Bæjarbót - 05.01.1990, Blaðsíða 2

Bæjarbót - 05.01.1990, Blaðsíða 2
2 Bæjarbót, óháð fréttablað Janúar 1990 Nýr bankastjóri Landsbankans: „I bankanum endurspeglast ástandið í atvinnulífinu vel Nú kólnar í veðri með hverjum degi, enda vetur genginn í garð. Við færum þér notalegan yl og birtu í skammdeginu! — Stattu vel í skilum! — — Láttu orkureikninginn hafa forgang! — Hitaveita Suðurnesja — innheimtudeild — „líst vel á mig hér“ segir Svavar Sigurðsson Nýlega urðu bankastjóraskipti í útibúi Landsbanka íslands hér í Grindavík. Nýi bankastjórinn heitir Svavar Sigurðsson, fiinm- tugur Skagamaður, sonur Guð- finnu Svavarsdóttur og Sigurðar B. Sigurðssonar. Svavar útskrif- aðist úr Samvinnuskólanum vorið 1960 og hóf síðan störf í Sparisjóði Akraness. Við yfir- töku Landsbankans á Spari- sjóðnum 1964 gerðist Svavar starfsmaður Landsbankans. Ár- ið 1982 fór hann austur á Seyðis- fjörð og tók þar við útibúi Landsbankans, en er nú kominn til Grindavíkur. Hvernig líst þér á þá þróun sem orðið hefur í bankamálum landsmanna að undanförnu? „Sameiningarmálin eru mjög jákvæð, en hafa tekið allt of langan tíma. Fyrirtæki eru mörg hver orðin svo stór að þörf er fyrir sterkari banka, ef þeir eiga að geta þjónað fyrirtækjunum almennilega. Svo sparar samein- ingin auðvitað peninga“. Finnst þér áhugavert að taka við útibúinu hér nú? ,,Já, það er gaman að fást við þetta, en óneitanlega erfitt vegna slæmrar stöðu sjávarút- vegsins. Svona starf er ólíkt skemmtilegra þegar uppsveifla er í þjóðfélaginu. Starfsemin í bankanum mótast alfarið af at- vinnulífinu og endurspeglar ástandið vel“. Hvernig líst þér á aðstöðuna hér? ,,Hún er mjög góð, ég hef ekki séð hana betri annars stað- ar. Hér er þægilegt og gott að vinna“ sagði Svavar Sigurðsson að lokum. Þingvallaleið Ingvar Sigurðsson Grindavík - Reykjavík - Grindavík — Daglegar áætlunarferðir — Áætlun frá 1. des.-30. apríl 1990 Frá Grindavík: Frá Reykjavík: Kl. 13:00 alla daga. Kl. 18:30 alla daga. Kl. 21:00 sunnudaga. Kl. 22:00 sunnudaga. Sjómannastofan Vör: „Verðum með þekkta gestakokka um helgar — „ýmsar hugmyndir til að lífga upp á staðinn“ segir Sigurgeir Sigurgeirsson Um áramótin tóku Sigurgeir Sigurgeirsson og Kristín Gunn- þórsdóttir við rekstri sjómanna- slofunnar að undangengnu út- boði. Sjö aðilar buðu í rekstur- inn, Sigurgeir átti hæsta boðið, sem var tvöföldun fyrri leigu, en húsnæðið er í eigu Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur. Nokkrar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu m.a. er þar komið nýtt afgreiðsluborð. Álls hefur SVFG lagt um 2 milljónir í endurbætur. Sigurgeir var spurður hvort hann teldi að reksturinn gæti staðið undir svo hárri leigu. ,,Ef okkur tekst að fram- kvænta okkar hugmyndir og fólkið tekur þeim vel, þá gengur þetta ágætlega upp. Við munum bjóða upp á mjög vandaðan matseðil, sérstaklega um helgar og fá þá til okkar þekkta gesta- kokka. Þá geta menn komið til okkar að borða, við kertaljós og ,,dinnermúsik“! Sigurgeir gat þess einnig að vaxandi ferðamannastraumur gæfi svona stað mikla mögu- leika, en auðvitað yrði fyrst og fremst að byggja á góðum við- skiptum við heimafólk. „Við viljum gjarnan sjá til þess að það verði girnilegur kostur fyrir fjölskylduna alla að skreppa til okkar í mat, til tilbreytingar þegar ekki er eldað heima. Hér er gott grill og örugglega eitt- hvað á matseðlinum fyrir alla fj ölskyldumeðlimi ‘ ‘. Gestakokkarnir verða aug- lýstir sérstaklega þegar þeirra er von. Allra leiðir liggja í Báruna! Hársnyrtistofa Sigrúnar Staðarvör 5 - Sími 68734 \\é op Mánudaga priðjudasa ^iðvVKudaga Fimuttudagu Föstudaga Faugarda^Á nað GoKað vi. 13 -V» .irársuyrtivötut Verið velkomin!

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.