Fréttablaðið - 07.05.2020, Síða 8
HS Veitur hf. - Opið söluferli
Fyrirtækjaráðgjöf Kviku, fyrir hönd Hafnararðarkaupstaðar, auglýsir eftir
kauptilboðum í 15,42% hlut bæjarins í HS Veitum hf.
Félagið var stofnað 1. desember 2008 í kjölfar skiptingar Hitaveitu Suðunesja hf.
í HS Veitur hf. og HS Orku hf. HS Veitur eru á meðal leiðandi fyrirtækja á sínu sviði
og starfa á Suðurnesjum, víða á Suðurlandi og á syðsta hluta höfuðborgarsvæðisins.
Félagið sér um dreingu og sölu á heitu vatni auk vatnsöunar, dreingar og sölu á köldu
vatni á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum. Félagið annast dreingu á rafmagni
á Suðurnesjum, í Vestmannaeyjum, Hafnarrði, Garðabæ og í Árborg að öllu leyti eða
að hluta. Höfuðstöðvar HS Veitna eru í Reykjanesbæ og hjá félaginu starfa um 95 manns.
Hluthafar í félaginu eru órir en þeir eru: Reykjanesbær með 50,10% hlut, HSV
Eignarhaldsfélag slhf. með 34,38% hlut, Hafnararðarbær með 15,42% hlut
og Suðurnesjabær með 0,10% hlut.
Frá og með mmtudeginum 7. maí 2020 geta árfestar sem undirrita ferlisbréf og
skila umbeðnum upplýsingum um árhagslega getu fengið afhend sölugögn um félagið.
Áhugasamir árfestar eru beðnir um að hafa samband við fyrirtækjaráðgjöf
Kviku með tölvupósti á netfangið hsveitur@kvika.is
Icelandair Group mun bókfæra hjá
sér hagnað upp á 15,4 milljónir dala,
jafnvirði 2,3 milljarða króna, vegna
sölu á 75 prósenta hlut í Icelandair
Hotels. Þetta kemur fram í nýlegu
uppgjöri félagsins fyrir fyrsta fjórð-
ung ársins.
Sem kunnugt er var gengið frá
kaupum dótturfélags malasísku
fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya
Corporation á 75 prósenta hlut í
hótelkeðjunni í byrjun síðasta mán-
aðar eftir að malasíska félagið náði
samkomulagi við Icelandair Group
um að lækka kaupverðið um tíu
milljónir dala, jafnvirði nærri 1,5
milljarða króna, vegna kórónaveir-
unnar.
Heildarkaupverð eignarhlutarins
var þannig um 6,7 milljarðar króna
– 45,3 milljónir dala – miðað við
núverandi gengi.
Icelandair Group heldur í kjölfar
sölunnar á fjórðungshlut í hótel-
keðjunni en samkvæmt kaup- og
söluréttarsamningum sem kaup-
andi og seljandi hafa gert sín á milli
verður félagið að halda á hlutnum í
að minnsta kosti þrjú ár.
Eins og greint var frá í Markað-
inum í gær tók Tryggvi Þór Her-
bertsson, eigandi ráðgjafarfyrir-
tækisins Taurus og fyrrverandi
þingmaður Sjálfstæðisf lokksins,
við stjórnarformennsku í Icelandair
Hotels í kjölfar kaupa Berjayja Land
Berhad en hann var helsti ráðgjafi
malasíska félagsins í viðskiptunum.
Aðrir í stjórn Icelandair Hotels
eru Eva Sóley Guðbjörnsdóttir,
framkvæmdastjóri fjármálasviðs
Icelandair Group, og Foo Toon Kee,
framkvæmdastjóri rekstrar Berjaya
Hotels & Resorts. – kij
Hagnast um 2,3 milljarða
við sölu í Icelandair Hotels
6,7
milljarðar króna er kaup-
verð Berjaya á 75 prósenta
hlut í Icelandair Hotels.
