Bæjarbót - 05.01.1990, Blaðsíða 9

Bæjarbót - 05.01.1990, Blaðsíða 9
Janúar 1990 Bæjarbót, óháð fréttablað 9 Bæjarbót útnefnir íþróttamenn Grindavíkur 1989 í körfuknattleik, golfi, knattspyrnu, júdó, handknattleik og pílukasti Bœjarbót hefur nú valið íþróttamenn ársins 1989, einn fyrir hverja íþróttagrein. Eftir miklar vangaveltur og samanburð standa uppi sem sigurvegarar sex einstaklingar sem allir leggja mikla rcekt við íþrótt sína og hafa náð árangri sem er á landsmœlikvarða. Það er orðinn fasturþáttur hjá blaðinu að velja íþróttamenn ársins íhverrigrein, ísamvinnu við sérdeildir UMFG, eftir því sem tök eru á. Þetta er vissulega erfitt því margir snjallir íþróttamenn eru í bœnum og það er von blaðsins að íþróttamenn sœkist eftirþessari tilnefningu og leggi jafnvel enn harðar að sér fyrir vikið. Að mati blaðsins eru eftirtaldir íþróttamenn deildanna keppnisárið 1989. Guðmundur Bragason Hjálmar Hallgrímsson Sigurður H. Bergmann Sigurrós Ragnarsdóttir Handknattleikur # Bæjarbót útnefnir Sigurrósu Ragn- arsdóttur handknattleiksmann ársins 1989 í Grindavík. Hún er 15 ára og stundar nám við Grunnskóla Grinda- víkur. Sigurrós leikur í 3ja aldursflokki og er yfirburðamaður í liði UMFG, sem tryggt hefur sér rétt til að leika í fyrstu deild. Þetta er annað árið sem Sigurrós hlýtur þessa tilnefningu blaðsins. Knattspyrna • Bæjarbót útnefnir Hjálmar Hall- grímsson knattspyrnumann ársins 1989 í Grindavík. Hjálmar er 23ja ára, starfar sem lögreglumaður og hefur verið fastur maður í liði UMFG nokkur undanfarin ár og átti stóran þátt í að tryggja liðinu sæti í 2. deild sl. haust. Hann er sterkur miðjuleikmaður og hefur góða knatt- meðferð. Einnig er keppnisskapið í góðu lagi. Júdó • Bæjarbót útnefnir Sigurð H. Berg- mann júdómann ársins 1989 í Grinda- vík. Hann náði ágætum árangri á árinu. Hæst ber silfurverðlaunasæti á Opna Breska mótinu, sem er mjög sterkt. Hér heima varð Sigurður 2. á íslandsmótinu og einnig í opna flokknum, en sigraði hins vegar á afmælismóti JSÍ. Hann tók þátt í Evrópumeistaramótinu í Helsingi og var hársbreidd frá verðlaunasæti. Körfuknattleikur # Bæjarbót útnefnir Guðmund Braga- son körfuknattleiksmann ársins 1989 í Grindavík. Þetta er fjórða árið í röð sem hann hlýtur þessa tilnefningu. Hann hefur verið lykilmaður í liði UMFG og einnig í landsliðinu á árinu. Um áramót hafði hann hlotið 54 punkta hjá blaðrnu fyrir leik sinn, eða 3.37 að meðaltali. Þá hafði hann skorað 384 stig, eða 24 stig í leik. Guðjón Hauksson Sigurgeir Guðjónsson Pílukast Golf # Bæjarbót útnefnir Guðjón Hauksson pílukastara ársins 1989 í Grindavík. Hann tekur því við titlinum af Pétri bróður sínum. Guðjón varð 2. á íslands- mótinu í einmenningi. Þá varð hann Suðurnesjameistari í einmenningi og tví- menningi, ásamt Ægi Ágústssyni. Hann var í landsliði íslands og keppti m.a. við landslið Dana og Svía. # Bæjarbót útnefnir Sigurgeir Guð- jónsson golfmann ársins 1989 í Grinda- vík, en hann hlaut einnig þá útnefningu í fyrra. Sigurgeir varð meistari Golf- klúbbs Grindavíkur og tryggði sér þann titil í fimmta sinn á sjö árum og sýnir sá árangur best styrk hans, en framfarir hafa verið miklar í íþóttinni á árinu. Sig- urgeir hefur lægstu forgjöf golfara í Grindavík. íþróttamenn ársins í Grindavík Körfuknattleikur: 1986 Guðmundur Bragason 1987 Guðmundur Bragason 1988 Guðmundur Bragason 1989 Guðmundur Bragason Knattspyrna: 1986 Ragnar Eðvarðsson 1987 Rúnar Sigurjónsson 1988 Pálmi Ingólfsson 1989 Hjálmar Hallgrímsson Handknattleikur: 1986 Guðrún Bragadóttir 1987 Vigdís Ólafsdótir 1988 Sigurrós Ragnarsdóttir 1989 Sigurrós Ragnarsdóttir Golf: 1986 Guðmundur Bragason 1987 Jóhann P. Ander'sen 1988 Sigurgeir Guðjónsson 1989 Sigurgeir Guðjónsson Júdó: 1986 Sigurður H. Bergmann 1987 Guðmundur Másson 1988 Sigurður H. Bergmann 1989 Sigurður H. Bergmann Pílukast: 1987 Ægir Ágústsson 1988 Pétur Hauksson 1989 Guðjón Hauksson

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.