Bæjarbót - 05.01.1990, Blaðsíða 6

Bæjarbót - 05.01.1990, Blaðsíða 6
6 Bæjarbót, óháð fréttablað Janúar 1990 Hvað segja stjörnumar um Grindavík? cr cr cr cr cr cr cr cr cr cr cr cr cr cr cr cr cr cr cr cr cr cr cr cr cr cr cr cr cr cr cr cr CTCTCTCTCT\ Öllum er hollt að þekkja sín einkenni og þarfir, sína kosti og galla. Þetta gildir jafnt fyrir einstaklinga og jafnvel heilu bœj- arfélögin. Ein leið, í leit að þeirri þekkingu, er að leita til stjarnanna, skoða afstöðu þeirra og draga ályktanir. Þetta eru umdeild vísindi, sem, þegar öllu er á botninn hvolft, reynast ekki síðri en önnur. Einn af mörgum áhugamönnum um stjörnuspeki er 15 ára Grindvíkingur, Gunnar Björn Bjömsson. Að beiðni blaðsins dró hann upp stjörnukort Grindavíkurbæj- ar og las út úr því nokkur atriði um bœinn almennt. Þetta er ekki nákvœm úttekt og alls ekki spá fyrir framtíðina, heldur aðeins nokkur atriði sem snerta núverandi stöðu bœjarins og þeirra sem hann byggja. crcTcrcrcrcTCTí ■a ■a •a ■xc O) ■a Ol “C3 ■a ■a ■a ■a ■a •a ■a -a •a ■a ■a ■a ■a •a ■a ■a ■a ■a Aðlögunarhæfir vinnuþjarkar Það sem er dæmigert fyrir Grindvíkinga og reyndar alla ís- lendinga er að þeir leggja mikla áherslu á alla velferð. Sam- kvæmt stjörnukortinu eru Grindvíkingar áberandi miklir vinnuþjarkar, sem hafa tölu- verðan áhuga á menningu og listum. Samt er bærinn að margra mati frekar menningar- snauður. Sé það rétt, veldur því ekki áhugaleysi, heldur tíma- skortur, vegna þess að í bænum er vinna og atvinnuvegirnir númer eitt, tvö og þrjú. Allir vita að íslendingar lifa á fiski, en Grindvíkingar eru áberandi duglegir fiskimenn og það sést best á Sól í Fiskamerkinu í 4. húsi stjörnukortsins. Sólin teng- ist einnig því sem ræður þ.e. bæjarstjórninni. Fiskurinn er merki sem getur aðlagast öllu. Þvi er bæjarstjórnin samansett af öllum flokkum í bænum, þótt sumir ráði þar meiru en aðrir. íbúar og almennings- viðhorf Tunglið táknar fólkið sjálft og almenningsviðhorf til mála. Grindavík hefur rísandi Tungl í Sporðdrekanum. Rísandi stend- ur fyrir framkomu og stíl. Framkoma fólksins endurspegl- ar almenningsviðhorfið. Sporð- drekinn er fastur fyrir, kröfu- harður og gefst ekki auðveldlega upp! Fótboltinn fór í 2. deild og margt fleira styður þessa kenn- ingu! Sporðdrekinn er líka mjög næmur á allt sem miður fer. Þess vegna er almenningur sennilega næmari á það en sjálf bæjarstjórnin! Sporðdrekinn lætur alls engan troða á sér. Gott dæmi um það var þegar myndin „Fiskur undir steini“ var sýnd. Þá urðu Grindvíking- ar æfir af reiði, enda engin furða! Það er því Sporðdrekinn sem færir bæjarbúum þann metnað sem þeir hafa. Einn helsti galli Sporðdrekans er óþarfa öfgar. Við þurfum að hugsa út í það! Hugsjónir og blekkingar í stjörnukorti Grindavíkur er Tunglið í samstöðu afstöðu við Neptúnus. Það þýðir að fólkið í bænum leitar í þætti sem til- heyra öðru en gráum hversdags- leikanum. Flvar það er ná- kvæmlega getur verið mjög ein- staklingsbundið. Algengustu nöfn (starfsheiti) Neptúnusar- fólksins eru: listamaður, guð- fræðingur, læknir og margt fleira. Jafnvel róni! Neptúnus- arorkan hjá okkur Grindvíking- um er ekki sérlega sterk, en Neptúnus er pláneta hafsins og hann er rækilega tengdur við Tunglið þ.e. fólkið sjálft. Nept- únus stjórnar einnig ímyndunar- aflinu og öllum blekkingum. Þessa orku þurfum við að þekkja mjög vel til að koma í veg fyrir vímuefnaneyslu og aðr- ar blekkingar sem víða eru vax- andi vandamál. Samgöngur, miðlun og menntun Merkúr táknar samgöngur, upplýsingaflæði, verslun, menntun, talað og skrifað mál. Grindavík hefur Merkúr í Fiska- merkinu. Eins og áður hefur komið fram er Fiskurinn aðlög- unarhæfur og þess vegna þekkja hér allir alla! Hjá okkur nýtur Merkúr sín vel í 3. húsi (sem er m.a. hús miðlunar, skóla og fjölmiðla). Nýtum okkur það vel! Menningarlíf og fegurð Venus er táknrænn fyrir menn- ingu, listir og ýmsar fínni hliðar tilverunnar og endurspeglar ým- is áhugamál bæjarbúa. Sam- kvæmt stjörnukortinu hafa Grindvíkingar almennt áhuga á félagsmálum t.d. íþróttum og hópsamvinnu (Vatnsberi). Einn- ig fréttum og mörgu öðru sem tilheyrir 3. húsi (sjá hér að fram- an). Venus er ekki sterkur á stjörnukorti Grindvíkinga og áhugamálin komast því ekki nægilega í framkvæmd. Ef til vill er það þess vegna sem skort- ur er á klúbbum og félagsstarf- semi í bænum (að minnsta kosti að mati margra unglinga!). Vinna og samkeppni Mars táknar ákveðni, vilja og verkamannastéttina, ásamt fleiru. í korti Grindavíkur kem- ur þar fram eitthvert eirðarleysi og dreifðir eiginleikar. Til dæm- is í sambandi við atvinnu og at- vinnumöguleika. Fólk vill alltaf vera að prófa eitthvað nýtt. í kortinu er Mars í Tvíburamerk- inu. Eiginleikarnir eru margir, en það er sem margir eigi erfitt með að einbeita sér að einhverju einu. Vilji hafa mörg járn í eld- inum í einu! Miðhiminn Að lokum er það Miðhiminn, sem einnig skiptir máli. Hann táknar það sem bærinn og bæj- arbúar vilja tileinka sér. I Mið- himni korts Grindavíkur eru það einkum peningar og verald- leg gæði (Meyjan)! Gríndavík gegn Njarðvík á sunnudag- inn á Stöð 2 Spurningaleikurinn Bæirnir bítast verður á Stöð 2 á sunnudagskvöld. Grindavík keppir við Njarðvík. Okkar mönnum, Frímanni Ólafs- syni, Ólafi Þ. Jóhannssyni og Jóni P. Halldórssyni gekk vel og vel þess virði að fylgjast með þeim í sjónvarpinu. SMÁTT! Herbergi óskast! Sjómann vantar herbergi til leigu í vetur. Reglusemi heitið. Upplýsingar í síma 68517 (Kjartan eða Björg) Tapað-fundið Dökkgrár, teinóttur karl- mannsjakki tapaðist eftir dansleik í Festi á annan í jól- um. Sennilega tekin í mis- gripum í húsi. Vinsamlegast hringið í síma 68157.

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.