Smá sölu félög i n Hag a r og Skeljungur, sem eru á meðal f imm skráðra félaga á aðallista Kaup-hallar innar sem hafa nýtt hlutabótaleiðina til
þess að bregðast við minnkandi
umsvifum, keyptu eigin bréf fyrir
alls 636 milljónir króna í mars og
apríl. Skeljungur greiddi auk þess
600 milljóna króna arð til hluthafa
en rúmlega helmingur starfsmanna
félagsins er í skertu starfshlutfalli.
Að minnsta kosti fimm skráð
félög hafa nýtt hlutabótaleið ríkis-
stjórnarinnar. Þetta staðfesta
félögin í samskiptum við Frétta-
blaðið en mismunandi er hvort þau
hafi greitt út arð og haldið áfram
endurkaupum á eigin bréfum á
síðustu vikum. Félögin sem hafa
auk Icelandair nýtt hlutbótaleiðina
eru smásölufélögin Festi, Hagar og
Skeljungur, og fjarskiptafélagið Sýn.
Ekki fengust svör frá Origo, Arion
banka, Brimi og Iceland Seafood
við vinnslu fréttarinnar.
Vinnuframlag rúmlega helmings
starfsmanna Skeljungs var skert
8. apríl að sögn Árna Péturs Jóns-
sonar, forstjóra Skeljungs.
„Þannig var farið að tilmælum
stjórnvalda um að reyna eftir
fremsta megni að halda ráðningar-
sambandi við starfsmenn okkar í
stað þess að fara í uppsagnir. Með
það að leiðarljósi forðuðumst
við uppsagnir eins og við gátum
og skertum frekar vinnuframlag
starfsmanna,“ segir Árni Pétur
í skrif legu svari við fyrirspurn
Fréttablaðsins.
Þá greinir Árni Pétur frá því
að laun hans og stjórnarmanna
hafi verið lækkuð um 30 prósent
í byrjun apríl auk þess sem laun
framkvæmdastjórnar voru lækkuð
um 25 prósent.
Starfsmenn sem vinna í dreifingu
Skeljungs eru í 75 prósenta starfs-
hlutfalli en aðrir starfsmenn eru á
bilinu 60-80 prósent. Stjórnendum
Skeljungs reiknast til að hlutabóta-
greiðslur sem starfsmenn félagsins
fengu í apríl hafi numið 6-7 millj-
ónum króna.
„Þetta er í stöðugri endurskoðun
hjá okkur og gerum við ráð fyrir að
draga úr skerðingunni núna í maí
og ekki er gert ráð fyrir því að fólk
verði í skertri vinnu í júní,“ segir
Árni Pétur.
Skeljungur greiddi arð til hlut-
hafa að fjárhæð 600 milljónir króna
í byrjun apríl. Seinna í sama mánuði
lauk endurkaupaáætlun félagsins
sem hrint var í framkvæmd um
miðjan mars. Kaup Skeljungs á eigin
bréfum námu alls 186 milljónum
króna.
Skerðing í veitingasölu
og fataverslun hjá Högum
Hagar segjast ekki hafa nýtt hluta-
bótaleiðina innan dagvöruversl-
ana, vöruhúsa, framleiðslustöðva
eða dótturfyrirtækja. Hins vegar
hafi leiðin verið nýtt innan eininga
þar sem starfsemi var lögð af eða
dróst verulega saman, til að mynda
í veitingasölu og fataverslun. Það
hafi verið gert „í þeim tilgangi að
viðhalda ráðningarsambandi og
koma í veg fyrir uppsagnir vegna
óvissu um rekstrarhorfur“, eins og
það er orðað í svari Haga við fyrir-
spurn Fréttablaðsins.
Hagar segja að á þessu stigi sé ekki
hægt að áætla fjárhagslegu áhrifin
sem hlutabætur hafa haft eða munu
hafa á reksturinn. Ekki var gefið upp
hversu margir starfsmenn væru á
hlutabótum heldur vísað til þess að
nánari útlistun yrði ekki birt fyrr en
í ársreikningi félagsins sem verður
opinber 18. maí.
