Bæjarbót - 05.01.1990, Blaðsíða 4

Bæjarbót - 05.01.1990, Blaðsíða 4
4 Bæjarbót, óháð fréttablað Janúar 1990 Nýaf- greiðsla trygginga og sjúkrasam- lags! Um áramótin tók ríkið við greiðslum sjúkrasamlagsins og þar með var mikill kross tekinn frá bæjarfélaginu. Nú á að sækja greiðslurnar úr sjúkrasamlaginu og fyrir tannlækningarnar á skrif- stofu bæjarfógeta inn af lög- reglustöðinni. Þar leysir Margrét Gísladóttir hvers manns vanda með bros á vör. Hitaveita Suðurnesja mótmælir fyrirhugaðri skatt- lagningu! Stjórn Hitaveitunnar hefur fjallað um áform ríkisstjórn- arinnar um að leggja tekju- skatt á orkufyrirtæki. Stjórnin telur: 1. að með skattlagningunni sé Hitaveitu Suðurnesja refs- að fyrir að hafa tekjur sem nægja henni til greiðslu af- borgana og nauðsynlegra fjárfestinga, auk eðlilegs við- halds og reksturs. 2. að með téðri skattlagningu sé lagður refsiskattur á Hita- veitu Suðurnesja fyrir hag- kvæmni, sem fram kemur í stórri rekstrareiningu, en samtímis hafa ýmsar veitur þegið hundruðir milljóna í styrki. 3. að skattlagning Orkuveitn- anna hljóti óhjákvæmilega að þýða hækkað orkuverð fyrr eða síðar. Stjórn Hitaveitu Suður- nesja samþykkti samhljóða eftirfarandi ályktun á fundi sínum þann 15. desember sl.: ,,Hitaveita Suðurnesja mótmælir harðlega fram komnum hugmyndum um skattlagningu ríkisins á orku- fyrirtæki, sem óhjákvæmi- lega mun leiða til hækkunar á orkugjaldi til neytenda. Hitaveitan bendir öðrum eignaraðilum fyrirtækisins, þ.e. sveitarfélögum á Suður- nesjum á, að í gildi eru lög um Hitaveitu Suðurnesja þar sem skattleysi fyrirtækisins er tryggt, og hvetur þau til að krefjast þess, að við þau verði staðið“. Sumir vegir eru þannig að mætingar eru mjög varasamar og framúrakstur kemur vart til greina. \ UUMFEROAR RÁÐ Nýtt líf í blokkina Heiðar- hraun 32A Eins og margir vita eignaðist Byggingasjóður ríkisins blokkina á uppboði á sl. ári. Bærinn hefur nú samið um kaup á henni við Byggingar- sjóðinn fyrir litlar 14 milljón- ir og 500.000 kr. Bærinn ætl- ar að byggja 8 kaupleigu íbúðir í húsinu og bauð bæj- arstjórn verkið út skv. alút- boði en það merkir að verk- taki gengur frá öllu að innan og utan, bílastæði og garði. Samið var nýverið við lægst- bjóðanda sem var Grindin sf. Jón Gröndal skrífar: Af vettvangi bœjarstjórnar Leigublla- hasar í bænum Samkvæmt nýjum reglugerð- um sem litu dagsins ljós 1989 um leigubílaakstur kom i ljós að ráðuneyti samgöngumála viðurkenndi ekki að viður- kennd stöð starfaði í Grinda- vík. Laufey Dagmar Jóns- dóttir, Baðsvöllum 17, fór að aka leigubíl í bænum. Þeir leigubílstjórar sem fyrir voru sögðu í einkasamtölum við marga bæjarfulltrúa að ekk- ert mál yrði að taka hana inn á stöðina og óskuðu formlega eftir viðurkenningu bæjar- stjórnar á leigubílastöð. Að þeirri viðurkenningu feng- inni var fyrsta verk bílstjór- anna að kæra Laufeyju til lögreglunnar og töldu nú öll tormerki á að taka Laufeyju inn á stöðina. Laufey sótti þá um viðurkenningu á að hún ræki eigin fólksbílastöð. Eft- ir að hafa rætt við sérfræðing Samgönguráðuneytisins í þessum málum varð niður- staða bæjarráðs að leggja til við bæjarstjórn að hún aftur- kallaði viðurkeninguna til gömlu stöðvarinnar og gefi aksturinn frjálsan sem heim- ilt er í nýrri reglugerð. Grinda- víkurbær sækir um Vegna fyrirhugaðs aðal- skipulags á Svartsengissvæði er nauðsynlegt að bærinn fái til afnota 100 ha. skika suður frá Þorbirni og Lágafelli. Skipulag Grindavíkur og Svartsengis tengist á þessum slóðum. Erindið er til um- fjöllunar hjá Varnarmála- nefnd og Skipulagi varnar- svæða. Vænst er jákvæðra svara innan tíðar. Það er og nauðsynlegt að hindra nýframkvæmdir fyrir Varnarliðið á umræddu svæði, en miklar fram- kvæmdir eru í gangi vestan við Grindavík. Vínveitinga- stöðum fjölgar! Fyrir bæjarstjórn og áfengis- varnarnefnd liggja 2 umsóknir um vínveitinga- leyfi. 3ja umsóknin er vænt- anleg á næstuni frá sam- komuhúsinu Festi. Þeir sem sótt hafa um eru Guðjón Jónsson, sem vill fá fullt vínveitingaleyfi fyrir stað sem hann og fleiri eru að opna við Bláa lónið. Þá hefur hinn nýi veitingamaður í Sjó- mannastofunni, Sigurgeir Sigurgeirsson, sótt um að eignast það vínveitingaleyfi sem Jón Guðmundsson fékk úthlutao áður. Þá telur Þor- steinn Jónsson fram- kvæmdastjóri Festar nauð- synlegt að vínveitingaleyfi verði veitt til Festar vegna nýrra aðstæðna og aukinnar samkeppni. Þá yrði líka hægt að koma í veg fyrir þann ósið manna að hafa áfengisbirgð- ir með sér á dansleiki í hús- inu. Þessar umsóknir verða afgreiddar á bæjarstjórnar- fundi í febrúar. Oveðurs- tjónið borgað! Nú er ljóst að Viðlagatrygg- ing (Viðlagasjóður) mun borga tjónið á mannvirkjum í og við höfnina. Einnig borgar hún hreinsun lands og lóða. Þá eru stjórnvöld að leggja síðustu hönd á áætlun um hvernig eigi að fjármagna stóreflingu sjóvarnagarð- anna. Ný fóstra ráðin á leikskólann Bjarney Hlöðversdóttir (Guðrúnar Sigurðardóttur og-Sigurðar Seinbjörnssonar kaupmanns í Málmey) hefur verið ráðin fóstra við leik- skólann í heilu starfi frá k maí nk. Hún hefur að undan- förnu starfað í Mosfellsbæ, en vill koma heim og búa í Grindavík. Starf fóstru er lögverndað og ganga þær fyrir um störf á dagvistunar- stofnunum. mjmynD Hafnargötu 90 Sími 11016 Myndatökur við allra hœfi Passamyndir tilbúnar strax

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.