Bæjarbót - 05.01.1990, Blaðsíða 8

Bæjarbót - 05.01.1990, Blaðsíða 8
8 Baejarbót, óháð fréttablað Janúar 1990 Hverjir skyldu verma stólana á bæjar- stjórnarfundum næstu fjögur árin? Dr. Páll Skúlason heimspekingur: Hvað er góður stjómmálamaður? Þar sem nú styttist óðum í sveitarstjórnakosningar ogflokkamir þegar famir að huga að vali frambjóðenda sinna, er ekki úr vegi að leiða hugann að því hvernig manngerðir við viljum að veljist til stjórnunarstarfa. Til að ráðskast með bœði vald og almannafé. Þessi grein Páls Skúlasonar, prófessors við Háskóla íslands, birtist í bók hans Pœlingum, sem hann gaf út fyrir síðustu jól. Hún er snjöll úttekt fræðimanns á stjórnmálamönnum almennt, eða öllu heldur þeim dygðum sem þeir þurfa að vera prýddirl Að veðurfarinu undanskildu hefur fátt verið eins mikið á milli tannanna á fólki í vetur og blessaðir stjómmálamennimir. Það verður að segjast eins og er að þeir em oftast harðir undir tönn. Líklega verða þeir samt áfram eitt helsta umræðufóður manna. Ég vil leggja mitt af mörkum til þessarar umræðu með því að velta fyrir mér hvaða kostum góður stjómmálamaður þurfi að vera búinn. Mér sýnast að minnsta kosti sex dygðir þurfi að prýða slíkan mann. 1. Góður stjómmálamaður veit hvað er að gerast í þjóð- félaginu og hvað fólk er að hugsa. Hann veit þetta jafnvel án þess að gera sér sjálfur grein fyrir því og án þess að geta rakið ástæðumar fyrir því. Hann er glöggur á þjóðféíagið líkt og margir vom veðurglöggir löngu áður en veðurfréttir komu til sögunnar. Góður stjómmálamaður ræktar með sér þessa til- fmningu fyrir veðrabrigðum þjóðfélagsins og næmi á hugar- ástand almennings. 2. Góður stjómmálamaður kann að tala til fólks og gera því grein fyrir hvað skiptir máli og hvað ekki á hverjum tíma og við ríkjandi aðstæður. Hann veit hvað fólk langar til að heyra, en hann segir því það sem það verður að heyra til að átta sig á þeim staðreyndum og möguleikum sem fyrir hendi em. Hann flytur mál sitt á skýran og rökvísan hátt svo að fólk geti sjálft greint kjama málsins og lagt mat á það sem í húfi er. 3. Góður stjómmálamaður er trúverðugur. Hann vekur traust og hann sýnir traust. Hann beitir sér af heilindum jafnt í „smámálum“ sem „stórmálum“, því að hann veit að almanna- heill veltur á því að öllum málum sé sinnt af alúð. Hann hlustar af athygli á það sem aðrir hafa að segja og kann að setja sig í spor annarra. Hann ræktar því með sér réttsýni, sanngimi og tillitssemi. Verði honum á í messunni og geri hann sig sekan um ranglæti gerir hann allt til að bæta ráð sitt. 4. Góður stjómmálamaður er skjótráður og bregst sam- stundis við þegar almannaheill er ógnað. Hann þjálfar með sér hæfileikann til að hugsa hratt, skipulega og markvisst og gætir þess að láta aðra fylgjast stöðugt með sér til að forðast hugsan- leg afglöp. 5. Góður stjómmálamaður er mannglöggur og kann að leita sér ráða hjá þeim sem kunna best fyrir sér í þeim málum sem hann þarf að sinna. Hann gerir sér grein fyrir eigin tak- mörkunum, því sem hann veit og kann og því sem hann kann ekki skil á. Hann viðurkennir mistök sín og er viðbúinn því að taka afleiðingum gerða sinna. Hann lærir sífellt af reynslunni sem hann segir öðmm frá og ræðir við aðra um. Hann lærir líka af mistökum og reynslu annarra. 6. Góður stjómmálamaður gerir skýran greinarmun á sjálfum sér og þeirri valdastöðu sem honum er trúað fyrir. Stöðunni fylgir ábyrgð, hún leggur honum skyldur á herðar sem hann tekur á sig óháð eiginhagsmunum sínum, persónulegum löngunum og einstaklingsbundnum vilja. Hann tekur því ákvarðanir með hliðsjón af því sem samræmist skyldum stöð- unnar sem hann gegnir, en horfir fram hjá því sem er eingöngu til góðs fyrir hann sjálfan eða vini hans. Hér hafið þið, lesendur góðir, uppskrift að góðum stjóm- málamanni. Vafalaust má krydda hann með ýmsu; til að mynda virðast margir gefnir fyrir skemmtilegheit, fyndni og fagurt útlit í sjónvarpi. Sumir falla líka í þá gryfju að halda að vinsældir og gæði stjómmálamanna haldist í hendur. Þetta er hliðstætt því að rugla saman bragðgóðum mat og hollum. Þetta tvennt fer til allrar hamingju stundum saman, en það þarf ekki að gera það. Vonandi er þessi lýsing í nokkru samræmi við heilbrigða skynsemi, en hvort hún dugar íslenskum stjómmálamönnum sem mælikvarði á eigið ágæti skal ósagt látið. Það er vanda- samt að beita mælikvarða af þessu tagi, ekki síst á sjálfan sig. Hér rekumst við á sjálfsblekkinguna sem lætur okkur vaða í villu og svíma og kemur í staðinn fyrir heilbrigt sjálfstraust. Þeir eru á réttri BRAUT! Áleið til okkar! BRAUT Gos Léttöl Samlokur Snakk Sælgæti Dagblöð Myndbönd Hljómplötur SÍMINNER 68722 Áskriftargjöld 1990 Bæjarbót minnir áskrifendur á að greiða áskriftargjöld ársins 1990 sem fyrst, með áður sendum gíróseðli eða greiðslukorti. Þeir sem ekki greiða fyrir 25. febrúar falla af sendingarlistanum.

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.