Hagar eru með virka endur-
kaupaáætlun upp á 500 milljónir
króna sem var hrint í framkvæmd
28. febrúar og gildir fram til aðal-
fundar félagsins sem verður haldinn
um miðjan júní. Frá því að endur-
kaupaáætlun Haga var hrint í fram-
kvæmd hefur félagið keypt eigin
hluti fyrir 450 milljónir króna sem
samsvarar 90 prósentum af fjár-
hæðinni sem að hámarki verður
keypt fyrir.
Veltur á fluginu
Festi er með starfsmenn ELKO og
N1 á hlutabótum vegna ákvarðana
heilbrigðisyfirvalda um takmark-
anir í starfsemi dótturfélaga sam-
stæðunnar. Alls starfa 1.900 manns
hjá Festi og er fjöldi starfsmanna á
hlutabótum innan við sex prósent.
Engir starfsmenn Krónunnar, Bakk-
ans Vöruhúss eða móðurfélagsins
Festar eru á hlutabótaleiðinni.
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri
Festar, bendir á að verslun ELKO í
Leifsstöð sé lokuð en þar eru starfs-
menn í 25 prósenta starfshlutfalli.
„Þegar f lug hefst af tur þá
munu starfsmenn ELKO í Leifs-
stöð hefja aftur störf en hvenær
það gerist er erfitt að tímasetja,“
segir Eggert Þór. Hann bendir
einnig á að N1 sé með 20 manna
hámark á fjölda inni á þjónustu-
stöðvum félagsins og því sé ekki
þörf fyrir alla starfsmenn.
„Þar af leiðandi þurftum við að
setja hluta af þeim á hlutabótaleið-
ina en við gerum ráð fyrir að taka
starfsmenn N1 til baka þegar höml-
um á fjölda verður af létt í byrjun
júní,“ segir Eggert þór. Starfsmenn
N1 sem eru á hlutabótum eru að
meðaltali í 50 prósenta starfi.
Þá segir Eggert Þór að heildar-
áhrif hlutabótaleiðarinnar á rekstur
Festar nemi um 45 milljónum króna
á mánuði en heildarlaunakostnaður
samstæðunnar er um 850 milljónir
króna á mánuði.
Stjórn Festar hafði samþykkt
að greiða arð að fjárhæð tæplega
660 milljónir króna til hluthafa en
ákveðið var að fresta ákvörðun um
greiðslur arðs fram í september. Þá
hefur stjórn félagsins heimild til að
virkja áætlun um kaup á eigin bréf-
um sem nemur allt að 10 prósentum
af hlutafé en henni hefur ekki verið
hrint í framkvæmd. Síðustu endur-
kaupaáætlun Festar lauk í mars.
Fimmtungur hjá Sýn
Fjöldi starfsmanna fjarskiptafélags-
ins Sýnar sem er á hlutabótaleiðinni
er í kringum 90 sem er um fimmt-
ungur af heildarfjölda starfsmanna
félagsins. Meðalskerðing á starfs-
hlutfalli er í kringum 30 prósent.
„Sýn er að nýta sér hlutabóta-
leiðina fyrir þá starfsemi félagsins
sem ekki gat sinnt sínum störfum
vegna aðstæðna í samfélaginu og
má þar nefna vegna lokunar versl-
ana, mötuneytis og starfsemi vett-
vangsþjónustu,“ segir í skrif legu
svari Heiðars Guðjónssonar, for-
stjóra Sýnar, en fjarskiptafélagið
hefur hvorki greitt arð til hluthafa
né ráðist í endurkaup á þessu ári.
Nýta bætur þrátt fyrir endurkaup
Hagar og Skeljungur hafa bæði keypt eigin bréf samhliða því að nýta hlutabótaleiðina. Minnst fimm skráð félög hafa skert starfs-
hlutfall. Skerðing hjá helmingi starfsmanna Skeljungs sem greiddi 600 milljónir í arð í apríl. Laun stjórnenda lækkuðu verulega.
Þorsteinn Friðrik
Halldórsson
tfh@frettabladid.is
Hagar segjast ekki hafa nýtt hlutabótaleiðina innan dagvöruverslana. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
30%
launalækkun tók forstjóri
Skeljungs á sig í byrjun apríl.
MARKAÐURINN
7 . M A Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð