Bæjarbót - 01.10.1987, Blaðsíða 10

Bæjarbót - 01.10.1987, Blaðsíða 10
10 Bæjarbót, óháð fréttablað Fegurstu garðamir í bœnum: Viðurkenningar veittar til þriggja garðeigenda — hús Kristjáns á Þórkötlustöðum til fyrirmyndar segir Fegrunarnefnd Fegrunarnefnd Grindavíkur hafði í haust forgöngu um val fegurstu garða í bænum. Nefnd- in fékk Birgi Þórðarson garð- yrkjufræðing til að meta garð- ana og velja síðan þá sem viður- kenningar ættu að hljóta. Birgir valdi þrjá garða og var ekki gert upp á milli þeirra. Við Leynisbrún 1 búa Daníel Júlíus- son og Elísabet Sigurðardóttir. Úr umsögn um þeirra garð: Vel- hirtur og góður garður. Sérlega sléttar og góðar flatir. Falleg aðkoma. Við Selsvelli 10 búa Runólfur Hannesson og Helga Kristinsdóttir. Þeirra garður fékk þessa umsögn: Fallegur, vel skipulagður garður, með góðu plöntuúrvali. Ræktun sér- lega góð. Við Baðsvelli 20 búa Guðmundur Karlsson og Sigur- björg Óskarsdóttir. Umsögn um þeirra gerð: Snyrtileg lóð með mjög góðri nýtingu, þ.e. mat- jurtagarður, gróðurhús og flat- ir. Limgerði þétt og grósku- mikið, vel klippt í góðri hæð. Fegrunarnefndin vildi sér- staklega koma því á framfæri að víða væri orðið snyrtilegt og aðlaðandi umhverfis hús, bæði ný og gömul. Nefndin benti sér- staklega á húsið Þórkötlustaði í Þórkötlustaðahverfi í því sam- bandi, en þar býr Kristján Jóns- son. Þar væri gamalt snyrtilegt hús í fallegu umhverfi. Runólfur Hannesson og Helga Kristinsdóttir, ásamt barnabarninu Helgu, í garðinum við Selsvelli 10 Guðmundur Karlsson og Sigurbjörg Óskarsdóttir í garðinum við Baðsvelli 20. Bakaríið Grindavík: NEMI ÓSKAST Óskum eftir duglegum og samviskusömum nema sem fyrst. Æskilegt að neminn sé ekki yngri en 17 ára og hafi bílpróf. Nánari upplýsingar veittar í Bakaríinu (sími 68554) eða hjá bakarameistara í síma 68130. Bakaríið Grindavík. Dagmæður athugið! Umsóknir um ný dagmæðraleyfi og óskir um endur- nýjanir eldri leyfa þurfa að berast á bæjarskrifstof- una að Víkurbraut 42 sem fyrst. Félagsmálaráð Fiskseljendur - Fiskkaupendur Uppboð daglega kl. 15.00 Samtímis í Njarðvík og Grindavík — Allur búnaður í Grindavík nú tilbúinn — VÆNTANLEGIR KAUPENDUR! Komið í hlýtt og notalegt húsnæði okkar, og munið að opna ábyrgð tímanlega. VÆNTANLEGIR SELJENDUR! Tilkynnið um sölu timanlega, svo hægt sé að auglýsa hana. Sendið nákvæmar upplýsingar minnst klukkustund fyrir uppboð. Daníel Júlíusson og Elísabet Sigurðardóttir í garðinum við Leynisbrún 1. Þú getur selt í dag og landað að morgni. Símarnir okkar: NJARÐVÍK 14785 GRINDAVÍK 68524 Fiskmarkaður Suðurnesja hf. Fitjabraut 24 - Y-Njarðvík Seljabót 2 - Grindavík ^rnes^ Körfuknattleiksdeildin gerði í haust samning við Lada um- boðið og keypti af því nýjan bíl. Hér tekur þjálfari deildar- innar Brad Casey við bíllyklunum úr hendi Hlyns sölustjóra hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum. BRAUT ER RÉTTUR STAÐUR FYRIR ÞIG! Gos Léttöl Samlokur Snakk Filmur Hraðframköllui ís í vél Hamborgarar Dagblöð Tímarit Expresso-kaffi Cappucino-kaffi SIMINNER 68722

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.