Bæjarbót - 01.10.1987, Blaðsíða 11

Bæjarbót - 01.10.1987, Blaðsíða 11
Bæjarbót, óháð fréttablað 11 Tekist á um fiskverðið: „Hafa greitt 20% álag, en selt síðan á mörkuðum fyrir hærra verð“ — haft eftir Sævari Gunnarssyni í Fiskifréttum „Ég gerði mönnum það ljóst sagði Sævar Gunnarsson, for- að ég ætlast til þess að þeir sætti maður Sjómannafélags Grinda- sig ekki við að útgerðin skammti víkur í samtali við Fiskifréttir þeim fast verð fyrir aflann eins nýlega. Bæjarbót birtir hér um- og gerst hefur hér í Grindavík,“ mæli Sævars. Frá Grindavíkurhöfn. Vilja sjómenn fast verð eða markaðsverð hverju sinni? Sævar Gunnarsson formaður Sjómannafélagsins. „Ekki sáttur við fast verð.“ Trúnaðarráðsfundur var haldinn í Sjómannafélaginu fyrir stuttu og þar voru þessi mál til umræðu. Að sögn Sævars hafa tveir útgerðaraðilar, sem jafnframt reka fiskvinnslu í Grindavík, látið aflann fara á markað, en tveir til þrír hafa haft þann háttinn á að fá sjómönn- unum ,,miða“ þar sem þeim er skammtað verð fyrir aflahlut- inn. Hafa þessir útgerðarmenn greitt 35 krónur fyrir kílóið af þorski og 43 krónur fyrir kílóið af ýsu, að sögn Sævars. ,,Ég veit til þess að sömu út- gerðarmenn hafa greitt mönn- um 20% ofan á gamla lands- sambandsverðið en síðan selt hluta aflans á fiskmörkuðunum miklu hærra verði. Þetta er ljót- ur leikur sem við munum stöðva, þ.e.a.s. ef tilraun með frjálst fiskverð verður fram- lengd. Það er á mörkunum hvort það reynir á þetta fyrir 1. október, vegna þess að bátarnir hafa verið inni vegna þrálátrar brælu,“ sagði Sævar Gunnars- son. Bæjarbót er kunnugt um að eftir að þessi orð birtust í Fiski- fréttum hafa vissir útgerðar- menn í Grindavík rætt málin við sína menn og gert nokkrar leið- réttingar varðandi fiskverðið. Þeim mun einkum vaxa í aug- um að greiða 3% umboðslaun, en vilja greiða markaðsverð. En fari fáir á markaðinn verður verð þar hátt! TÆKI FYRIR LITLA BÁTA frá Raytheon og Apelco R20/21 Ratsjár 16/24 mílur Dagsbirta Tengjanlegur við Loran 7” skjár. 50 KHZ DXL 6600 Loran/Skrifari. 100 Vegpunktar. 6 sjálfvirkar truflanagildrur. fllSONARl Keflavík Símar 92-11775 - 92-14699 LAUNALÁN launareikningur i SPARISJOPNUM TRYGGIR ÞER LANVEITINGU Það er þitt að ákveða, hvar þú vilt hafa launareikning þinn, en það hefur ótvíræða kosti að hafa hann í SPARISJÓÐNUM. Allir fastir viðskiptamenn sparisjóðsins sem fá reglubundið laun sín, tryggingarbætur eða aðrar greiðslur inn á reikning sinn í sparisjóðnum eiga kost á LAUNALÁNI. Lánið er mismunandi hátt eftir því hve lengi viðskiptin hafa verið við sparisjóðinn. Á þennan hátt vill sparisjóðurinn gefa viðskiptavinum sínum kost á skjótfengnu láni. HEIMILISLÁN SPARISJÓÐANNA HEIMILISLÁN er samningsbundið spamaðarform sem veitir rétt til láns. HEIMILISLÁN bjóðum við öllum viðskipta- mönnum okkar sem vilja sýna fyrirhyggju í fjármál- um sínum, hvort heldur það er vegna lagfæringa eða endurbóta heima fyrir, til að láta sumarleyfisdraum- inn rætast, undirbúa kaup nýs bíls, stærri afborganir eða annað sem krefst fyrirhyggju til þess að settu marki verði náð. Við lánum 100%, 125%, 150% eða 175% til viðbótar því sem þú sparar allt eftir lengd spamaðar- tímans. Ferðalangar! Þiö fáiö gjaldeyrinn strax hér! Sækið um — hinkrið augnablik yfir kaffibolla — svo getur ferðin hafist! SPARAÐUí SPARISJÓÐNUM SPARISJOÐURINN GRINDAVÍKURÚTIBÚ FYRIR GRINDVÍKINGA SÍMINN ER 68733

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.