Bæjarbót - 01.03.1987, Page 16

Bæjarbót - 01.03.1987, Page 16
c i ' x • ,,Þarsemstjórnmálainaðurtrúiraldreiþvísemhannsjálfursegirverðurhann ?fTh W ^pakmæll manaoarins: ávallt undrandi þegar aðrir gera það.“ DeGaulle w Bæjarbót er fyrst og fremst blað Grindvíkinga. Útgefandi er Flakkarinn — Bæjarbót. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Björn Birgisson. Afgreiðsla, ritstjórn, auglýsinga- og efnismóttaka er að Víkurbraut 19 og sími blaðsins er 8060. Bæjar- bót kemur út mánaðarlega, í lok hvers mánaðar. Setning: Stapaprent. Prentun: Prentiðn Hafnarfirði. Blaðinu er dreift í hvert hús í Grindavík og í stórverslanir í Keflavík og Njarðvík. Einnig er það sent til áskrifenda, en íbúar á Suðurnesjum og um allt land geta fengið blaðið í áskrift. Áskriftarsími er 8060. Mars 1987 6. árgangur 3. tölublað Óháð flokkadrætti Nýtt bæjarmerki Grindavíkurkaupstaðar Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti nýlega tillögu frá Auglýsingastofu Kristínar að bæjarmerki fyrir Grindavíkur- bæ. Fyrir lá álit nefndar, sem kjörin var á sínum tíma til að vinna með auglýsingastofunni að tillöggerðinni. í henni áttu sæti Eiríkur Alexandersson, Ólína Ragnarsdóttir og Margrét Gísladóttir. Nefndin lagði til að teikning, sem sýnir svartan geit- hafur með gul horn og rauðar klaufir, á bláum og hvítum grunni, yrði samþykkt og sam- þykkti bæjarstjórnin það. í greinargerð með tillögunni segir: „I Landnámabók kemur fram að Molda-Gnúpur Hrólfs- son og synir námu land í Grindavík. Synir Molda-Gnúps, Björn, Gnúpur, Þorsteinn hrungnir og Þórður leggjaldi, voru þá fulltíða. Björn dreymdi um nótt að bergbúi kæmi að honum og bauð að gera félag við hann, en hann þóttist játa því. Eftir það kom hafur til geita hans og tímgast þá svo skjótt fé hans að hann varð skjótt vell- auðugur. Síðan var hann Hafur- Björn kallaður. Það sáu ófreskir menn að landvættir allar fylgdu Hafur-Birni til þings, en þeim Þorsteini og Þórði til veiða.“ í nefndarálitinu kom einnig fram: Nefndin er þeirrar skoð- unar að merkið sé ágætlega táknrænt fyrir þá byggð sem því er ætlað að þjóna og það mann- líf sem þar er lifað. Blár litur hafsins í grunni með hvítum ölduföldum sé sá grundvallar- veruleiki sem Grindavík byggist á, en hafurinn er tákn þeirrar frjósemi og búhygginda sem skilar Grindvíkingum til þroska og þróunar í fortíð, nútíð og framtíð. Hvítu rendurnar geta táknað fyrri hluta nafnsins i Grindavík. Það ætti að vera bæjarbúum ánægjuefni að mál þetta skuli loksins vera í höfn eftir margra ára meðgöngutíma. Sparísjóðurinn er sjóður Suðurnesj amanna

x

Bæjarbót

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.