Bæjarbót - 01.10.1987, Blaðsíða 2
2 Bæjarbót, óháð fréttablað
Sigurður Thoroddsen arkitekt:
Kostnaður miklu minni
verði byggt að Víkurbraut 62
—aukakostnaður vegna stærri lyftu um 90 þúsund krónur
á annari hæð og
m leið þeim mögu-
;ja Grindvíkingum
öð til framtíðar.
li má nefna að áætl-
fingakostnaður við
^íistöð eftir svo
í opnafjarðarteikningu
f ður um 20 milljónir
áramót 1986 og 1987.
f kisins væri þar um 17
króna. Hlutur H.S.S.
um 3 milljónir króna.
3rindavíkurbær greiðir
{kostnaði H.S.S. væri
hans ekki nema
J') krónur í byggingar-
slíkar heilsugæslu-
>st að allar hugmynd-
ggingu heilsugæslu-
.nnari hæð að Víkur-
í 3g að fá hlut ríkisins í
‘ kostnaði hennar að
nkum, svo hægt verði
f ja stöðina á sem
^ m tíma, verður Grind-
nun dýrari lausn. Þar
íst má telja að allur
r naður við slíka lán-
’ lenda á Grindavíkur-
Grindavíkurbær hlut
ð láni má ætla að
iaður yrði um 5 mill-
Irsta ári.
’ M. Ágústsson (sign.)
[ Þorvaldsson (sign.)
orsteinsdóttir (sign.)
f jrg Eyjólfsdóttir (sign.)
Álit læknis
ijúkrunarforstjóra
din kallaði á sinn fund
|’ und Ásmundsson, heilsu-
ekni í Grindavík, og
ISveinsdóttur, hjúkrunar-
Heilsugæslustöðvar
ur, og kynnti fyrir þeim
| darinnar, varðandi ný-
. i heilsugæslustöðvar í
|ík. Tjáðu þau nefndinni
væru sammála áliti
linnar. Einnig lýstu þau
■)au væru reiðubúin til að
7 í núverandi húsnæði
l'æslustöðvar Grindavík-
reinhver ár ef tryggt yrði
[iin yrði nú þegar bygging
heilsugæslustöðvar á
Kæð, til framtíðar fyrir
fdvíkinga.
Haft eftir Jes Einari
Þorsteinssyni arkitekt,
um byggingu heilsu-
gæslustöðvar í Grinda-
vík.
Jes er þaul kunnur málum, í
sambandi við byggingu heilsu-
gæslustöðva, á öllu landinu.
Hann hefur hannað fjölmargar
stöðvar, bæði nýjar frá grunni
og einnig innréttað stöðvar í
húsum sem reist voru fyrir aðra
starfsemi en heilsugæslu.
Álit hans um væntanlega
byggingu heilsugæslustöðvar í
verslunarmiðstöðinni:
1. Lögun húsnæðisins er ekki
heppilegt fyrir heilsugæslu-
stöð. Nýting þess verður
slæm og talsvert af herbergj-
um verður gluggalaust.
2. Það er slæm aðkoma og erf-
itt um vik ef sjúkrabíll kemur
með slasaðan eða slasaða,
vegna staðsetningar á annari
hæð.
3. Kostnaður yrði síst minni við
þessa byggingu en nýja stöð
reista frá grunni með lóðar-
kaupum.
4. Lyftan eins og er nú ráð fyrir
gert er í það allra minnsta, en
þrátt fyrir það mun ein slík
kosta frá 3 til 5 milljónir
króna.
5. Vafi leikur á því hvort ríkið
taki nokkurn þátt í kostnaði
við lyftu, þar eð hún er alls
ekki þörf sé stöðin reist á
jarðhæð. Þessi kostnaður
einn mundi samsvara hlut
bæjarins í stöðinni.
6. Að hans mati og reynslu, tel-
ur hann að besti kosturinn sé
staðsetning við eða í nám-
unda við öldrunarheimili.
Því er við að bæta að eins og
teikningin er af húsinu, er til
dæmis kaffistofan ólögleg og
mun aldrei fást samþykkt, þar er
staðsetning hennar er bak við
fatageymslu starfsfólks í glugga-
lausu herbergi. Að öðru leyti
vildi hann lítið tjá sig um teikn-
ingu af innréttingunni vegna
aðstöðu sinnar.
