Fréttablaðið - 07.05.2020, Síða 22

Fréttablaðið - 07.05.2020, Síða 22
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Saunaatunnurnar eru svo vinsælar að í mörgum tilfellum er fólk farið að taka sauna fram yfir heitan pott í bústaðinn. Sumir fá sér viðarpotta í stíl og þetta er afar smart saman og auðvitað dásamlegt að njóta. Framhald af forsíðu ➛ Saunatunnur njóta mikilla vinsælda í sumarbústaði ásamt heitum og köldum viðarpottum í stíl. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fjárfesting í vellíðan Smiðjuvegi 11 s. 571 3770, pall@sauna.is, sauna.is Hydropool rafmagnspottar og Aqua Exellent bætiefni fyrir potta og laugar Hydropool pottarnir eru með 4 Wellness-stillingar Bjóðum upp á viðhald og varahlutaþjónustu Veitum faglega ráðgjöf 25 ára góð reynsla af Hydropool rafmagnspottunum á Íslandi Umhverfisvæn bætiefni fyrir rafmagnspotta og hitaveituskeljar Velkomin í sýningarsalinn að Smiðjuvegi 11 í saunasmíðum og þekkja aðferð- irnar eins og lófann á sér. „Gufuböð eru mikil fínsmíði og því þarf að vanda vel til verka,“ segir Páll. „Við búum yfir mikilli sérþekkingu þegar kemur að hönnun, smíði og ráðgjöf um byggingu saunaklefa. Við smíðum yfirleitt alla saunaklefa frá grunni, bæði sjálfstæðar smíðar og inn í ákveðin rými, og ráðleggjum við val á viði í saunað og bekki. Við veitum líka ráðgjöf í ljósum því það skiptir miklu máli hvernig lýsingu er háttað í saunaklefum. Það hefur sýnt sig að stök ljósapera í lofti skapar dauflega birtu en með ledljósum undir bekkjum eða ledljósastrípum í loftum verður stemningin einkar hugguleg og sjarmerandi,“ segir Páll sem byggir á sérþekkingu sem starfsmenn hafa sótt til Tylö sem er leiðandi í framleiðslu á öllum hlutum tengdum saunaklefum; bekkjum, ljósum, hurðum, glerfrontum og fleiru. „Hjá Tylö höfum við lært allt um traustar byggingar saunaklefa. Það er auðvitað ekki sama hvernig saunaklefi er byggður og að mörgu að huga svo klefinn endist árum saman og lofti sig vel. Við bjóðum upp á þurrgufur og blautgufur og eigum í samstarfi við þýskt fyrirtæki sem er fremst á sínu sviði í heiminum í blautgufum. Það er sérlega vandasamt að útbúa blautgufur því gufan er svo blaut og ekki sama hvernig staðið er að einangrun og festingum flísa og ljósa. Þar þarf að raða öllu rétt svo að gufubaðið verði sem lengst til yndisauka,“ segir Páll. Hann á iðulega í samstarfi við arkitekta sem ráðgjafi við hönnun saunabaða. „Til eru ótal spennandi lausnir í saunaofnum, allt frá hefðbundnum ofnum sem maður kveikir á sjálfur en líka ofnar með WiFi-stýringu sem hægt er að kveikja á í gegnum app í símanum úr vinnunni og þá er saunabaðið orðið heitt og klárt til að njóta þegar maður kemur heim,“ segir Páll um notalegheitin sem fylgja því að eiga sitt eigið saunabað. Eru með allan pakkann Allt frá heimilum og sumarhúsum til hótela, íþróttamannvirkja og sundlauga fá sér sauna um þessar mundir. „Saunatunnur eru það allra vinsælasta í sumarbústaði og einkagarða. Þær eru úr hágæða, viðhaldsfríum sedrusvið sem þolir vel íslenskt veðurfar. Reynslan af tunnunum er mjög góð. Við seldum fyrstu tunnuna í Vatns- virkjanum fyrir um tólf árum og hún er enn eins og ný,“ segir Páll. „Tunnurnar eru svo vinsælar að í mörgum tilfellum er fólk farið að taka sauna fram yfir heita pottinn í bústaðina. Við erum líka með viðarpotta í stíl, sem hægt er að hafa í hitaveituvatn eða upphitað vatn með rafmagnskyndingu. Sumir fá sér líka lítinn kaldavatns- pott og þetta er afar smart saman og auðvitað dásamlegt að njóta,“ segir Páll sem sérsmíðar potta og saunaböð í öllum mögulegum útfærslum og smíðaði meðal ann- ars tvo stóra potta í bjórböðin hjá Bruggsmiðjunni Kalda á Árskógs- strönd. „Allt sem viðkemur vellíðan og heilsulindum er okkar aðalsmerki. Við erum líka með rafmagnspotta og bætiefni fyrir þá, sem og vin- sæla innrauða klefa sem hafa góð áhrif á vefjagigt og við sérsmíðum klefa í heimahús sem eru blanda af hefðbundnu sauna og innrauðu rými. Við erum með heildarlausnir og allan pakka fyrir þá sem vilja fjárfesta í vellíðan og enn meiri hamingju.“ Sjón er sögu ríkari og allir vel- komnir í glæsilegan sýningarsal Sauna & Spa til að skoða úrvalið og prófa sig áfram. Sauna & Spa er á Smiðjuvegi 11 í Kópavogi. Sími 571 3770. Sjá nánar á sauna.is 2 KYNNINGARBLAÐ 7 . M A Í 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RGARÐAR OG HELLULAGNIR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.