Bæjarbót - 05.01.1990, Blaðsíða 1

Bæjarbót - 05.01.1990, Blaðsíða 1
Kjörbókin er á toppnum! Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Grindavíkurh öfn: Þarfnast líklega um 70 milljóna til endurbóta — skipulagsbreytingar eru í athugun Tjónið sem varð á Grindavíkur- höfn í óveðrinu í janúar hefur enn ekki verið metið að fullu. Talan 70 milljónir hefur verið nefnd. Viðgerð hefur verið framkvæmd að hluta á Eyja- bakka og Svírabryggju, en aðrar og dýrari framkvæmdir bíða, t.d. er framtíð Þverbryggju við Svíragarð óráðin. Tryggingamiðstöðin hf. Bónus hækkar úr 65% í 70% Tryggingamiðstöðin hf. hef- ur nú tekið þá reglu upp að hækka bónus bestu bilstjór- anna úr 65% í 70%. Þetta gildir um ábyrgðartrygging- una (skyldutrygginguna), en hæsti bónus í kaskótryggingu verður áfram 40%. Við þessa breytingu er afnumin reglan um að 11. iðgjaldsárið sé frítt. Það borgar sig því að aka gætilega og komast í heiðursflokkinn (70%)! Um- boð Tryggingamiðstöðvar- innar í Grindavík er hjá Flakkaranum. ,,Ég tel að við þurfum 50-70 milljónir til að bæta það tjón sem orðið hefur á hafnarmann- virkjum okkar, bæði sl. haust og nú í janúar. Af því gæti Við- lagatrygging greitt 15-20 millj- ónir og Hafnarbótasjóður, sem á að koma til hjálpar í svona uppákomum, en er reyndar allt- af félaus, kemur væntanlega með fjármagn líka. Fær þá lán út á væntanlegar fjárveitingar“ sagði Jón Gunnar bæjarstjóri þegar hann var inntur eftir áætl- Sparisjóðurinn er langstærsta bankastofnunin á Suðurnesjum með um 60% af heildarinnlán- um. Landsbankinn kemur næst- ur með rúm 20% . Innlán Sparisjóðsins í fyrra urðu alls um 3,7 milljarðar, Landsbankans 1,3 milljarðar. Næstir komu Útvegsbanki með 674 milljónir, Verslunarbankinn uðu tjóni við hafnarmannvirk- in. Að sögn Bjarna Þórarinsson- ar hafnarstjóra liggur enn ekki fyrir hvernig staðið verður að endurbótum. Hugsanlega verð- ur tækifærið notað til nokkuð róttækra breytinga, en það mun skýrast á næstunni. Bjarni benti á að löndunaraðstaða loðnu- báta hafi verið þröng og nokkrir valkostir væru fyrir hendi varð- andi breytingar. 395 milljónir, Samvinnubank- inn 360 milljónir, aðrir með minna. Landsbankinn í Grindavík fékk 542 milljónir innlagðar, sem er 40,6% aukning frá fyrra ári. Sparisjóðurinn í Grindavík fékk innlagðar 97 milljónir og er aukningin 56,5%, sem jafn- framt er næst mesta aukning í einni bankastofnun á svæðinu. Sparísjóðurinn langstærstur — Grindavíkurútibú sækir á Lögreglumenn í önnum: Mest aukning í skemmdarverkum og árásarmálum — fíkniefni gera vert við í ríkara mæli Lögreglufréttir eru ekki tíðar á síðum þessa blaðs. Samt er reynt að gera lesendum grein fyrir þróun mála almennt hvað varð- ar löggæsluna í bænum. Nýlega var tekið saman yfirlit yfir helstu viðfangsefni lögreglu Grindavíkur á síðasta ári og fara nokkrar tölur hér á eftir. Útköll urðu alls.......1181 Umferðarslysogóhöpp......29 Önnur slys...............16 Stútar undir stýri.......30 Tekniríradar............118 Innbrot..................26 Þjófnaðir................26 Skemmdarverk.............61 Skjalafals og svik..........13 Árásarmál...................24 Vistanir ,,í grjótinu“.....36 Afgreidd mál til Keflav....516 Mjög er áberandi aukning á skemmdarverkum og árásar- málum og fylgir Grindavík þeirri þróun sem annars staðar er. Ekkert fíkniefnamál kom til kasta lögreglunnar samkvæmt yfirlitinu, en blaðið hefur upplýsingar um að 10-15 manna hópur í Grindavíkurbæ sé nokk- uð stöðugt undir eftiriti vegna gruns um fíkniefnanotkun og jafnvel sölu. Þróunin virðist vera til hins verra og mál að snúa vörn í sókn. Menntavegurinn: Um 780 nemendur í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja Á síðustu haustönn voru um 600 nemendur í dagskóla Fjölbrautaskóla Suðurnesja, í öldungadeild voru 140 nem- endur og í námsflokkum voru 40 nemendur. Fyrir jól útskirfuðust 49 nemendur frá skólanum, þar af voru 26 stúdentar. Út- skriftarnemendur skiptast þannig á milli aðildarbyggð- arlaga F.S.: Keflavík 29, Njarðvík 8, Vatnsleysu- strandarhreppur 4, Garður 4, Grindavík 2, Sandgerði 1, og Hafnir 1. m 1 s Æmm m i 5 ■ÍMfc. V i TRÉ /\ Við bjóðum þér góðar vörur á góðu 1 verðí og viðráðanleg greiðslukjör! — Hafðu samband eða líttu inn! Iðavöllum 7 - Keflavík - Sími 14700

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.