Fréttablaðið - 07.05.2020, Síða 26
Jóhanna María
Einarsdóttir
johannamaria@frettabladid.is
Svíana segir Kjartan vera einna lengst komna í moltu-gerð, sérstaklega varðandi
þátttöku almennings. „Þegar ég
flutti til Íslands fékk ég mér jarð-
gerðartank, las mér til um efnið
og fór að prófa mig áfram. Mikil
mengun stafar af urðun matarleifa
og í raun ætti að banna hana sem
fyrst. Helstu kostirnir við moltu-
gerð eru þeir að umhverfinu er hlíft
við þessari mengun. Fólk í sveitar-
félögum Norðurlands á kost á því
að láta sækja matarleifar heim
til sín sem svo er breytt í moltu í
stórum vélum. Aðrir gera þetta
sjálfir eins og ég og fjölskyldan.
Moltan er góður jarðvegsbætir og
góð fyrir blóma- og grænmetisbeð.
Molta úr matarleifum er gífurlega
næringarrík, jafnvel um of, svo það
er betra að blanda henni saman við
mold áður en hún er notuð.“
Kjartan er talsmaður þess að
það sé þægilegt og hentugt að
nota moltuna. „Það er best að hafa
moltu tunnuna nógu nálægt svo
maður þurfi ekki að ganga langt
með matarafganga. Mín tunna
er ekki nema tíu metra frá eld-
húsinu.“
Moltugerð er bæði vísindi og list
Kjartan Valgarðsson er manna fróðastur um moltu á Íslandi, en kynntist fyrst moltugerð þegar
hann bjó í Frakklandi og Svíþjóð. Hér fræðir hann lesendur um marga kosti jarðvegsgerðar.
Kjartan Valgarðsson heldur reglulega fræðslufundi um moltugerð fyrir áhugasama.
Moltugerð allt árið um kring
Kjartan lýsir moltugerð eða jarð-
gerð sem heillandi samblöndu af
vísindum og list. „Þar ráða ákveðin
líffræðileg lögmál en það þarf að
prófa sig áfram og alls ekki gefast
upp. Mikilvægt er að gera sér grein
fyrir að moltugerð er lífrænt niður-
brot. Efnaskipti í efninu gerast
á sama hátt og í líkama okkar.
Efnaskiptin leiða til þess að efnið
hitnar, allt upp í 40-50°C, en hitinn
er merki um að niðurbrotið gengur
eðlilega fyrir sig. Moltugerð er
hægt að stunda allt árið um kring.
„Það er enginn vandi að halda
moltu á veturna á Ísandi. Hitinn
sem verður til við niðurbrotið helst
vel þó það sé -10°C frost úti.“
Líkt og líkamar okkar þá þarf
moltan þrennt: Næringu, vatn og
súrefni. „Ef eitt af þessu þrennu
vantar þá stöðvast niðurbrotið. Ef
efnið verður til dæmis of blautt og
klessist saman þá hindrar það súr-
efnisflæði og niðurbrot stöðvast.
Þá er algengt að fiskiflugur og
jafnvel mýs geri sig heimakomnar
í tankinum. Ef það gerist er best að
setja þurrt efni saman við efnið og
hræra vel í, til dæmis með gaffli.“
Kjartan mælir með því fyrir þá
sem hafa áhuga á að byrja moltu-
gerð að gerast sem fyrst meðlimur
í Facebook-hópnum Áhugafólk um
moltugerð. „Ég hef búið til nokkur
kennslumyndbönd og þau er að
finna í hópnum.“ Einnig þarf að
koma sér upp tanki til þess að hýsa
moltuna. Jarðvegstankar fást til
dæmis í byggingarvöruverslunum
eða hjá gámafyrirtækjunum.
„Þegar tankurinn hefur verið
keyptur er best að setja allra fyrst
þurrt trjágreinakurl í botninn,
byrja næst að setja matarleifar í
tankinn, hræra efninu saman við
trjákurl og jafnvel stoðefni sem er
með niðurbrotshvata.“
Kjöt- og fiskafgangar mega
gjarnan fara í moltuna
Að sögn Kjartans er algengur
misskilningur að kjöt og fiskur
megi ekki fara í moltu. „Allar
matarleifar mega fara í moltuna.
Kjöt og fiskur eru beinlínis æski-
legt hráefni vegna mikils magns
af köfnunarefni. Rétt hlutfall af
kolefni (C) og köfnunarefni (N)
tryggir hratt niðurbrot í tank-
inum, svo hratt að mýs eða flugur
hafa ekki lyst á efninu daginn eftir.
Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur
af beinum, því þótt bein brotni
ekki niður nema á löngum tíma þá
sigtar maður slíkt frá þegar moltan
er að fullu niðurbrotin og tilbúin
til notkunar.“
Heitustu
grillin!
weber.is
Kolagrill
Gasgrill
Rafmagns
grill
6 KYNNINGARBLAÐ 7 . M A Í 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RGARÐAR OG HELLULAGNIR