Bæjarbót - 05.01.1990, Blaðsíða 10

Bæjarbót - 05.01.1990, Blaðsíða 10
10 Bæjarbót, óháð fréttablað Janúar 1990 Þessi mynd var tekin þegar nokkrir þingmenn kjördæmisins, samgönguráðherra og embættis- menn, ásamt fulltrúum frá Grindavíkurbæ, fóru vestur í Bót til að skoða landbrotið sem varð í óveðrinu 9. janúar. Mikil þörf á brimvarnargörðum: Landbrot gæti reynst byggðinni hættulegt — góðar vonir um fjármagn til framkvæmda segir bæjarstjóri Jón Gunnar Stefánsson bæjarstjóri. Þegar veðurhamnum slotaði þann 9. janúar blasti við mönn- um eyðilegging sem fáa óraði fyrir að gæti átt sér stað. Skemmdir á mannvirkjum við Grindavíkurhöfn hafa verið tiundaðar ítarlega í fjölmiðlum, en minna hefur verið rætt um hið geigvænlega landbrot sem átti sér stað umrædda óveðurs- nótt og er auðsætt hverjum þeim sem t.d. leggur leið sína vestur í Bót eða út í Hópsnes. Nokkuð hefur verið byggt af sjóvarnargörðum, sem vörðu landið vel, en betur má ef duga skal. Bæjarbót spurði bæjar- stjórann, Jón Gunnar Stefáns- son, hvað framundan væri í gerð slíkra varnargarða. „Við höfum góðar vonir um að það sem skemmdist verði bætt að fullu og fyrirsjáanlegt að við komum til með að fá betri mannvirki en áður, vegna þess að menn sjá nú þörfina fyrir að gera hér verulegar endurbætur á brimvarnargörðum og það var einmitt álit forsætisráðherra, eftir að hafa skoðað þetta, að ekki mætti láta þetta tækifæri ónotað, á meðan atburðirnir væru í fersku minni fólks, að standa myndarlega að úrbótum strax“. Nú er nýbúið að samþykkja fjárlög, hvernig á að fjármagna framkvæmdirnar? „Þegar þörfin er jafn augljós og hér finna menn alltaf einhver úrræði. Með lántökum svo hef- ur Viðlagatryggingarsjóður fjármuni sem ekki er óeðlilegt að lána til svona verks, til að koma í veg fyrir stærri tjón síðar“. Hvað má búast við að endur- bæturnar kosti? „Menn hafa giskað á að okk- ur vanti snarlega um 30 milljónir til að betrumbæta sjóvarnar- garðana. Við höfum fengið um 4 milljónir til þessa og menn sjá strax árangur af þeim görðum, sem reistir voru fyrir það fé. Við þurfum þetta fé til þess að verja byggðina fyrir svona áhlaupum, því landbrotið verður ótrúlega mikið, auk þess sem sjórinn molar landið hægt og bítandi með Atlantshafsöldunni alla daga“ sagði Jón Gunnar að lok- um. Gleðilegt ár! Þakka viðskiptin á árinu sem leið! Athugið! Lokað verður fyrir hádegi, nema laugardaga, frá 28. janúar- 25 febrúar. Reiðhjólaverkstæði M.J. Hafnargötu 55 - Keflavík Munið Getraunanúmer UMFG: 240 Knattspyrnudeildin - Fasteignagjöld — 1990 Gjalddagar verða sjö (jan-júlí). Gíróseðlar verða sendir út mán- aðarlega. Gjaldendur eru hvattir til að gera skil svo komist verði hjá dráttarvöxtum. Grindavík 18. janúar 1990 Innheimta Grindavíkurbæjar Nýjar perur! íþróttahús Grindavíkur: Erum komin með splunku nýjar perur í ljósabekkinn! «* Bjóðum þér gæðasól í skammdeginu! • * ,í' ^' Þeir spara sem kaupa kort! ^ % • 10 tímar — kr. 2.600.- • Stakir tímar — kr. 320.- • 10% skólaafsláttur Hvaða tími hentar þér? Opið kl. 08.00-23.00 alla virka daga. Einnig opið um helgar. íþróttahús Grindavíkur Sími 68244

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.