Dagl
athi
Umsóknir un
nýjanir eldri I
una að Víkurl
SIC
10.2
10.531
11.30«
13.351
14.05 '
15.00
«15.40
16.55
17.30
ATH: Tími í'
5-8 min. e I
Innri-Njaröv. j
Frá
Keflavik:
8.50
13.15
16.10
Geymið
í síðasta tbl. Bæjarbótar var
birt álit, haft eftir Jes Einari
Þorsteinssyni arkitekt, um bygg-
ingu Heilsugæslustöðvar í
Grindavík, þar sem haft er eftir
honum að flest mæli gegn stað-
setningu á 2. hæð Verslunar-
miðstöðvarinnar. Nú hefur
blaðinu borist eftirfarandi svar,
þar sem Sigurður Thoroddsen
arkitekt svarar áðurnefndum
áiitspunktum eftir Jes.
Mér hefur borist afrit af áliti,
dags. 25.8 1987, varðandi til-
lögu sem ég hef gert að fyrir-
komulagi heilsugæslustöðvar á
2. hæð Verslunarmiðstöðvar-
innar við Víkurbraut í Grinda-
vik. Svo sem kunnugt er þá er
ekki búið að byggja nema
jarðhæð hússins, þannig að til-
tölulega auðvelt er að gera
breytingar á samþykktu fyrir-
komulagi 2. hæðar.
Sé vikið að áðurnefndu áliti,
sem er í 6 liðum, vil ég taka fram
eftirfarandi:
1) Fullyrt er að lögun húsnæðis-
ins sé óheppileg fyrir heilsu-
gæslustöð, nýting verði slæm
og talsvert af herbergjum
verði gluggalaus.
Svar:
Öll rými, þar sem almenn starf-
semi í húsnæðinu fer fram, hafa
glugga. Þau rými sem eru
gluggalaus eru: Snyrtingar, al-
mennar geymslur, skjalageymsl-
ur, ræstiherbergi, fataherbergi
og þess háttar rými, þar sem
yfirleitt eru ekki hafðir gluggar.
Hins vegar er gert ráð fyrir loft-
ræstikerfi í byggingunni, sem
yrði staðsett á 3. hæð. Ennfrem-
ur er lagt til að hafa gluggaband
ofan hurðarhæðar á þeim stöð-
um þar sem það á við.
Umrætt húsnæði er um 490
ferm. (brúttó) og lögun þess
nánast ferningur að grunnfleti.
Ekki verður séð af grunnmynd-
inni að nýting sé síðri en í öðrum
heilsugæslustöðvum sem ég hef
kynnt mér uppdrætti af, t.d.
Sólvangur í Hafnarfirði og
Hraunberg 8 í Reykjavík.
2) Fullyrt er að aðkoma að hús-
inu sé slæm og erfitt um vik
að flytja t.d. slasaða upp á
aðra hæð.
Svar:
Gert er ráð fyrir að aðkoma
sjúkrabíla verði að austurhlið
hússins og þaðan um inngang að
lyftu, sem er ca 6,5 metra frá úti-
dyrum. Aðalaðkoma fyrir
almenning að byggingunni er
hins vegar hugsuð vestan frá
Víkurbraut. Gert er ráð fyrir að
lyfta hússins verði vökvalyfta
(1.2), fyrir hjólastól og sjúkra-
börur, frá Héðni.
Samkvæmt upplýsingum sem
ég hef fengið mun ætlunin að
flytja þá sjúklinga, sem orðið
hafa fyrir meiri háttar slysi til
Keflavíkur á sjúkrahúsið þar,
enda er það mjög vel búið tækj-
um til að annast slík tilfelli.
3) Fullyrt er að byggingarkostn-
aður yrði síst minni við þessa
byggingu en að ný stöð yrði
reist frá grunni.
Svar:
Þetta er algjörlega fáheyrð full-
yrðing og út í hött. Ljóst er t.d.
að kostnaður við ígildi sökkla
(gólfs), þaks og einum af þrem-
ur útveggjum skiptist milli fleiri
aðila í húsinu. Ennfremur yrði
hitakostnaður að öðru jöfnu
minni, auk þess sem gerð bíla-
stæða skiptist milli fleiri.
4) Fullyrt er að kostnaður við
kaup á lyftu yrði hár.
