Bæjarbót - 01.09.1990, Page 9
September 1990
Bæjarbót, óháð fréttablað 9
Vatnsveita Grindavíkur:
Hverju hafa allar fram-
kvæmdirnar skilað?
— Jón Sigurðsson bæjartæknifræðingur skrifar
í reglugerð um Vatnsveitu
Grindavíkur kveður svo á að
„Vatnsveitan er eign Grindavík-
urbæjar og er rekin í þeim til-
gangi að fullnægja vatnsþörfum
heimila og fyrirtækja í kaup-
staðnum svo og að sjá bæjarfé-
laginu fyrir nægu vatni til
brunavarna“. Telja má það
frumskilyrði að nóg sé af góðu
ferskvatni svo hjól atvinnulífs-
ins geti snúist með eðliiegum
hætti og fagurt mannlíf fái
dafnað í vaxandi bæ.
Undanfarin 4 ár hafa farið
fram töluverðar endurbætur á
vatnsveitunni eins og bæjarbú-
um hefur greinilega verið Ijóst,
„allar götur uppgrafnar“. En
hafa allar þessar framkvæmdir
skilað einhverjum árangri? Hér
á eftir er tekin saman stutt grein-
argerð sem e.t.v. varpar ein-
hverju ljósi á þá spurningu.
Hér verður ekki rakin saga
vatnsveitunnar enda aðrir sem
kunna betri skil á henni en und-
irritaður. Þó má segja að áður
fyrr var notast við brunnvatn
eða regnvatn, sem safnað var í
þrær af þökum húsa. Það þraut
stundum í langvarandi þurrk-
um. Hafist var handa við borun
eftir neysluvatni nokkru ofan
við þorpið og vatnsveitan lögð
um hreppinn á sjötta áratugn-
um. Síðar með aukinni vatns-
þörf voru einnig boraðar holur í
svokallaðri Moldarlág austan við
þorpið. Vatn úr þessum borhol-
um, var lítils háttar saltmengað
og hart, og þess vegna ekki vel
hæft til drykkjar. Dælingu úr
þessum borholum var hætt í
feb. 1987.
Hitaveita Suðurnesja hefur
séð bæjarfélaginu fyrir köldu
® Jón Sigurðsson.
vatni frá Svartsengi síðan 1982.
Við áhleyingu vatnsins frá
Svartsengi inn á bæjarkerfið
kom fram mikill leki í asbest-
lögnunum. En þrátt fyrir stöð-
ugar viðgerðir var ljóst að lekinn
í kerfinu var mjög mikill og
erfitt var að finna lekastaði þar
sem jarðvegurinn er gljúpur og
vatnið hripar niður í hraunið.
Árið 1987 var hafist handa
við endurnýjun vatnsæðanna í
götunum og heimæðum að
lóðarmörkum en þá voru lagðir
1432m, árið 1989 954m og nú í
sumar 1720m af plastlögnum
(PEH). Plastið er mjög ending-
argott og er talað um a.m.k. 300
ára líftíma.
Vatnsveituframkvæmdirnar
hafa verið boðnar út hverju
sinni og hefur verktakafyrirtæk-
ið Litlafell sf. verið lægstbjóð-
endur. Hafa þeir skilað þessu
verkefni vel úr hendi. Póstur og
Sími og Hitaveita Suðurnesja
hafa fengið að nýta vatnsveitu-
skurðina með lagningu nýrra
strengja. Hafa þessar stofnanir
greitt á hvern meter fyrir afnot
af skurðunum.
Á meðfylgjandi línuritum er
sýnt kaldavatnsrennsli til bæjar-
ins frá Svartsengi á tímabilinu 1.
sept. 1988 till 31. ágúst 1990. 'A
þeim má lesa að veruleg minnk-
un er á vatnsrennsli til bæjarinns
þegar á líður tímabilið. Þrátt
fyrir samdrátt í atvinnulífinu
hefur ekki minnkað rennslið á
köldu vatni gegnum mæla til
fyrirtækjanna í formi auka-
vatnsskatts, en mars-júlí 1988
var rennslið 100.000 rúmm.,
mars-júlí 1989 80.000 rúmm. og
í mars-júlí 1990 103.000 rúmm.
Sala gegnum mæla er u.þ.b.
30% af því heildarvatnsmagni
sem keypt er af Hitaveitu Suður-
nesja.
® Svona fóru gömlu asbeströrin þegar vatninu frá Svartsengi var hleypt á kerfið.
Það sem ávinnst hefur með
þessum framkvæmdum mætti
því helst telja:
1. Vatnsrennslið frá Svartsengi
hefur stórlega minnkað. Mikill
sparnaður í vatnskaupum við
HS.
2. Aukinn þrýstingur á kerfinu,
þ.e.a.s. aukin þægindi og öryggi
í fiskvinnslunni.
3. Sverari lagnir og því meira
vatn til slökkvistarfa.
4. Bilanir koma varla til og því
enginn uppgröftur.
I reglugerð um vatnsveitu
Grindavíkur kveður svo á um að
„Húseigandi á vatnslögnina frá
lóðarmörkum inn í hús og ber
honum skylda til að halda við
lögnina á eigin kostnað“. Nokk-
uð hefur borið á að þessar heim-
æðarnar eru gerónýtar. Margir
húseigendur hafa brugðist vel við
og endurnýjað þessar lagnir jafn-
hliða framkvæmdum í götunni
og koma þar með í veg fyrir að fá
þetta í hausinn síðar. Gat á
heimæð sem samsvarar við 2 kg
þrýsting, að gatið sé líkt og sver-
asti hluti blýants tapast 11/s sem
þýðir ca. kr. 100.000.- í kostnað
fyrir bæjarfélagið á ári. Húseig-
anda er einnig bent á leka krana
innanhúss, leka salerniskassa og
almenna sóun á neysluvatni með
sírennsli skrifast allt á kostnað
skattgreiðanda.
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja
hefur eftirlit með neysluvatni á
Suðurnesjum og eru tekin 2 sýni
af vatninu í Grindavík í hverjum
mánuði og send á rannsóknar-
stofu Hollustuverndar ríkisins.
Hafa niðurstöður verið mjög
góðar og vatnið talið vera sér-
staklega hreint.
Frá árinu 1982 hafa verið
áform um að reisa miðlunar-
geymi fyrir vatnsveituna á Sel-
hálsi. Undirritaður telur að ekki
sé tímabært að ráðast í þá fram-
kvæmd heldur að halda áfram
að endurbæta dreifikerfið, því
enn er um 25% af asbesti í heild-
arvatnslagnakerfi bæjarins.
Gríndavík 20. sept. 1990.
Bæjartæknifræðingurinn
í Grindavík.
Vantar ykkur akstur
fyrir einstaklinga
eða hópa?
Laufey Jónsdóttir
Símar 985-23894 og
68094 allan sólarhring-
inn!
Páll Gíslason
Símar 985-34343 og
68732.
8 sæta Minibus.
Geymið auglýsinguna!