Bæjarbót - 01.10.1987, Blaðsíða 5

Bæjarbót - 01.10.1987, Blaðsíða 5
Bæjarbót, óháð fréttablað 5 Ferðamannastraumurinn í sumar: Mjög mikil aukning, ekki síst í tengslum við Bláa lónið — ,,allt að 350 manns einn daginn fyrir hádegi“ segir Jón í Vör Það leikur ekki nokkur vafi á Suðurnesin standa á tímamót- um varðandi ferðamanna- straum og þjónustu sem af hon- um leiðir. Hótel hafa sprottið upp og Bláa lónið hefur slegið rækilega í gegn. Auk þess sem augu fólks hafa opnast fyrir því að hér syðra er margt að sjá, þótt gróður sé af skornum skammti. Bæjarbót hafði sam- band við nokkra aðila til að fá nánari upplýsingar um ferða- mannastrauminn í sumar. „Það hefur verið sterk og góð traffík hér í sumar“ sagði Þórð- ur Stefánsson hótelstjóri í Bláa lóninu. „Nýtingin hefur verið mjög góð, en hér eru 11 2ja manna gistiherbergi, auk þess sem við höfum 8 herbergi hjá Hópsnesi hf. Svo var oft margt um manninn í mat og kaffi.“ Þórður sagði að mikill meiri- hluti gestanna væru útlend- ingar, flestir voru Bandaríkja- menn, þá Skandinavar, en ís- lendingar væru kannski um 20%. Jón Guðmundsson í Sjó- mannastofunni Vör sagði að hjá sér hefði verið mjög mikil traffík. „Aðallega voru þetta stórir rútuhópar, einkum frá Atlantik og Kynnisferðum. Mest útlendingar sem komu um Krísuvík og skoðuðu svo Hita- veituna og lónið.“ Jón sagði að auk rútufólksins hefði verið mikil aukning „keyrslufarþeg- ar“ þ.e. fólks á egin vegum. „Það kom fyrir að við gátum ekki annað beiðnum, en þá tóku rúturnar nokkra aukahringi um nágrennið þar til um hægðist. Einn daginn komu hér 350 manns frá kl. 9-1, en algengt var að hingað kæmu um 200 manns á dag. Hér er úrvals mannskap- ur og án hans hefði sumarið ekki gengið jafnvel og raun ber vitni.“ Ingvar Sigurðsson hefur um margra ára skeið haft sérleyfis- aksturinn milli Grindavíkur og Reykjavíkur. í sumar fjölgaði hann ferðum og að hans sögn með sérstöku tilliti til Bláa lóns- ins. „Þetta gekk ágætlega, það varð mikil aukning, einkum voru það þó útlendingar sem fóru í lónið og síðan aftur til Reykjavíkur. Þetta var tilraun hjá mér og hún tókst alveg ágæt- lega“ sagði Ingvar í spjalli við blaðið. Þessu næst hafði blaðið sam- band við Jón Gunnar Stefáns- son bæjarstjóra og spurði hann hvað bæjaryfirvöld hyggðust gera, eða hefðu gert, til að laða að ferðamenn. „Um það mál hefur nú ekki verið alvarlega fjallað í bæjarstjórninni. Þó var nýlega ákveðið að velja tjald- stæðum stað á grasbölunum austan knattspyrnuvallarins. Þar verður sett upp nauðsynleg aðstaða — með salernisaðstöðu, rennandi vatni o.s.frv. Grinda- víkurbær hefur ekki staðið sér- staklega fyrir kynningu á bæn- um eða nágrenni, nema að því marki sem hann hefur tekið þátt í sameiginlegu kynningarstarfi SSS.“ Kristín Gunnþórsdóttir í Bað- húsinu við Bláa lónið sagði sum- arið hafa verið mjög gott þ.e. frá miðjum júní og fram í ágúst. „Einn sólríkan laugardag komu milli 600-700 manns í lónið og þá var hér öngþveiti, annars er aðstaðan mjög góð. Um stækk- un er ekkert ákveðið, annars er það Hitaveitunnar að segja til um það. Nú er ósköp rólegt hérna og frá 1. október verður opið virka daga kl. 13:00 til 20:30 og um helgar kl. 10:00 til 20:00. Það má segja að í heild- ina tekið hafi sumarið farið fram úr því sem menn áttu von á.“ Til sölu í Grindavík • Leynisbraut 5, 130 ferm. einbýlishús, ásamt 90 ferm. neðri hæð, bílskúrsréttur. Skipti á eign á Reykjavíkur- svæðinu. Verð: 4.200.000,- • Borgarhraun 8,120 ferm. einbýlishús ásamt 50 ferm. bíl- skúr. Góð eign, góður staður. Verð: 3.650.000,- • Heiðarhraun 25. Endaraðhús 136 ferm., ásamt 40 ferm. bílskúr. Verð: 2.800.000,- • Litluvellir 16. Lítið raðhús ca. 60 ferm. Verð: 1.850.000,- • Efstahraun 20. Rúmgott endaraðhús. 4 svefnherbergi, ásamt bílskúr Verð: 3.300.000,- • Hvassahraun 3, 130 ferm. einbýlishús með 70 ferm. bíl- skúr. Góð eign. Skipti á fasteign á Reykjavíkursvæðinu. Verð: 4.000.000,- • Mánagata 5. Nýtískulegt einbýlishús á 3 pöllum ásamt 30 ferm. bílskúr. Góður staður. Verð: 3.650.000,- • Sökkull fyrir hús á tveimur hæðum við Glæsivelli. Verð: Tilboð • 3ja og 4 herb. íbúðir við: Ásbraut 5, Hellubraut 8, Sunnubraut 5 og Túngötu 18. • Austurvegur 48, lítið einbýlishús. Ekkert áhvílandi, góð eign. • Selsvellir 5. Sérlega vandað hús, 142 ferm. ásamt 42 ferm. bílskúr. Falleg lóð með útisundlaug o.fl. Lítið áhvílandi. Glæsileg eign............... Tilboð • Sólbaðsstofan Sólin. Fyrirtæki í fullum rekstri og topp- standi. Verð: Tilboð FASTEIGNAÞJÓNUSTA SUÐURNESJA Hafnargötu 31 - Keflavík - Sími 13722 Elías Guómundsson, sölustjóri Ásbjörn Jónsson, lögfræöingur SAMKOR GRINDAYÍKUR Kórinn mun hefja sitt annað starfsár á næstunni. Æfingar verða á mánudags- og miðvikudagskvöldum. Kórstjóri verður Kári Gestsson. Hafir þú áhuga ertu boðin(n) velkomin í hressan hóp karla og kvenna! Frekari upplýsingar í síma 68391 hjá Guðmundu Jónsdóttur, formanni Samkórsins.

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.