Bæjarbót - 01.10.1987, Blaðsíða 12

Bæjarbót - 01.10.1987, Blaðsíða 12
SPAKMÆLI MÁNAÐARINS: Ef hinir ungu hegða sér illa er það vegna þess að þjóðfélagið hefur hegðað sér verr. Við fáum þá unglinga, styrjaldir og stjórnmálamenn sem við eigum skilið. Your Life Bæjarbót er fyrst og fremst blað Grindvíkinga. Útgefandi er Flakkarinn — Bæjarbót. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Björn Birgisson. Afgreiðsla, ritstjórn, auglýsinga- og efnismóttaka er að Víkurbraut 19 og sími blaðsins er 68060. Bæjar- bót kemur út mánaðarlega, í lok hvers mánaðar. Setning: Stapaprent. Prentun: Prentiðn Hafnarfirði. Blaðinu er dreift í hvert hús í Grindavík og í stórverslanir í Keflavík og Njarðvík. Einnig er það sent til áskrifenda, en íbúar á Suðurnesjum og um allt land geta fengið blaðið í áskrift. Áskriftarsími er 68060. Október 1987 6. árgangur 8. tölublað Körfuboltavertíðin framundan: ,,Við ætlum að standa okkur‘ ‘ —segir Brad Casey þjálfari Grindvíkinga í körfuboltanum Eins og greint var frá í síðasta tbl. er kominn nýr þjálfari til körfuknattleiksdeildar UMFG. Hann heitir Brad Casey. Blaðið hitti Casey að máli og hann var fyrst spurður hvernig honum lit- ist á sig hér í Grindavík. „Mér líkar alveg ágætlega hér. Ég kann vel við mig í litlum bæjum. Þeir hafa góð áhrif á mig.“ Hvernig líst þér á úrvalsdeild- arliðið sem UMFG teflir nú fram? ,, Liðið er enn ekki komið í fulla æfingu, en æfir nú stíft og markvisst. Liðið er ungt og áhugasamt. Mér finnst það langt um betra, heldur en að taka við liði sem búið er að ná hámarksárangri út úr. Mínum mönnum mun fara fram með hverri æfingu og leik og eftir að hafa séð til liðanna, t.d. í Reykjanesmótinu, sé ég ekki neina ástæðu til svartsýni. Við ætlum að standa okkur og mun- um koma á óvart í vetur.“ Brad Casey fylgist með liði sínu í Reykjanesmótinu. Reykjanesmótið í Körfuknattleik: Gefur fyrirheit um góð- an körfubolta í vetur Reykjanesmótið stendur nú yfir og hafa okkar menn leikið þrjá leiki. Þátttökuliðin eru þessi: Njarðvík, Haukar, Kefla- vík, Breiðablik og Grindavík. Sem sagt fimm af níu liðum Úr- valsdeildar. Grindavík - Njarðvík íslandsmeistarar Njarðvík- inga eru með gott lið eins og undanfarin ár. Fljótlega skildu leiðir i leiknum. Munurinn var á bilinu 10-15 stig allan fyrri hálf- leikinn og í hálfleik var staðan 47-38 Njarðvíkingum í hag. Undir lok seinni hálfleiks kom uppgjöf í okkar menn, enda við ofurefli að etja og dómgæslan fór áberandi í taugar leikmanna. Ekki er það vænlegt til árang- urs, enda urðu lokatölur 96-66. Slig UMFG: Steinþór 21, Guðmundur 16, Rúnar 10, Hjálmar 7, Sveinbjörn 6, Eyjolfur 4 og Jón Páli 2. Grindavík - Haukar Þessi leikur var hnífjafn allan tímann. Haukar hafa end- urheimt fvar Webster frá Þór á Akureyri. Þrátt fyrir það mátti ekki á milli sjá og næsta víst að liðin eiga eftir að há hörkuleiki innbyrðis í vetur. í hálfleik var staðan 27-26 fyrir Grindavík. Lokatölur urðu 76-73 fyrir Hauka og réðust úrslit á loka- sekúndum. Stig UMFG: Hjálmar 17, Guðmundur 17, Steinþór 10, Rúnar 9, Friðrik 7, Sveinbjörn 6, Eyjólfur 6 og Jón Páll 1. Grindavík - Breiðablik Breiðablik byrjaði leikinn af miklum krafti og kom okkar mönnum í opna skjöldu. Eftir 5 mínútur var staðan orðin 10-2 og UBK liðið sem fram að þess- um leik hafði tapað öðrum leikj- um með um 40 stiga mun, virtist til alls líklegt. Casey þjálfari UMFG skipti þá yfir í svæðis- vörn og smátt og smátt saxaðist á forskot Blikanna. Forystunni náði UMFG fyrst um miðjan hálfleikinn, 20-18 og hélt henni út allan leikinn. í hálfleik var staðan 37-28 og lokatölur urðu 72-62. Casey skiptir mikið inn á, ekki síst bakvörðunum og einnig hefur hann verið að gera tilraun- ir með byrjunarliðið. stig UMFG: Guðmundur 21, Hjálmar 12, Rúnar 11, Guðlaugur 10, Sveinbjörn 8, Eyjólfur 4, Uagbjartur 4, Friðrik 2. Æfingaleikur Þór frá Akureyri kom til Grindavíkur s.l. laugardag og lék óformlegan æfingaleik við UMFG. Eftir þann leik verður að gera þær kröfur til UMFG liðsins að það leggi Þór og UBK i báð- um umferðum, jafnframt þvi sem liðið ,,stelur“ nokkrum stigum frá „stóru liðunum"! Framkvæmdir bæjarins hafa verið nokkuð undir smásjánni að undanförnu. Hér er eitt dæmið. Skrúðgarður við Víkurbraut. Framkvæmdahraðinn er ekki mikill. Er hann í beinu hlutfalli við áhuga bæjaryfirvalda á málinu, eða hvað tefur? Allar byggingavörur! - Frá fyrsta nagla að fullbúnu húsi - Landbúnaðarvörur • Kaupfélag Suðurnesja # Járn & Skip Utgerðarvörur Grindavík Keflavík sími 68462 Sími 11505

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.