Fréttablaðið - 07.05.2020, Síða 4
NEY TE NDUR Danska f jármála
eftirlitið hefur tilkynnt starfsemi
eCommerce2020, sem bauð upp á
smálán á Íslandi, til lögreglu fyrir
brot á lögum um peningaþvætti.
Ecomm erce2020, sem er í eigu
Kredia Group, hélt úti vörumerkj
unum Kredia, Múla, 1909 og Hrað
peningum.
Orka Holding keypti allt hlutafé
Kredia Group í byrjun apríl og hefur
fært starfsemina yfir í félagið Núnú
sem skráð er á Íslandi. Núnú býður
upp á lán á bilinu 10 til 20 þúsund
krónur með 11,27 prósenta vöxtum.
Ondřej Šmakal, sem átti Kredia
Group, er nú forstjóri Orka Vent
ures. Eigandi og stjórnarformaður
Orka Ventures og Núnú er Leifur
Alexander Haraldsson, sem átti á
tímabili félögin Kredia og Smálán
áður en þau fóru í þrot fyrir nokkr
um árum.
Tilkynning fjármálaeftirlitsins
danska snýr að vörnum eCommerce
2020 þegar kemur að peningaþvætti
og fjármögnun hryðjuverkastarf
semi, þarf að vera búið að gera
áreiðanleikakönnun á viðskipta
manni áður en lán er veitt. Segir í
bréfi fjármálaeftirlitsins að fyrir
tækinu sé gert að ráðast í úrbætur
án tafar. Segir einnig að eComm
erce 2020 hafi einungis veitt lán á
Íslandi.
Šmakal vill ekki tjá sig um málið
og segir að hann sé hættur afskipt
um af starfseminni á Íslandi. Ekki
náðist í Leif Haraldsson við vinnslu
fréttarinnar.
Í tilkynningu sem Leifur gaf frá
sér nýverið segir hann að viðskipta
módel Núnú verði annað en Kredia
Group sem hafi verið „á skjön við
flest okk ar sam fé lags legu gildi“.
Neytendasamtökin hafa staðið
í stappi við Kredia Group og
Almenna innheimtu síðasta árið.
Hluti baráttunnar snýst um ólögleg
lán sem eCommerce2020 hefur veitt
undir því yfirskini að lánin væru
dönsk þar sem fyrirtækið væri stað
sett í Danmörku. Neytendastofa
komst að þeirri niðurstöðu í fyrra
að starfsemin félli undir íslensk
lög enda lánin veitt og innheimt á
Íslandi. Málið er nú á borði áfrýj
unarnefndar neytendamála.
Brynhildur Pétursdóttir, fram
kvæmdastjóri samtakanna, segist
vona að nýlegar breytingar á lögum
um neytendalán muni tryggja að
fyrri viðskiptahættir smálána
fyrirtækja séu liðnir undir lok. „Við
sjáum ekki annað á þessari stundu
en að Núnú starfi innan ramma
laganna en í ljósi alls sem á undan
er gengið getum við ekki ráðlagt
neinum að eiga viðskipti við fyrir
tæki sem er stýrt af, eða er í eigu
manna sem hafa komið að eComm
erce2020,“ segir Brynhildur.
Hún segir helsta áhyggjuefnið í
dag vera innheimtu útistandandi
skulda við eCommerce2020. Vef
síður vörumerkja Kredia Group
vísa nú á vef Núnú og þeim sem eru
með útistandandi lán er bent á vef
Almennrar innheimtu til að semja
um greiðslur.
Almenn innheimta er ekki undir
eftirliti Fjármálaeftirlitsins, heldur
Lögmannafélagsins. „Við erum
með þó nokkuð mörg mál þar sem
fólk er klárlega búið að ofgreiða og
skuldar ekkert en það hefur aldrei
komið til tals hjá þessum fyrir
tækjum eða Almennri innheimtu
að endurreikna lánin og greiða lán
takendum það sem þeim ber,“ segir
Brynhildur.
„Fólk þyrfti að fara fyrir dóm
stóla og það borgar sig tæplega. Þess
vegna er svo mikilvægt að ólögleg
starfsemi sé stöðvuð og að fyrirtæki
geti ekki starfað án alls eftirlits og
raunhæfra úrræða. Það er kannski
svolítið dæmigert fyrir þetta mál
allt að það sé síðan dönsk eftirlits
stofnun sem stöðvi starfsemi fyrir
tækis sem hefur komist upp með
ólögleg okurlán á íslenskum lána
markaði.“ arib@frettabladid.is
Fjármálaeftirlit Dana sigar
lögreglu á smálánafyrirtæki
Danska fjármálaeftirlitið hefur tilkynnt starfsemi eCommerce 2020, sem bauð upp á smálán á Íslandi,
til lögreglu þar í landi fyrir brot á lögum um peningaþvætti. Starfsemin var nýverið færð til Íslands sem
Núnú. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna segir ekki ráðlagt að stunda viðskipti við fyrirtækið.
Danska lögreglan hefur nú mál eCommerce2020 á sínu borði. MYND/GETTY
Það er kannski
svolítið dæmigert
fyrir þetta mál allt að það sé
dönsk eftirlitsstofnun sem
stöðvi starfsemi fyrirtækis
sem hefur komist upp með
ólögleg okurlán á íslenskum
lánamarkaði.
Brynhildur
Pétursdóttir,
framkvæmda-
stjóri Neytenda-
samtakanna
ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433
WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
FÁRÁNLEGA LÁGT VERÐ Á NÝJUM DEKKJUM!
