Bæjarbót - 05.01.1990, Blaðsíða 5

Bæjarbót - 05.01.1990, Blaðsíða 5
Janúar 1990 Bæjarbót, óháð fréttablað 5 # Ef þú berð umhyggju fyrir einhverjum sem á við áfengis- vandamál að stríða, getur Al-Anon leiðin hjálpað þér. • Al-Anon fjölskyldudeildirnar eru félagsskapur ættingja og vina alkóhólista, sem samhæfa reynslu sína, styrk og vonir svo þau megi leysa sameiginleg vandamál sín. Við trúum að alkóhólismi sé fjölskyldusjúkdómur og að breytt viðhorf geti stuðlað að heilbrigði. Al-Anon fundir í Grindavík að Víkurbraut 34 (Lágafelli: Mánud. kl. 20 — Byrjendafundir. Mánud. kl. 21 — Almennir fundir Al-Anon fundir í Keflavík að Klapparstíg 7 Mánud. kl. 20 — Byrjendafundir. Mánud. kl. 21 — Almennir fundir. Miðvikud. kl. 21 — Sporafundir Laugard. kl. 16 — Pontufundir. Laugard. kl. 14 — Al-Ateen* Laugard. kl. 11 — U.B.A.** Þriðjud. kl. 21 — U.B.A.** Á * Al-Ateen: 13-19 ára unglingar. ** Uppkomin börn alkóhólista. A Verslum heima! — Það tryggir okkur þjónustu Linda Dögg Hólm Unglingur mánaðarins að þessu sinni er Linda Dögg Hólm, 15 ára nemandi í Grunn- skóla Grindavíkur. Hún bjó í Reykjavík til 11 ára aldurs, en flutti þá til Grindavíkur. Þrjú síðustu sumur hefur hún stundað land- búnaðarstörf í þremur sýslum og segist taka sveitina og Grindavík fram yfir Reykjavík. Helstu áhugamál: Góð tónlist, að skemmta mér. Hestar og önnur dýr. Á bæði hund og kött heima. Fyndnasta æskuminningin: Þegar ég málaði allt klósetther- bergið heima brúnt ásamt vinkonu minni. Vandræðalegasta staðan sem ég hef lent í: Þegar ég tók feil á konu sem ég hélt að væri mamma. Þetta var úti á götu í Reykjavík. Uppáhaldsleikföng um 7 ára aldur: Bangsinn minn, sem varð fyrir þeim örlögum að bróðir minn skar hann í tætlur. Ertu ástfangin?: Nei, ekki eins og er, en hef verið það. Tónlistarsmekkur og uppáhaldshljómsveitir: Bubbi Morthens er í uppáhaldi hjá mér, en ég hlusta aðallega á þungarokk. Hugsar þú um stjórnmál?: Nei, þetta er allt sama ruglið! Uppáhaldsíþróttahetja: Glimumaðurinn Hulk Hogan. Mitt mesta afrek til þessa: Er ég vann ræðukeppnina í Grunn- skóla Grindavíkur árið 1989. Helstu framtíðaráform: Að ná 9. bekk og komast eitthvað áfram, kannski í hárgreiðslu eða snyrtifræði. Lestu oft blöð og bækur?: Það kemur fyrir að ég lít í blöðin, en les sjaldan bækur. Hvað fer mest í taugarnar á þér?: Ákveðinn stærðfræðikenn- ari fer alveg hrikalega í taugarnar á mér! Hvar viltu búa í framtíðinni?: Auðvitað í Grindavík (heima er best)! Uppáhaldsmatur og drykkur: Kjúklingur er besti maturinn, ætli besti drykkurinn sé ekki kók! Helstu kostir við Grindavík: Allir þekkja alla Hvað vildirðu helst hafa hjá þér ef þér skolaði á land á eyðieyju?: Tannbursta og aðrar nauðsynjar. Hver er maður ársins 1989 í Grindavík að þínu mati? Pabbi minn Þorlákur Guðmundsson. Næsta Bæjarbót kemur út eftir mánuð. Ert þú með? Kvenfélag Grindavíkur: Guðveig lét af for- mennsku Aðalfundur Kvenfélags Grindavíkur var haldinn 8. janúar sl. Formaðurinn Guð- veig Sigurðardóttir, gaf ekki kost á sér áfram, og við tók Birna Óladóttir. Kvenfélagið starfar aðal- lega að líknar og mannúðar- málum. Þess má geta að fé- lagið hefur stutt byggingu Heimilis aldraðra í Grinda- vík með peningagjöfum, einnig Krísuvíkursamtökin og Kvennaathvarfið í Reykjavík. Þá má geta þess að Kvenfélagið hefur gefið 3 saumavélar til Grunnskóla Grindavíkur og var