Fréttablaðið - 07.05.2020, Qupperneq 28
Þeir sem hafa áhuga á garð-yrkju eða hafa gaman af því að dunda sér í garðinum geta
grætt á því að taka þátt í umræðu
um þessi viðfangsefni á netinu. Þar
má finna bæði íslenska og alþjóð-
lega spjallhópa þar sem hægt að
fá bæði innblástur, hugmyndir og
hjálp.
Á Facebook er stór íslenskur
spjallhópur sem heitir Ræktaðu
garðinn þinn – garðyrkjuráðgjöf,
og þar eru rúmlega 37 þúsund
meðlimir, en stjórnandi hópsins
er Vilmundur Hansen, grasa- og
garðyrkjufræðingur.
Þar skiptist fólk á alls kyns hug-
myndum og upplýsingum og þar
er líka hægt fá góð ráð frá reyndum
garðyrkjumönnum. Umræðan er
líf leg og að sjálfsögðu sniðin að
séríslenskum aðstæðum, þannig
að jafnvel þó fólk sé ekki að leita að
neinu sérstöku getur verið gaman
að fylgjast með hópnum og fá
góðar hugmyndir eða innblástur
frá umræðunni.
Þeir sem vilja grafa enn dýpra
geta svo líka kynnt sér umræðuna
um garðyrkju á vefsíðunni Reddit,
þar sem hægt er að finna umræðu
um næstum allt milli himins og
jarðar og milljónir notenda koma
saman til að ræða áhugamálin sín.
Garðyrkja er mikið áhuga- og
metnaðarmál hjá mörgum og
þessir einstaklingar safnast
saman á umræðuvettvangnum
„Gardening“, þar sem hægt er
að sjá ótrúlega fjölbreytni frá
görðum um allan heim. Þar eru
2,6 milljón notendur frá öllum
heimshornum sem skiptast á
myndum, hugmyndum og frá-
sögnum af plöntum og garðyrkju.
Þar eru til dæmis myndir af vel
heppnuðum ræktunum, hlægi-
lega misheppnuðum ræktunum,
framkvæmdum og viðhaldi og alls
konar skemmtilegum lausnum á
hinum ýmsu vandamálum garð-
yrkjumannsins.
Notendur gefa svo hverjir
innleggjum annarra stig, þannig
að það sem er áhugaverðast fær
yfirleitt f lest stig og verður því
mest áberandi á síðunni. Þannig að
þarna birtist ekki bara fjölbreytt
efni frá öllum heimshornum,
heldur er því raðað eftir því hvað
fólki finnst áhugaverðast.
Virk umræða um
garðyrkju á netinu
Á netinu er hægt að taka þátt í umræðu um garðyrkju og fá alls kyns
fræðslu, hugmyndir og innblástur frá öðrum. MYND/GETTY
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
Garðhús fást
í ýmsum
stærðum.
MYND/GETTY
Garðhús eru afar vinsæl og eru til í ýmsum útfærslum og stærðum. Garðhús henta
vel sem geymsla fyrir grillið, hjólin
eða garðverkfærin. Garðhúsin er
þó hægt að nýta í margt annað en
geymslu. Sum garðhús bjóða upp
á að hægt sé að leggja rafmagn og
vatnslagnir í þau og þau geta þann-
ig nýst sem gestahús eða frístunda-
hús. Það er jafnvel hægt að búa til
gufubað í garðinum með því að
nota garðhús.
Samkvæmt byggingarreglu-
gerð eru garðhús eða smáhýsi ekki
byggingarleyfisskyld að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum samanber
2.3.5. grein byggingarreglugerðar,
„enda sé slík bygging ekki óheimil
samkvæmt gildandi deiliskipulagi“.
Flatarmál smáhýsis má að
hámarki vera 15 fermetrar. Fjar-
lægð milli smáhýsa innbyrðis og
frá glugga eða hurð húss, svo og frá
útvegg timburhúss er að minnsta
kosti þrír metrar. Veggur smáhýsis
sem snýr að lóðarmörkum og er
nær lóðarmörkum en þrír metrar
er glugga- og hurðalaus. Mesta
hæð útveggja eða þaks á smáhýsi
er 2,5 metrar mælt frá yfirborði
jarðvegs. Ef smáhýsi er nær lóðar-
mörkum en þrír metrar skal liggja
fyrir skriflegt samþykki lóðarhafa
þeirrar nágrannalóðar og skal það
lagt fram hjá byggingarfulltrúa.
Ef smáhýsið fellur utan þessara
marka þarf að sækja um bygg-
ingarleyfi. Eins ber sá sem hyggst
reisa smáhýsi í garðinum hjá sér
ábyrgð á því að ekki skapist hætta
fyrir fólk og eignir og að ekki sé
gengið á rétt nágranna.
Garðhús er hægt að kaupa til-
búin til samsetningar á fjölmörg-
um stöðum og því er um að gera
að kynna sér úrvalið vel og allar
reglur og kvaðir sem húsunum
fylgja áður en hafist er handa við
að reisa slíkt hús í garðinum.
Garðhús njóta vinsælda
Vandaðar vinnuvélar
og kerrur í garðinn og
skógræktina
Stema Basic
134.990
Tilvalin í garðinn
Ásafl er umboðs- og þjónustuaðili Stema á Íslandi
ÁSAFL
Ásafl ehf.
Hjallahrauni 2 220 Hafnarfirði
Sími: 562 3833
Opið 8:30 - 17 virka daga
asafl@asafl.is asafl.is
Til á lager. Kítku við
Til á lager. Kítku við
Stubbatætarar,
jarðvegsþjöppur,
trjáklofningsvélar
og margt fleira.
Ásafl er umboðs- og þjónustuaðili Stema á Íslandi
Til á lager. Kítku við
Ásafl er umboðs- og þjónustuaðili Kato á Íslandi
KATO 19VXT
KATO HD27 V4
8 KYNNINGARBLAÐ 7 . M A Í 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RGARÐAR OG HELLULAGNIR