Svar:
í framangreindri fullyrðingu er
ýjað að því að heilsugæslustöðin
ein eigi að bera kostnað vegna
lyftu. Það er hins vegar ljóst að
frá upphafi hefur verið reiknað
með lyftu í húsinu, hvort sem
heilsugæslan hefði haft þar
aðstöðu eða ekki. Það er ljóst,
að sá aukakostnaður sem hlýst
af því að gera ráð fyrir lyftu
fyrir sjúkrabörur, umfram lyftu
fyrir hjólastól er hvergi nærri í
námunda við 3-5 milljónir
króna. Samkvæmt upplýsingum
frá Héðni yrði aukakostnaður,
gróflega reiknaður, u.þ.b. 90
þúsund krónur. Ný lyfta fyrir
sjúkrabörur frá Héðni kostar
með uppsetningu u.þ.b. 1,8
milljón kr. í dag.
5) Fullyrt er að ríkissjóður muni
ekki taka þátt í kostnaði
vegna lyftu.
Svar:
Þetta atriði er ókannað en varla
geta 90 þúsund krónur vafist
mikið fyrir mönnum þegar um
framkvæmd af þessari stærðar-
gráðu er að ræða. Ef þessi
upphæð yrði kostnaðarhluti
bæjarins í stöðinni (90 þús. kr.)
ætti það ekki að vefjast mikið
fyrir ráðamönnum bæjarins að
ráðast í framkvæmdina.
6) Fullyrt er að besta staðsetn-
ing fyrir heilsugæslustöð sé í
námunda við öldrunar-
heimili.
Svar:
í þessari fullyrðingu felst að
yfirgnæfandi meirihluti gesta sé
gamalt fólk. Ég leyfi mér að
draga það í efa, enda er m.a.
reiknað með almennri lækna-
þjónustu í húsinu, mæðraþjón-
ustu og tannlæknaþjónustu.
Auk þess er apótek á jarðhæð
hússins til mikilla þæginda fyrir
þá sem fá ávísun á lyf í heilsu-
gæslustöðinni. Ennfremur skal
þess getið að verslunarmiðstöð-
in er við aðalgötu bæjarins,
Víkurbraut, þannig að umferð-
arlega séð er þetta hús mjög vel
staðsett í bænum.
7) Fullyrt er að kaffistofa sé
miður vel staðsett, t.d.
gluggalaus.
Svar:
Þetta er réttmæt athugasemd en
auðvelt er að leiðrétta það og
færa kaffistofuna að útvegg,
þannig að sólarljós fáist.
Það skal að lokum tekið fram
að ég tel að framangreint álit sé
að mestu byggt á misskilningi
og/eða fljótfærni og að við-
komandi hefðu átt að kanna
ýmsa þætti betur áður en álitið
var sent út.
Reykjavík 1. sept. 1987
Virðingarfyllst,
Sigurður Thoroddsen,
arkitekt F.A.Í.
Grjótaseli 21, Reykjavík.
Bláfell Sími 68146
minnir á
hin frábæru og ódýru
stígvél frá
i/Hdng
Stærðir á börn á
öllum aldri!
Bláfell
STEINDÓR
SIGURÐSSON
Sími 15444
FERÐAÁÆTLUN
Frá Frá
Innri-Njarövík: Keflavík:
7.53
8.40 8.50
9.40 10.05
10.20 10.40
10.55 11.15
11.30 13.15
13.35 13.50
14.05 14.40
15.00 15.25
15.40 16.10
16.55 17.15
17.30
ATH: Tími í Ytri-Njarðvík er
5-8 mín. eftir brottför í
Innri-Njarðvík eða Keflavík.
Frá
Keflavík:
8.50
13.15
16.10
Frá
Grindavík:
9.20
13.45
16.40
Geymið auglýsinguna
Næsta
Bæjarbót
kemur út
23. október
*
GRÓFIN 7
KEFLAVÍK
SÍMI 11950
*
Bílasprautun
Réttingar
Litablöndun
Efnissala
Nordsjö
málningarvörur
*
HVERNIG SKÖPUM
VIÐ MEST VERÐ-
MÆTI ÖLLUM TIL
HAGSBÖTA?
Lykillinn að verðmæta-
aukningunni liggur hjá
góðu starfsfólki
Utgeröarmenn í Grindavík