Bæjarbót - 01.10.1987, Blaðsíða 7
Bæjarbót, óháð fréttablað 7
Bjarni Andrésson forseti bœjarstjórnar:
„Eigum að byggja Heilsugæslustöðina að
Víklirhrailt d/2i 6 ~ ” Styttir by88in8artímann vcmlega, auk þess sem
, IIVIII U1 MUi bærinn verður að standa við sinn hlut í byggingunni“
í framhaldi af þeirri um-
ræðu sem átt hefur sér stað í
bænum um byggingu Heilsu-
gæslustöðvar snéri blaðið sér til
forseta bæjarstjórnar, Bjarna
Andréssonar, annars tveggja
fulltrúa Framsóknarflokksins í
bæjarstjórninni, Bjarni var fyrst
spurður hvert væri hans álit á
málinu.
Bjarni Andrésson, forseti
bæjarstjórnar
„Aðalatriðið í þessu máli
verður framkvæmdahraðinn og
ég tel að hann verði mun meiri ef
við byggjum okkar Heilsu-
gæslustöð við Víkurbraut 62, en
ef farið væri út í sérhannaða
stöð á jarðhæð annars staðar í
bænum. í þessu sambandi
langar mig að vísa til álits Jó-
hanns Ág. Sigurðssonar héraðs-
læknis, þar sem hann segir að
báðir kostirnir séu góðir og það
skipti ekki sköpun, læknis-
fræðilega séð, hvor kosturinn
verði valinn að lokum. Auk þess
bendi ég á að samkvæmt nýjum
útreikningum frá Hönnun hf. á
kostnaði við að byggja að Vík-
urbraut 62 og byggja samkvæmt
sömu teikningum og gert var á
Þórshöfn, er ódýrara að byggja
að Víkurbraut 62 og munurinn
er 7,2 milljónir. Allt tal um að
dýrara sé að byggja á annari
hæð stenst ekki.
Það sem ræður minni afstöðu
er einkum það að annars vegar er
þetta spurning um u.þ.b.
tveggja ára byggingartíma og
hins vegar jafnvel allt upp í 6-8
ára byggingartíma. Auk þess fer
þetta vel saman við hagsmuni
bæjarfélagsins, sem á um helm-
ing af byggingarrétti efri hæðar-
innar og þarf auðvitað að standa
við sinn hlut í byggingunni.
Allt tal um að það sé erfitt að
koma Heilsugæslustöðinni fyrir
þarna á efri hæðinni er út í hött.
Fyrir það fyrsta er hæðin nú
ekki byggð ennþá, og þar af leið-
andi engar hindranir, hvorki
lagnir, veggir né neitt annað.
Þetta er bara ferningur, sem að
fróðra manna áliti er auðvelt að
pússla inní.“
Hver er afstaða þín til álits
Heilsugœslunefndarinnar sem
bœjarstjórnin skipaði eftir
síðustu kosningar?
„Nefndin hefur unnið vel,
þótt greinargerðin hafi misst
marks að mörgu leyti. Heilsu-
gæslustöð á jarðhæð er auðvit-
að góður kostur. Um það er
ekkert deilt og ég er alveg sam-
mála nefndinni að því leyti. En
eins og ég sagði áður er þetta
fyrst og fremst spurning um
framkvæmdahraða og að bær-
inn standi við sitt varðandi
byggingu efri hæðar Verslunar-
miðstöðvarinnar. Það þýðir
ekkert að líta fram hjá því. Að
vandlega athuguðu máli er það
engin spurning í mínum huga að
við eigum að velja Heilsugæslu-
stöðinni stað að Víkurbraut 62.
Þar fáum við stórt húsnæði á
góðum stað — innan þriggja
ára. En þetta er auðvitað allt
háð því að hlutaðeigandi aðilar
nái saman um alla þætti máls-
ins, en þar á ég við Heilsugæslu-
stöð Suðurnesja, ríkið, Spari-
sjóðinn og Grindavíkurbæ.
Náist það samkomulag ekki, er
þessi hagstæða lausn auðvitað
út úr myndinni og þá verður
sjálfsagt byggt frá grunni. Þá
þurfum við líklega að bíða
nokkrum árum lengur,“ sagði
Bjarni að lokum.
Innheimta bœjargjalda:
Gengur jafnvel lakar
en undanfarin ár
Blaðið hafði samband við Jón
Gunnar bæjarstjóra og forvitn-
aðist um hvernig innheimtan
gengi.
„Allar okkar framkvæmda-
áætlanir hafa miðast við að inn-
heimtan fari að ganga betur, en
hún hefur verið allt of slök. Það
sem af er þessu ári hefur hún
jafnvel gengið enn verr en und-
anfarin ár. Ekki síst hafa fast-
eignagjöldin skilað sér illa. Þetta
kemur sér afar illa og ég nota
þetta tækifæri til að hvetja
borgarana til að gera skil.“
ÁSKORUN!
Gatnagerð, grasvöllur og grunnskóli eru helstu verkefni bæjarfél-
agsins á þessu ári.
Nú þegar framkvæmdum er að ljúka er mikil þörf fyrir peninga.
Grindvíkingar!
Með því að gera skil á gjöldum ykkar aukið þið getu bæjarfélagsins
Innheimta Grindavíkurbœjar
til framkvæmda.
Tími ha
istferðanna geysivinsælu
er runninn upp’
Verðin eru'ótrúlega hagstæð og í boði
góð hótel.
•
Glasgow, London, Luxémborg,
Kaupmannahöfn, Trier, Amsterdam.
Hvertviltufara?
•
Þeir sem eru að spá í Kanarí eru
beðnir að hafa samband hið snarasta!
I . I.
Pantið snemma og missið ekki
| af lestinni! |
FLAKKARINN
_________I Sími 680601___________