Við bjóðum upp á takmarkað magn af hjólbörðum fyrir fólksbíla, minni jeppa,
stærri jeppa og pallbíla. Ný og ónotuð dekk á ótrúlegu lágu verði.
Uppgefið verð er heill umgangur eða 4 DEKK MEÐ VSK.
Þekkt merki í boði s.s.: Michelin, Goodyear, Pirelli, Bridgestone, Firestone, Continental,
Kumho og Falken. Hér fyrir neðan má sjá dæmi um hvaða dekk og stærðir eru í boði:
195/55R16 - 4 stk. sumardekk - 49.000 kr.
225/55R18 - 4 stk. sumardekk - 59.000 kr.
225/60R17 - 4 stk. sumardekk - 59.000 kr.
225/70R17 - 4 stk. sumardekk - 59.000 kr.
225/55R18 - 4 stk. sumardekk - 59.000 kr.
265/60R17 - 4 stk. sumardekk - 49.000 kr.
265/60R18 - 4 stk. sumardekk - 80.000 kr.
265/50R20 - 4 stk. sumardekk - 99.000 kr.
275/70R18 - 4 stk. sumardekk - 69.000 kr.
285/60R20 - 4 stk. sumardekk - 99.000 kr.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ISBAND.IS, DEKK@ISBAND.IS OG Í SÍMA 620-2321
FYRSTIR KOMA - FYRSTIR FÁ
STJÓRNSÝSLA „Ég hef verið að sækja
um lóðir hjá Isavia síðustu þrjú ár
til að ráðast í atvinnuuppbyggingu
á Keflavíkurflugvelli, nú fæ ég þau
svör að ég fái ekki lóð því Isavia er
ekki með samning við ríkið,“ segir
Hilmar Á. Hilmarsson athafna
maður.
Bjargfastur ehf., fyrirtæki Hilm
ars, falast eftir leigulóð til að reisa
sex þúsund fermetra f lugskýli og
reisa 600 fermetra skrifstofubygg
ingu fyrir ýmiss konar flugstarfsemi
inni á f lugvallarsvæðinu í Keflavík.
Fyrirtækið sem mun nota lóðina er
Ace Fbo ehf., sem sér um afgreiðslu
fyrir einkaþotur og herf lugvélar.
ACE FB er nú með sams konar starf
semi í f lugskýli 1 á Reykjavíkurflug
velli, sem var friðað nýverið.
Hilmar segir allt tilbúið fyrir upp
byggingu, bæði teikningar og deili
skipulag af hálfu sveitarfélagsins.
Það eina sem vantar sé lóðin.
„Ég hef fengið þau svör frá Isavia
að þetta strandi á því að það sé
ekki samningur við ríkið um lóð
ina. Formlega eigi ríkið lóðina og
þeir geti ekkert gert fyrr en það sé
komið,“ segir Hilmar. „Það er fárán
legt að eitthvað sem myndi skapa
atvinnu á Suðurnesjum strandi á
skriffinnsku. Nú er kjörið tæki
færi fyrir uppbyggingu. Við höfum
tapað viðskiptum til annarra landa
því það eru engin flugskýli laus.“
Samkvæmt upplýsingum frá
Isavia er undirbúningur fyrir útboð
langt kominn. Guðjón Helgason,
upplýsingafulltrúi Isavia, segir
lóðamálin í eðlilegu ferli.
„Lóðir á Kef lavíkurf lugvallar
svæðinu eru auðvitað takmörkuð
gæði og ekki afhentar til einstakra
aðila öðruvísi en að undangengnu
auglýstu og opnu útboði. Undirbún
ingur undir útboð lóða er í eðlilegu
ferli,“ segir Guðjón. – ab
Athafnamaður vill reisa sex þúsund fermetra flugskýli í Keflavík
Flugskýlið byggir á sömu teikningu
og þetta skýli á Gatwick-flugvelli.
VELFERÐARMÁL Tilkynningum sem
bárust Barnavernd Reykjavíkur
fjölgaði um 15 prósent í apríl miðað
við sama mánuð í fyrra. Alls bárust
468 tilkynningar um 332 börn.
Fyrstu fjóra mánuði ársins barst
1.731 tilkynning vegna 1.590 barna.
Í báðum tilvikum er aukningin um
níu prósent frá sama tíma í fyrra.
Alls voru 220 tilkynninganna í
apríl vegna vanrækslu, 135 vegna
áhættuhegðunar barna og 113
vegna of beldis.
Í 71 tilviki var barn metið í yfir
vofandi hættu. Fyrstu fjóra mánuði
ársins eru slík tilvik 241 talsins en
voru 189 á sama tíma á síðasta ári.
Í apríl voru alls 2.057 virk mál á
borði Barnaverndar Reykjavíkur og
hafa þau aldrei verið fleiri. – sar
Málum fjölgar
hjá Barnavernd
COVID 19 Þórólfur Guðnason sótt
varnalæknir sagðist í gær hafa
ákveðið í samráði við heilbrigðis
ráðherra að flýta næstu aðgerðum
í afléttingu samkomutakmarkana.
Næsta skref verði 25. maí, viku fyrr
en áætlað var.
Þriðja daginn í röð voru engin
staðfest tilfelli af COVID19 á
Íslandi og voru 39 með virkt smit
í gær. Undanfarna átta daga hafa
tveir greinst en 88 manns náð bata.
Kynnt verður síðar hver ný fjölda
takmörk verða eftir maílok. Þórólf
ur sagði að rætt hefði verið um að
hið minnsta hundrað manns. – kpt
Flýta afléttingu
takmarkana
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Leifur Haralds-
son, stjórnar-
formaður Orka
Ventures
7 . M A Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð