Bæjarbót - 01.10.1987, Blaðsíða 9

Bæjarbót - 01.10.1987, Blaðsíða 9
Bæjarbót, óháð fréttablað 9 Afmælis- rit Presta- félags Suð- urlands KANARÍEYJAR! Verðskrá liggur frammi. Komið er út afmælisrit Prestafélags Suðurlands í tilefni af því að þann 7. sept. nk. eru 50 ár liðin frá stofnun félagsins. í ritinu rekur sr. Guðmundur Óli Ólafsson sögu félagsins í stórum dráttum samkvæmt fundargerðarbókum. Einnig er í ritinu grein um endurreisn Skál- holts eftir sr. Hannes Guð- mundsson en uppbygging Skál- holtsstaðar hefur verið sérstakt áhugamál félagsins. Sr. Heimir Steinsson ritar annál Skálholts- skóla. Dr. Jakob Jónsson skrif- ar um prestsstarfið fyrr og nú. Sr. Arngrímur Jónsson ritar grein sem nefnist „Litúrgisk hreyfing á Suðurlandi“ og sr. Örn Bárður Jónsson um Náðar- gjafavakninguna. í þætti sem heitir „Prestkona í hálfa öld,“ segir frú Stefánía Gissurardóttir frá, en sr. Sigurjón Einarsson skráði. Prestafélag Suðurlands var stofnað á Laugarvatni 7. sept- ember árið 1937 en þar voru þá ellefu kennimenn saman komnir að staðfesta stofnun félagsins og lög. En í annarri grein félagsins segir um tilgang þess að hann sé ,,að glæða áhuga félagsmanna á öllu því er að starfi þeirra lýtur, auka samvinnu þeirra og gæta réttar þeirra.“ Eftir því hefur starf félagsins aðallega verið því fólgið að efna til funda um mál- efni krikju og kristni og rætt hefur verið um margbreytileg störf presta í söfnuðum Suður- lands. Þess má geta að séra Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur hér í Grindavík, var í ritnefnd og skrifaði einn kafla bókarinnar. Sá ber heitið Náðargjafavakn- ingin og er byggður á kafla úr lokaritgerð Arnar til embættis- prófs í guðfræði. Úr Hagtíðindum: íbúar sunnan Straums eru 24,88% af íbúum Reykjanes- kjördæmis í Hagtíðindum, sem Hagstofa íslands gefur út, er hægt að finna tölulegar upplýsingar um fjölmarga þætti þjóðlífsins. Þann 1. desember 1986 voru íbúar Grindavíkur 2.005, 1.064 karlar og 941 kona. í Keflavík bjuggu þá 7.014 ibúar. í Njarð- vík voru 2.248. í Höfnum bjuggu 119. Sandgerðingar voru 1.256. í Garðinum voru 1.064 og á Vatnsleysuströnd bjuggu þá 628 manns. Suðurnesjamenn voru því 14.334. Þar af 7.390 karlmenn, en konur voru 6.944. Alls bjuggu 57.610 manns í Reykjaneskjördæmi öllu þann 1. des. sl. íbúar sunnan Straums eru því 24,88% af ibúum kjör- dæmisins. Verðin eru hagstæðari en þig grunar! FLAKKARINN SÍMI68060 I ■ Einkareikningur er I KSm 1 féfcfcareffcningur m&Ö I | háum vöxtum sem gefur kost á heimild til yfír- dráttar og láni, auk greiðslu- þjónustu. Einkareikningur er framtíðar- reikningur. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna /X

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.