Fréttablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 10
Hengillinn er klasi móbergsfjalla við dyragætt Reykjavíkur og sést vel þaðan. Þetta er gömul megineldstöð og sú eina sem tilheyrir eldstöðva-kerfi Reykjanesskaga. Undir Hengl-inum er kvikuhólf sem skýrir mikla jarðhitavirkni svæðisins og er jarðvarðminn nýttur í Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun, ein- hverjum stærstu jarðhitavirkjunum í heimi. En Hengillinn er ekki aðeins risastór ofn heldur einnig sérstök náttúruperla, hvort sem hún er heim- sótt gangandi eða á fjalla- eða ferðaskíðum. Þetta á ekki síst við um hæsta tindinn, Vörðu-Skeggja, sem gnæfir upp í 805 m hæð í norðvesturhluta fjallaklas- ans og bíður rólegur eftir að verða heimsfrægur eins og náttúrulaugarnar í Reykjadal vestar í Henglinum. Þennan útvörð Hengilssvæðisins ættu allir að heim- sækja en ekki tekur nema hálftíma að aka úr Reykja- vík að gönguleiðunum og útsýnið af toppnum er mergjað. Hægt er að velja um nokkrar leiðir og velja f lestir Sleggjubeinsskarð sem er auðveldast nálgast af veginum að Hellisheiðarvirkjun. Þaðan er stikuð gönguleið í gegnum Innstadal og eftir Hveragili og síðan fylgt móbergshryggjum upp á Skeggja. Til baka má velja aðra leið vestar eða austar. Gönguleið norðanmegin eftir Dyradal er þó enn tilkomumeiri. Er þá ekinn Nesjavallavegur í átt að Þingvöllum uns komið er að þessum þrönga og svipmikla dal. Snar- brattur norðurveggur Skeggja blasir við beint í suður og minnir á Dólómítana í ítölsku Ölpunum. Þarna eru engar hitaveituleiðslur, borholur né virkjanir og auð- velt að gleyma sér í stórkostlegri náttúru sem skartar hellum og stórkallalegum hraunmyndunum. Botni dalsins er fylgt að klettaveggnum og síðan sneitt upp brattar brekkur austan Skeggja en hátind- inum er auðveldast að ná úr suðaustri. Á veturna er rétt að hafa jöklabúnað með í för en þessi brekka er líkt og aðrar brekkur Hengilsins frábær fyrir fjallaskíði, ekki síst þær sem liggja niður að Sleggju- beinsskarði eða fram af norðvesturhlíðum hans. Af Vörðu-Skeggja er einstakt útsýni til norðurs yfir Þingvallavatn, Ármannsfell, Skjaldbreið og Hlöðufell og í austri blasir sjálf Hekla við ásamt Tindfjöllum og Eyjafjallajökli. Í næsta nágrenni eru síðan Vífilfell og Bláfjöll og í vestur höfuðborgin eins og hún leggur sig ásamt Esju Móskarðshnúkum og Skálafelli. Skeggi minnir á Dólómítana Horft í átt að Vörðu-Skeggja úr Dyradal en í návígi minnir norðurveggur- inn á ítölsku Dólómítana. MYND/TG Hengillinn er megineldstöð með kvikuhólfi sem skýrir jarðhitavirknina. MYND/ÓMB Í Henglinum eru fantagóðar fjallaskíðabrekkur – nánast við dyragætt Reykjavíkur. MYND/SIGTRYGGUR ARI Tómas Guðbjartsson hjartaskurð- læknir og náttúruunnandi og Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari 7 . M A Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.