sú síðasta afhent nú í haust. Sú ný- breytni verður tekin upp nú að senda út gíróseðla til fé- lagskvenna til að auðvelda innheimtu félagsgjaldanna. Fráfarandi formanni voru þökkuð vel unnin störf en hún hafði verið formaður í samtals 10 ár. Á árunum 1970-1976 og 1986-1989. Næsti fundur verður 12. febrúar og kemur Heiðar Jónsson á fundinn. Allar konur eru velkomnar, ekki aðeins kvenfélagskonur. Afbrýðisemi Kona fyrirgefur manni sjaldan ef hann er afbrýði- samur og aldrei sé hann það ekki. P.J. Toulet Afbrýðisemin vaknar um leið og ástin en hverfur ekki alltaf með henni. La Rochefocauld Það er ekki ástin heldur af- brýðisemin sem vill fyrir hvern mun vita allt. Frithiof Brandt í afbrýðisemi er meiri eig- ingirni en ást. La Rochefocauld Það eru aðeins þær mann- eskjur sem varast að vekja afbrýðisemi, sem eiga það skilið að maður sé afbrýði- samur þeirra vegna. La Rochefocauld Afbrýðisemi stafar ekki af ótta við að missa, heldur ótta við að deila með öðrum. Edward Munch Afbrýðisemi er bara særð hégómagirni, segja menn. En ég efast um að hægt sé að nota orðið ,,bara“ um þann djöfullega sársauka sem af- brýðisemin veldur. Carl Hammarén íbúð vantar strax! Grindavíkurbær vill taka 2ja-3ja herbergja íbúð á leigu nú í byrjun febrúar um óákveð- inn tíma. Upplýsingar á skrifstofum Grindavíkurbæjar Ertu með Heimilis- og Húseigandatryggingu? FLAKKARINN Frá námsflokkum Grindavíkur Námskeið á vorönn hefjast 3. febr. Eftirtalin námskeið verða í boði. Heimilisbókhald: Áætlunargerð i samráði við Stjórnunarfélag íslands. Mánudagur 5. febr. 19.00-22.30. Verð: 2.500-4.700 (eftir þátttakendum). Myndlist fyrir fullorðna: Kennari Sigríður Sigurðardóttir. Dagar: Mánudaga kl. 20.00-22.00 í 6 vikur. Verð: 3000,- ATH: Blýantsteikning og kolteikning. Myndlist fyrir börn: Kennari Sigríður Sigurðardóttir. Dagar: Þriðjudaga kl. 17.00-19.00 í 6 vikur. Verð: 3000,- ATH Málun og teikning. Næringarfræði: Æskilegar neysluvenjur. Fyrirlesari: Anna Edda Ásgeirsdóttir næringarfræðingur. Dagur: 3. feb. kl. 14.00-15.30. Verð: 1000,- Útskurður: Kennari Matthías Andrésson. Dagar: Mánudaga kl. 19.30- 21.00 í 6 vikur. Verð: 5000,- Stærðfræði: Kennari Garðar Vingisson. Dagar: Mánudaga og miðviku- daga 19.30-21.00 8 vikur. Verð: 5500.- ATH: Undirbúningur fyrir framhaldsnám. Stuðst við stærðfræðibók handa for- námi útgefna af Iðnskóla í Reykjavík. Hvað er gott kynlíf? Fyrirlesari: Jóna Ingibjörg Jónsdóttir kynfræðingur. Laugardag 10. feb. kl. 14.00-16.00. Verð: 1000-2000 (eftir þátttöku). Spænska: Kennari Sigurður Hjartarson. Dagar: Mánudaga og miðviku- daga kl. 20.00-21.30 í 6 vikur. Verð: 4000,- Siglingafræði: Kennari Gunnlaugur Dan Ólafsson. Dagar: Óákveðið. 36 stundir. Gefur 30 tonna skipstjóraréttindi. Verð: 6500.- Fatasaumur: Kennari. Hafdís Valdimarsdóttir. Dagar: Þriðjudaga kl. 20.00-22.40 í 6 vikur. Verð: 4000,- Silkimálun: Kennari Heiða Vignisdóttir. Dagar: Þriðjudaga kl. 19.30- 22.00 í 6 vikur. Verð: 6000,- Austurlensk matargerð „Oriental Cooking“: Leiðbeinendur Panja Chalao og Marissa Schabae. Dagar: Þriðjudag 6. feb. kl. 19.00 og fram eftir kvöldi. Hámark 15 þátttakendur. Verð: 1000-1500 (eftir þátttöku). Allar nánari upplýsingar og innritun hjá Magnúsi í síma 68443 á kvöldin og í skólanum í síma 68020 í hádeginu. Innritun lýkur 2. febrúar.

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.