Bæjarbót - 01.10.1987, Blaðsíða 4
4 Bæjarbót, óháð fréttablað
1 tsk. sykur
3 msk. sherry
1 stk. salathöfuð, srtrónu-
sneiðar og persille.
Smokkfiskurinn er skorinn í
strimla og soðinn í ^jkvatni í 5
til 6 mínútur. Síð^Hr hann
skorinn,
er fullsteiktur. Með réttinum ei
borið fram agúrktua^t^og
soðnar kartöflur. ^
Tram
kréyttur með
lum, sítrónusneiðum
kii
KAN
Ojf^^ppir
'stk. græn paprika
2 msk. smjör/smjörlíki
1 tsk. karrý eða ca. 1 msk
Goodalls curry sauce.
Matarhornið fór vel af stað í síðasta tölublaði og
þá var áhersian lögð á tómatana og hvernig mætti
geyma þá allt til jóla. Nú sláum við á aðra strengi og
fáum uppskrift að Ijúffengu salati.
Grape Fruit
og hnetu salat
1/2 fínt skorið ísberg salathöfuð (má iíka vera kínakál),
1 stór Grape-ávöxtur sem tekinn er í sundur í rif, hvert rif er
svo afhýtt. Það er best að skera þau upp við stilkinn eftir endi-
löngu svo rifin opnist, þá er auðvelt að ná kjötinu innan úr
hýðinu og fjarlægja steinana. Kjötið er svo skorið í bita.
Þá þarf svona 8-12 döðlur annað hvort ferskar eða þurrkaðar
en ekki pressaðar. Döðlurnar eru klofnar og steinarnir fjar-
lægðir og döðlurnar skornar í bita.
Þetta þrennt er nú sett í sömu skál: Salatið eða kálið, Grape-
ávöxturinn og döðlurnar.
Þá er komið að sósunni eða dressingunni. í hana þurfum við,
5 matskeiðar maísolíu, eða einhverja aðra tegund af salatolíu,
1 matskeið sítrónusafa,
4 matskeiðar gróft hökkuðum valhnetukjörnum,
örlítið salt og pínulítinn sykur.
Þessu er öllu blandað saman í aðra skál og látið standa þar til
salatið er borið fram, þá er því hellt yfir salatið og er þá búið
að taka í sig ótrúlega bragð úr valhnetukjörnunum.
HUSRAÐIN
Að koma í veg fyrir upp-suðu
• Setjið smjörklípu eða nokkrar tsk. af matarolíu í vatnið.
Hrísgrjón, núðlur eða spagetti mun ekki sjóða upp, né
heldur klístrast saman.
Að koma í veg fyrir skán á sósum og sultum
• Berið þunnt lag af bræddu smjöri eða rjóma á sultur, búð-
inga eða sósur strax og eldun er lokið. Hrærið og skánin er
úr sögunni.
Geymsla á niðursneiddum ávöxtum
• Veltu nýsöxuðum ávextinum upp úr sítrónusafa og hann
mun halda lit sínum. Safi hálfrar sítrónu nægir fyrir
lÁ—Vi ávöxt.
# Eða hyljið með 1 bolla af sykurlegi sem soðinn er saman úr
sykri og vatni (til helminga).
Að mýkja smjör
• Smjörið mýkist fljót ef það er rifið með rifjárni.
# Settu heitan pott yfir smjördiskinn og það gengur betur að
smyrja.
Hvernig vigta á vökva sem klistrast
# Áður en hunang eða annað sýróp er vigtað skal bera mat-
arolíu innan í bollann og skola í heitu vatni. Sýrópið
rennur eins og vatn á eftir.
Að ná hlaupi úr formi
# Skolið formið með köldu vatni og berið salatolíu inn í
það. Hlaupið festist ekki við formið og verður glansandi
fínt.
Bílakaup framundan?
FLAKKARINN
SÍMI 68060
Betri merkingar — ljós í umferðarmyrkrinu
Stöðugt fjölgar umferðaslysunum, þrátt fyrir bæði áróður og fræðslu. Það reynist mörgum
erfitt að skilja. En það er hægt að finna skýringar sem skýra a.m.k. hluta aukningarinnar.
Víða á landinu er vegakerfið hörmulegt og í raun ekki ætlandi nema dráttarvélum. Vega-
merkingar eru í ólestri víðast hvar. Stress og kæruleysi einkenna mjög íslenska umferðar-
menningu. Þessir þrír þættir, ásamt meiri umferðarþunga en gatnakerfið þolir, stuðla allir að
slysum. Á myndinni hér að ofan er dæmi um framför í vegamerkingum. Snyrtileg skilti.
Þremur dögum eftir að þessi mynd var tekin var búið að keyra annað skiltið niður.
NÝJAR REGLUR UM APEX í INNANLANDSFLUGI
Apex er ódýr og þægilegur ferðamáti fyrir þá sem hafa
fastráðió hvað þeir verða lengi í ferðinni.
Til og frá Reykjavik:
Akureyri
Egilsstaöir
Hornafjörður
Húsavík
isafjörður
kr. 3.828.-
kr. 5.112,-
kr. 4.506.-
kr. 4.336,-
kr. 3.574,-
Norðfjörður
Pafreksfjörður
Sauðárkrökur
Þingeyri
Vestmannaeyjar
kr. 5.276,
kr. 3.460,
kr. 3.440,
kr. 3.421,
kr. 2.486.
iex fargjöldin gilda einnig i framhaldsflugi með sam-
■irfsflugfélögum til og frá stöðum fyrir vestan, norðan
> austan. Þú færð upplýsingar um þetta hagkvæma
'ðafyrirkomulag hjá Flugleiðum, umboðsmönnum og
'ðaskrifstofum.
FLUOLEIÐIR