Fréttablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 14
Við viljum minna á að það
er til staðar hópur sem
stendur vaktina, klár ef þú
þarft á að halda.
Við sem sinnum bráðaþjón-ustu og sjúkraf lutningum er u m heilbr igðisst a r fs-
menn og berum þann titil stolt.
Bráðaþjónusta utan sjúkrahúsa
hefur þróast mikið síðustu ár og
hefur tekið stakkaskiptum frá þeim
tíma þegar mest kapp var lagt á að
„skrapa og skutla“ og koma sjúklingi
sem hraðast á sjúkrahús, inn fyrir
þröskuld heilbrigðiskerfisins. Í dag
leggjum við upp með það að heil-
brigðiskerfið mæti á þröskuldinn til
þín og er áherslan sett á gæði þjón-
ustu. Geta okkar til þess að vernda
líf og heilsu hefur aukist til muna.
Greiningartæki og búnaður til með-
ferðar hafa þróast mikið og leggja
þar mikið til en þegar upp er staðið
er það mannskapurinn, menntun
hans og þjálfun sem mestu skiptir.
Kröfurnar eru miklar og sviðið er
breitt, við sinnum öllu frá skrámum
að stórslysum og öllu frá svima að
sérhæfðri endurlífgun. Það er margt
að læra og allt þarf að standa klárt
þegar á reynir því þá er hvorki
staður né stund til að líta í bók og
glöggva sig á fræðunum eða æfa
handtökin. Vinnuaðstæður eru
vægast sagt fjölbreyttar, oft eru fáar
hendur á staðnum og þeim ætluð
flókin verk. Við vinnum úti og inni
Framlínan
Birkir Árnason
bráðatæknir
og formaður
fagdeildar
sjúkraflutn-
ingamanna
Yfirkjörstjórnir hafa tilkynnt dómsmálaráðuneytinu um að þær komi saman til fundar á eftirtöldum
stöðum til að veita viðtöku meðmælendalistum til embættis forseta Íslands og jafnframt fara yfir
rafræna skráningu meðmælenda:
Reykjavíkurkjördæmi norður og suður:
18. og 20. maí 2020, kl. 12.00 - 14.00 báða dagana í fundarsal borgarstjórnar
í Ráðhúsi Reykjavíkur við Tjarnargötu.
Norðvesturkjördæmi:
19. maí 2020, kl. 13.00 - 14.00 að Borgarbraut 61, í Borgarnesi, 2. hæð,
Lögmannsstofu Inga Tryggvasonar.
Norðausturkjördæmi:
20. maí 2020, kl. 10.00 - 12.00 að Setbergi í Hofi á Akureyri.
Suðurkjördæmi:
18. maí 2020, kl. 16.00 - 17.00 í dómsal Héraðsdóms Suðurlands, Austurvegi 4 á Selfossi.
Suðvesturkjördæmi:
15. maí 2020, kl. 13.00 - 15.00 í íþróttahúsinu í Kaplakrika í Hafnarfirði.
Mæli einstaklingur með fleiri en einum frambjóðanda verður nafn hans fjarlægt sem meðmælanda með
öllum frambjóðendum. Vakin er sérstök athygli á að afhenda skal yfirkjörstjórn frumrit meðmælenda-
lista, séu þeir ritaðir á pappír. Óskað er eftir því að þeir listar séu blaðsíðusettir. Unnt er nálgast eyðu-
blöð fyrir meðmælendur eftir landsfjórðungum á kosning.is. Til að flýta fyrir yfirferð og vinnslu er mælst
til þess að meðmælendalistar verði skráðir með rafrænum hætti á þar til gerðu vefsvæði á Ísland.is
áður en þeim er skilað til yfirkjörstjórnar.
Heimilt er að safna meðmælendum með rafrænum hætti á þar til gerðu vefsvæði á Ísland.is, en allar
nánari upplýsingar um það er unnt að nálgast á vef Þjóðskrár Íslands, skra.is. Lokað verður fyrir rafræna
söfnun meðmælenda kl. 23.59 hinn 19. maí 2020. Ef nauðsynlegt er að safna meðmælum eftir þann tíma,
skal sú söfnun einungis fara fram á pappír. Slíkum meðmælum skal skila til viðkomandi yfirkjörstjórnar
samkvæmt samkomulagi við hana.
Í framhaldi af móttöku og yfirferð yfirkjörstjórna á meðmælendum munu þær gefa út vottorð um með-
mælendur forsetaefna samkvæmt 4. gr. laga nr. 36/1945, um framboð og kjör forseta Íslands. Yfirkjör-
stjórn gefur eingöngu út vottorð um meðmælendur úr eigin kjördæmi.
Frekari upplýsingar um framboð til forseta Íslands er unnt að nálgast á kosning.is.
Dómsmálaráðuneytinu, 6. maí 2020
Tilkynning um hvenær yfirkjörstjórnir í
Reykjavíkurkjördæmum norður og suður, Norðvesturkjör-
dæmi, Norðausturkjördæmi, Suðurkjördæmi og Suðvestur-
kjördæmi taki á móti meðmælum væntanlegra frambjóðenda
í forsetakosningum 27. júní 2020.
