Bæjarbót - 01.10.1987, Blaðsíða 8

Bæjarbót - 01.10.1987, Blaðsíða 8
8 Bæjarbót, óháð fréttablað Jón Gröndal skrifar: Af vettvangi bœjarstjórnar Hitaveitan leggur niður þjónustudeild sína í Grindavík Þegar Rafveita Grinda- víkur var sameinuð Hita- veitu Suðurnesja var samið um að haldið skyldi úti úti- búi eða þjónustumiðstöð í Grindavík. Var þetta gert til að tryggja hlut grindvískra starfsmanna rafveitunnar. Nú hefur Magnús Ólafsson verið færður til, hækkaður í tign, og starfar nú á öllu þjónustusvæði Hitaveitu Suðurnesja. Þar með telja forsvarsmenn Hitaveit- unnar víst ekkert standa í vegi fyrir þvi að afleggja þjónustumiðstöðina í Grindavík. Skrefið er tekið til fulls og verkið fullkomn- að með því að selja hús- næði HS við Hafnargöt- una. Grindvískir bæjarfulltrú- ar eru ekki sáttir við þetta. Bæjarráð hafnaði á síðasta fundi sínum því að nýta forkaupsrétt sinn á hús- næði þessu og auðvelda þannig sölu. Mannaráðn- ingar við skólann Ráðið hefur verið í 1/2 stöðu gangavarðar við Grunnskólann. Starfsmað- ur þessi skal einnig sinna baðvörslu. í þetta starf hef- ur ráðist Þórdís Ágústs- dóttir og bætir ráðning hennar úr brýnni þörf. Þá hefur Helga Eysteins- dóttir verið ráðin til að fóstra og leiðbeina 6 ára börnum við Grunnskólann. Helga hefur lengi starfað við Leikskólann. Haustönn hafin í Fjöl- brautaskóla Suður- nesja Fjölbrautaskólinn var settur 1. september. Þann 7. september var ný við- bygging vígð með viðhöfn og tekin í notkun. 240 ný- nemar eru innritaðir í skól- ann. Alls verða nemendur í dagskóla 630, en tala nem- enda í kvöldskóla er enn óviss. Af nýnemum eru aðeins 19% innritaðir á tæknisvið og lýsti skóla- meistari áhyggjum sínum vegna þessa. 65% af ár- gangi 1971 innritaðist í skólann og taldi skóla- meistari prósentuna of lága. Flugliðabraut er nú starf- rækt í síðasta skipti á vegum skólans. í hana voru teknir 34 nemendur af 100 sem sóttu um. Vegna fá- mennis var ekki hægt að kenna á sjúkraliðabraut og skipstjórnarbraut. Búið er að leigja húsnæði fyrir málmsuðu. Kefla- víkur- radíó lagt niður Á fundi í stjórn Útvegs- mannafélags Suðurnesja þann 10. september sl. var samþykkt samhljóða að hætta rekstri Keflavíkur- radíós og loka stöðinni. Ástæðan fyrir þessari samþykkt er bætt fjarskipti fiskiskipaflotans með til- komu farsímans. Kefla- víkurradíó hóf starfsemi sína 24. mars 1960. Bæjarstjórn hefur allan þennan tíma veitt Útvegs- mannafélaginu fjárstyrk til reksturs radíósins. Fyrir það hefur stjórn Útvegs- mannafélagsins þakkað um leið og tilkynnt var að fjár- veiting til radíósins fyrir árið 1987 verður ekki nýtt. Mishermi leiðrétt í grein minni um vinnu barna í síðasta tölublaði Bæjarbótar sagði ég að börnin hefðu unnið í garði bæjarstjórans í sumar. Það mun vera rangt með farið og hefur fyrrum umsjónar- maður með vinnu barnanna, Svavar Svavarsson, staðfest að ummæli mín séu á misskilningi byggð. Biðst ég velvirðingar, því skylt er að hafa það sem sannara reynÍSt' Jón Gröndal. Vínveitingar áfram í gisti- húsinu við Bláa lónið Áfengisvarnarnefnd og bæjarstjórn hafa samþykkt að mæla með því að Þórður Stefánsson veitingamaður við Bláa lónið fá vínveit- ingaleyfi sitt endurnýjað til eins árs. Leyfið heimilar veitingamanninum að selja létt vín með mat til hótel- gesta. Gufulögn til Grindavíkur dýr Samningaviðræður eru í gangi milli Hitaveitu Suðurnesja og Fiskimjöls og Lýsi í Grindavík um lagningu gufuleiðslu til Grindavíkur svo að meðal annara hluta megi gufu- þurrka mjöl. Bæði er það betra mjöl og það sem mestu skiptir, mengun frá gufuþurrkun er mjög lítil og verulega minni en við eldþurrkun. Kostnaðar- áætlun við leiðslu sem er 250 mm er 45,2 milljónir króna. Gæsla 6 ára barna Sú nýbreytni var tekin upp frá 1. október að 6 ára börn í forskóla eiga kost á gæslu frá kl. 8 til kl. 12 í vetur. Börnin koma í gæslu klukkan 8 og helmingur þeirra fær kennslu frá 9 til 10.30 og fer svo niður á leikvöll í gæslu. Seinni hópurinn fær kennslu frá 10.30 til 12.00. í dag er gert ráð fyrir að um 22 börn noti þessa þjónustu sem vonast er til að mælist vel fyrir. Foreldrar greiða fyrir þessa gæslu. Ertu með Heimilis- og Húseigandatryggingu? FLAKKARINN Bókasafn Grindavíkur í Festi - Sími 68549 í vetur og f ram á vor verður bókasafnið opið alla virka daga frá kl. 17-20. Vinsamlegast skilið nú þegar öllum bókum sem komnar eru fram yfir lánstíma. Bókaverðir , /7\ nymynD Hafnargötu 90 Sími 11016 Myndatökur við allra hœfi

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.