuleggjenda og höfunda viðburðarins, á svið og spjallaði létt við áhorfendur um verkið sem bar nafnið „Hver á sér fegra föðurland“. Í kjölfarið var slegið í og hóf Karlakórinn Heimir upp raust sína og söng Skín við sólu Skagafjörður. Kórinn stóð á sviðinu fyrri hluta skemmtunarinnar og söng af sinni alkunnu snilld og hver þulurinn á fætur öðrum kom fram og rifjaði upp atvik gamalla tíða. Eftir hlé sté Kvennakórinn Sóldís á svið og hélt stemningunni vel uppi allt fram að lokum er kórarnir tveir sameinuðust á sviðinu og sungu tvö lög og slógu þar með botninn í vel heppnaða dagskrá. Án þess að fara nánar út í frammistöðu kóranna í einstaka lögum er vert að minnast á lokalagið, Ó, guð vors lands, en það var sannarlega vel flutt og gaman að verða vitni að flutningi þess á þessum merka degi. Myndir frá kvöldinu má nálgast á Facebook síðu Heimis. /PF Fimm meistaratitlar til Júdódeildar Tindastóls Norðurlandsmót í júdó Norðurlandsmót í júdó var haldið á Blönduósi sl. sunnudag og mættu alls 34 keppendur frá þremur júdófélögum á Norðurlandi: Gestgjöfunum í Pardusi á Blönduósi, Tindastóli, og KA á Akureyri. Á heimasíðu Tindastóls kemur fram að Norðurlandsmót hafi verið haldin á Blönduósi frá árinu 2015 og var þetta fjórða árið í röð sem það er haldið. Um samstarfsverkefni júdófélaganna þriggja á Norðurlandi er að ræða en mest mæðir þó á Blönduósingum sem bjóða upp á fyrsta flokks aðstöðu og halda utan um skipulagið. Áður átti að halda mótið í byrjun nóvember en því varð að fresta vegna slæms veðurs. Fimm Norðurlandsmeistaratitlar komu í hlut Tindastóls, þrír til Pardus og þrír til KA. Stúlkur U7 -25 Kristjana Friðriksdóttir - Tindastóll Blandað U8 -25 Jóhanna Grétarsdóttir Noack - Tindastóll Blandað U10 -30 Jón Skúlason - KA Drengir U10 -42 Baltasar Guðmundsson - Pardus Drengir U11 -42 Samir Jónsson - KA Drengir U11 -55 Steinn Runólfsson - Tindastóll Blandað U13 -50 Unnur Ólafdóttir - Pardus Karlar U15 -50 Benedikt Magnússon - Pardus Karlar U18 -60 Hannes Sigmundsson - KA Karlar U18 +90 Þorgrímur Runólfsson- Tindastóll Karlar -90 Einar Hreinsson- Tindastóll Sjá nánar á heimasíðu Tindastóls. /PF Brynja Brynjólfsdóttir og Kristjana Friðriksdóttir í Tindastól kepptu í U7-25. MYND: HJÁLMAR ÓLAFSSON Það var þröngt á þingi á sviðinu í Miðgarði sl. laugardag er Karlakórinn Heimir og Kvennakórinn Sóldís rugluðu saman reitum og sungu saman í fyrsta skipti. MYND: PF GÆÐASTJÓRI Um starfið Steinull hf., á Sauðárkróki, óskar eftir að ráða gæðastjóra. Leitað er að drífandi einstaklingi með góða þekkingu og áhuga á gæða- og umhverfismálum. Starfssvið • Verkefni á sviði gæða-, umhverfis-og framleiðslumála. • Umsjón með gæðastjórnunarkerfi fyrirtækisins. • Eftirfylgni verkefna, þátttaka í samstarfsverkefnum og eftirlit með ferlum. • Umsjón með innri og ytri gæðaúttektum. • Umsjón með og þátttaka í úrbótaverkefnum. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. verkfræði- eða tæknifræðimenntun. • Reynsla af rekstri gæðastjórnunarkerfa og innri úttektum æskileg. • Þekking á ISO 9001 og ISO 14001 og/eða öðrum ISO stöðlum. • Brennandi áhugi á gæðamálum. • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum, ásamt góðri þjónustulund, stundvísi og reglusemi. • Frumkvæði, nákvæmni, ögun og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Góð íslensku- og enskukunnátta, í ræðu og riti er nauðsynleg. • Mjög góð almenn tölvukunnátta. Umsókn Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferliskrá og kynning á umsækjanda. Upplýsingar um starfið veitir Stefán Logi Haraldsson, framkvæmdastjóri, í síma 893 9597, eða í tölvupóstfangi slh@steinull.is Umsóknarfrestur er til og með 10. desember 2018 Steinull hf. Skarðseyri 550 Sauðárkróki Sími 455 3000 www.steinull.is ný pr en t e hf / 1 22 01 8

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.