Á síðasta ári vakti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis-ráðherra athygli Tetrosar
Ghebreyesus, framkvæmdastjóra
Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar
WHO, á að hrinda þurfi af stokk-
unum átaki í þágu lækninga á
mænuskaða og öðrum meinum
í taugakerfinu undir merkjum
stofnunarinnar. Framkvæmdastjór-
inn tók hugmyndinni vel og til að
fylgja málinu eftir fékk Anna Lilja
Gunnarsdóttir, starfsmaður sendi-
ráðs Íslands í Genf, það hlutverk að
verða sérstakur erindreki Íslands
fyrir mænuskaða og taugakerfið
hjá WHO. Hún hefur nú komið hug-
myndum utanríkisráðherra víða á
framfæri innan WHO meðal annars
inn í alþjóðlega aðgerðaráætlun í
þágu taugakerfisins.
Til að leggja enn frekar áherslu
á mikilvægi þess að hjálpa tauga-
vísindunum til framfara sendi
Mænuskaðastofnun Íslands tillögu
þess efnis til WHO og óskaði þess
að hún yrði borin upp á Alþjóða-
heilbrigðisþingi. Tillöguna má
sjá á www.isci.is. Við þessu barst
jákvætt svar frá einum af yfir-
mönnum WHO og setti utanríkis-
ráðherra sig í samband við sá hinn
sama. Samdist þeim um að tillagan
yrði tekin upp á Alþjóðaheilbrigðis-
þinginu árið 2021. Vonandi breyta
engir heimsatburðir þar um.
Til frekari stuðnings við tillöguna
er nú í skoðun að gera greiningu á
hvort nýta megi gervigreind við leit
að lækningu á mænuskaða. Komi
það í ljós mun gervigreindin gagnast
til greiningar í taugakerfinu öllu.
Mænuskaðastofnun þakkar vel-
unnurum hjálpina.
Til vina
taugakerfisins
Auður
Guðjónsdóttir
stjórnarfor-
maður Mænu-
skaðastofn-
unar Íslands
og þjónustan er veitt allan sólar-
hringinn, allan ársins hring.
Menntunarstig sjúkraflutninga-
manna á Íslandi fer hækkandi.
Mikil fjölgun hefur orðið á háskóla-
menntuðum bráðatæknum síðustu
ár og mikið hefur um leið safnast af
reynslu frá öðrum löndum. Það er
mikill metnaður í faginu og menn-
ingin innan þess er mjög framfara-
miðuð. Sjúkraflutningamönnum er
annt um framlag sitt til skjólstæð-
inga og kalla meðal annars sjálfir
eftir því að gæði þjónustunnar séu
tryggð með aukinni gæðastjórnun
og endurmenntun. Þannig viljum
við á jákvæðan hátt setja fram for-
dæmi. Traust almennings til okkar
er mikið og við viljum svo sannar-
lega standa undir því. Það er auðvelt
að vilja allt á sig leggja í þessu hlut-
verki. Mikilvægið er óumdeilt.
Sjúkraflutningamenn eru í fram-
línu í baráttunni við COVID-19.
Nálægðin við sjúkdóminn er mikil.
Viðbúnaður hjá okkur er mikill
og líkt og hjá svo mörgum öðrum
er álagið meira. Rekstraraðilar
sjúkraf lutninga hafa gert ráðstaf-
anir og hafa ásamt starfsmönnum
lyft grettistaki í framkvæmd þeirra.
Varnarbúnaður, hreinsun og upp-
fært verklag í nær alla staði. En því
miður er björninn ekki þar með
unninn. Faraldurinn sló okkur af
fullum þunga og á höfuðborgar-
svæðinu einu saman skipta verkefni
sjúkrabíla tengd COVID-19 nú orðið
hundruðum.
Óvissa hefur alltaf verið hluti
af okkar starfsumhverfi. Nú bítur
hún sem aldrei fyrr. Upplýsingar
af vettvangi liggja ekki alltaf fyrir
og í bráðatilfellum erum við fyrsta
snerting við heilbrigðiskerfið. Við
erum alltaf á varðbergi og af góðri
ástæðu. Það er alvarlegt mál að
missa fólk úr þessari þjónustu í
sóttkví en það hefur ítrekað komið
fyrir og einnig hafa starfsmenn
veikst eftir beina snertingu við
smitaða. Við erum útsett fyrir smiti
og búum við aukna áhættu á því að
bera óværuna með okkur heim til
fjölskyldunnar. Þessari baráttu er
ekki lokið þrátt fyrir tilslakanir á
samkomuhöftum og ef veiran nær
sér aftur á strik verðum við með
þeim fyrstu til þess að finna höggið.
Við erum heilbrigðisstarfsmenn
og stöndum í framlínu með öðrum
lykilstéttum samfélagsins. Þetta á
við um alla sjúkraf lutningamenn
á landinu, líka þá sem ekki sinna
sjúkraf lutningum sem aðalstarfi.
Margir sjúkraf lutningamenn á
Íslandi sinna sjúkraf lutningum í
hlutastarfi en víða á landinu eru
sjúkraf lutningar eingöngu reknir
með bakvöktum. Hvert svo sem
aðalstarf þeirra kann að vera þá er
það svo að þegar þau svara kallinu
og sinna bráðveikum og slösuðum
þá eru þau að sinna heilbrigðis-
þjónustu.
Við viljum minna á að það
er til staðar hópur sem stendur
vaktina, klár ef þú þarft á að
halda. Hópur sem leggur metnað
sinn í að hækka þjónustustigið,
bæta þjónustuna og aðlagast
hratt þegar aðstæður breytast.
Við sem sinnum bráðaþjónustu og
sjúkraf lutningum sendum ykkur
kveðju af framlínunni og vonandi
sjáumst við bara sem allra minnst
í sumar.
7 . M A Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð