Fréttablaðið - 07.05.2020, Síða 42
Samk væmt tölum sem fréttastofa RÚV hefur gert opinberar hafa þrír af hverjum fjórum Íslend-ingum horft á einhvern af blaðamannafundum
almannavarna sem voru vikum
saman haldnir á versta hugsanlega
sjónvarpstíma, klukkan nokkrar
mínútur yfir 14.
Þættirnir hafa verið sýndir í línu-
legri dagskrá Ríkissjónvarpsins, á
rúv.is, miðlum Sýnar og mbl.is en
samanlagðar áhorfstölur eru þó
ekki til svo áfram sé vitnað í frétta-
stofu ríkisins.
Hvergi nema á gersamlega for-
dæmalausum tímum gæti sjón-
varpsþáttur sem hverfist um ískald-
an og ógnvekjandi raunveruleika í
umsjá embættisfólks náð öðrum
eins vinsældum.
Þarna vegur vitaskuld þungt skjá-
þokki þríeykisins, Ölmu Möller,
Þórólfs Guðnasonar og Víðis Reyn-
issonar, í sinni yfirveguðu en um
leið mannlegu nálgun auk þess sem
þáttarstjórnandinn, Víðir sjálfur,
virðist hafa svo hárfínan skilning
á grundvallarlögmálum sjónvarps-
þáttagerðar að hann gæti hæglega
haslað sér völl sem svokallaður
„showrunner“ í Hollywood.
Eftirsótt aukahlutverk
Vinsælasti þátturinn hingað til var
á pálmasunnudag, 5. apríl, en þá
kom Óskar Reyk-
dalsson, forstjóri
Heilsugæslu höf-
uðborgarsvæðis-
ins, sterkur inn í
f löktandi auka-
hlutverkinu sem
nokkrum útvöldum
hefur tekist að mergsjúga svo
hressilega að landlæknirinn, yfir-
lögregluþjónninn og sóttvarna-
læknir Íslands hafa mátt sitja í
skugganum.
Gámabælið í Veiruhverfi hefur
þannig ríghaldið dampi, áhuga og
athygli áhorfenda með óvæntum
uppákomum, eftirminnilegum og
fjölbreyttum gestaleikurum, breyt-
ingum á sviðsmynd og mistökum í
beinni að ógleymdum einbeittum
senuþjófnaðarvilja sjálfskipaðra
aukaleikara.
Þótt Gámabælið í Veiruhverfi geti
ekki keppt við vinsæla þætti sem
þeir draga dám af í
umgjörð og per-
sónusköpun má
ætla að fram-
reiknað miðað
v ið höfðatölu
komist pá lma-
sunnudagsþáttur-
inn nærri lokaþætti Seinfeld og
Staupasteins sem um 80 milljónir
horfðu á. Þess má til gamans geta
að MASH, hið eina sanna Spítala-
líf, rauf 100 milljóna múrinn fyrir
margt löngu með lokaþættinum.
Þriggja stjörnu skuggi
Þríeykið er orðið að heimilisvinum
og fólk heilsar þeim hiklaust sem
góðkunningjum á förnum vegi. Úr
tveggja metra fjarlægð. Drauma-
liðið var þó ekki sett saman á einni
nóttu og eftir á að hyggja er það
fjarstæðukennt en þættirnir hófu
göngu sína án þeirra þriggja.
Á fyrsta fundinum mættu nefni-
lega aðeins tveir. Þórólfur og Rögn-
valdur Ólafsson, verkefnastjóri hjá
almannavarnadeild Ríkislögreglu-
stjóra. Engin Alma og
enginn Víðir!
Margrét Krist-
ín Pálsdóttir,
settur vararíkis-
lög reg lu st jór i,
var síðan Þórólfi
til halds og trausts í
þætti tvö. Slík hlut-
verkaskipti eru þó síður en svo
fordæmalaus í sjónvarpsþáttum.
Hafþór Júlíus Björnsson lék ekkert
Gámabælið í
Veiruhverfi
Hráraunveruleikasjónvarpið Blaðamanna-
fundur vegna COVID-19 lýtur lögmálum
vinsælustu sjónvarpsþátta sögunnar.
Stjörnurnar Víðir, Alma og Þórólfur hafa fengið fjölda aukaleikara með sér í þáttinn og eru hér með Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
Fjallið í upphafi Game of Thrones,
svo nærtækt dæmi sé tekið.
Í vinsældum Gámabælisins er sú
óbærilega þversögn fólgin að fólk
getur alls ekki hugsað sér aðra seríu
eða miklu lengra framhald yfirleitt.
Fari hins vegar allt á versta veg ætti
Þórólfur í það minnst að geta fundið
huggun harmi gegn í bresku þátt-
unum Doctor Who.
Þrettán leikarar, tólf karlar og ein
kona, hafa á tæplega 60 ára tímabili
brugðið sér fyrirhafnarlítið í hlut-
verk Doctor Who þannig að jafnvel
þótt veiran og þættirnir muni ítrek-
að endurnýja sig þá verður alltaf
einhver doktor sóttvarnalæknir í
góðu sambandi við WHO.
In medias res
Bókmenntasagan hefur fyrir lif-
andis löngu sannað notagildi hins
ágæta stílbragðs in medias res
sem felst einfaldlega í því að hefja
söguna í miðjum klíðum og þeyta
þannig áhorfendum inn í atburða-
rásina miðja.
Þessa leið fór RÚV með Gáma-
bælið og byrjaði ekki að að sýna
beint frá fundunum fyrr en þegar
fyrsta tilfellið greindist hér á landi.
16:04
Tveir fyrstu þættirnir voru í útvarp-
inu, svona eins og forkeppni Gettu
betur, en þriðji þátturinn var sýnd-
ur í beinni klukkan 16. Ekki alveg
á slaginu samt þar sem ekki náðist
að bjóða fréttamenn velkomna
þegar fundurinn var truflaður með
þessum orðum: „Það þarf að bíða
eftir fréttum.“
Útvarpsfréttir þurfa sinn tíma og
fréttir RÚV taka um þrjár mínútur
í f lutningi síðdegis þannig að fund-
irnir hefjast yfirleitt örfáar mínútur
yfir heila tímann. Fyrsti fundurinn
byrjaði þannig 16:04 en þátturinn
festi sig f ljótt í sessi um klukkan 14.
Þeim stað í dagskránni halda þætt-
irnir enn þótt þeim hafi fækkað úr
sjö í þrjá á viku.
Nánast undantek ningalaust
hefur verið boðið upp á leynigest,
að hætti Hemma Gunn forðum.
Í fyrsta þættinum féll sá heiður
Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur,
framkvæmdastjóra meðferðarsviðs
Landspítala, í skaut.
Góðir gestaleikarar…
Víðir hefur kynnt fjölda spennandi
gestaleikara til leiks í þáttunum
sem hafa haft margþættan tilgang
í þeim. Í fyrsta lagi er vitaskuld ein-
föld og skynsamleg leiktækni að
geta skipt vel hvíldum og sérhæfð-
um skyttum inn á völlinn til þess að
geta hvílt langþreytta fyrirliðana.
Þá hefur Víði og félögum tekist
að byggja upp talsverða spennu í
kringum leynigestaleikarana sem
hafa komið úr öllum hugsanlegum
áttum og sýnt um leið hvernig
veiran snertir alla f leti tilverunnar.
Hvað eiga til dæmis Stefán
Eiríksson útvarpsstjóri, Líney Rut
Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri
Íþrótta- og Ólympíusambands
Íslands, Þorgrímur Þráinsson, rit-
höfundur og reykingaskynjari, og
Guðni Th. Jóhannesson sameigin-
legt? Jú, mikið rétt! Þau hafa öll stig-
ið inn í aukahlutverki í Gámabæl-
inu.
Páll Matthías-
s o n , f or s t jór i
Landspít alans,
var f ljótur að
festa sig í sessi
m e ð e n d u r -
teknum innkom-
um og nafnbótinni
Punkta-Palli fyrir að vekja ekki síst
athygli fyrir skipulega framgöngu
og að hefja mál sitt með því að taka
fram hversu marga punkta hann
v æ r i með hverju sinni.
Sigþrúður Guð-
m u n d s d ó t t i r ,
f r a m k v æ md a -
stýra Kvennaat-
hvarfsins, sló í
gegn með magn-
aðri og áhrifa-
mikilli ræðu en Kári
Stefánsson var sjálfum sér líkur
þegar hann fékk sitt móment og
verður vart toppaður.
Sennilega hefur ekki stigið fram
jafn kaldhæðinn sjónvarpslæknir
og Kári síðan Hugh Laurie gerði
hroka ómótstæði-
lega sjarmerandi
með Dr. House.
Per sóna K á r a
var í raun svo
margbrotin og
djúp í þættinum
að innkoma Norms
í Staupasteini bergmálaði þegar
Víðir gaf honum orðið.
Það fór ekki fram hjá neinum
þegar Norm gekk í bæinn og þegar
fagnaðarlátunum linnti beið salur-
inn ætíð í andaktugri þögn eftir að
Norm segði eitthvað sniðugt.
… og seigir senuþjófar
Þótt þættirnir séu kenndir við
blaðamenn og þeim boðið sérstak-
lega á settið hafa þeir í besta falli
virkað sem slarkfærir statistar sem
helst hafa réttlætt tilvist sína sem
fallbyssufóður fyrir alvitra virka í
athugasemdum.
Birni Inga Hrafnssyni tókst með
viljanum einum saman að hefja sig
yfir hina boðsgestina með leiftr-
andi og lærðum einræðum sínum.
Björn Ingi hefur gengist við því í
útvarpsþættinum Harmageddon að
honum hafi runnið blóðið til skyld-
unnar og byrjað að mæta á fundina
til þess að lyfta spurningunum á
hærra plan.
Sannkallaður happafengur þar
sem hann breyttist fljótt úr statista í
áhugaverðustu aukapersónuna með
því að úthluta sjálfum sér öllum
lengstu og bestu línunum og skjá-
t í m a í samræmi við það.
Pólitískur keimur
hefur á köf lum
verið af aðfara-
orðum Björ ns
Inga að eig in
spurningum og
ekki loku fyrir það
skotið að hann hafi
ekki aðeins náð að auglýsa vefmiðil-
inn sinn fyrir framan alþjóð, heldur
stigið í leiðinni fyrstu skrefin í póli-
tískri endurkomu.
Hann hefur þannig ekki síst
látið að sér kveða sem sérstakur
talsmaður og fulltrúi almennings
sem þrátt fyrir að vera ósýnilegur
er bæði með netfangið hans og
símanúmer þar sem hann tekur
við fyrirspurnum til þríeykisins í
slíkri sjálfboðavinnu að svörin sem
hann fær virðast síst hafa gagnast
Viljanum hans þar sem lítið hefur
fyrir þeim farið á þeim vettvangi.
Komið gott?
„Verið skilningsrík, kurteis og
styðjum hvert annað. Þá mun
kærleikurinn sigra,“ sagði Víðir
í lokaþætti daglegu seríunnar á
sunnudaginn. Þessi f leygu lokaorð
jafnast fyllilega á við bestu enda-
lok sögulegra sjónvarpsþáttaraða
á heimsvísu.
„Verið hress, ekkert stress, bless,“
sagði Hemmi Gunn á sínum tíma
en því miður erum við ekki enn
komin þangað í Gámabælinu í
Veiruhverfi þar sem ný sería hófst
strax á mánudaginn og telur sú
þrjá þætti í viku.
Vonandi styttist samt í að Víðir
Reynisson fái raunverulegt og kær-
komið tækifæri til þess að endur-
taka eina af f leygustu setningum
sínum úr þáttunum: „Er þetta ekki
bara komið gott?“
benediktboas@frettabladid.is
toti@frettabladid.is
7 . M A Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R26 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