Bændablaðið - 20.10.2016, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 20.10.2016, Blaðsíða 1
Ekkert lát er á óhóflegri notkun sýklalyfja í evrópskum landbún- aði. Það hefur m.a. leitt til ört vax- andi aukningar sýklalyfjaónæmra baktería sem berast í fólk. Staðan í íslenskum landbúnaði er eftir sem áður með því besta sem þekkist. Er hvergi notað minna af sýklalyfjum í þessari grein á hvern grip en hér á landi og Noregi. Salan á virkum fúkkalyfjum í 29 Evrópulöndum 2014 nam 8.176 tonnum og nærri 67% af því var notað í þrem löndum, þ.e. á Spáni, í Þýskalandi og á Ítalíu. Þetta má lesa út úr nýjusti skýrslu Lyfjastofnunar Evrópu (European Medicine Agency – EMA). Hún ber titilinn „Sala sýklalyfja til dýralækninga í 29 Evrópulöndum 2014 – þróun á árunum 2011 til 2014.“ Sem fyrr er notkunin á Íslandi með því langminnsta sem þekkist. Fram kemur í skýrslunni að mest er notkun sýklalyfja í landbúnaði á Spáni. Þar er hún rúmlega 80 sinn- um meiri mælt í milligrömmum á þyngdareiningu (mg/PCU) en á Íslandi. Inni í tölunum eru lyf sem blandað er í fóður sem fyrirbyggj- andi varnir og sem vaxathvetjandi efni. Á Spáni er nær 70% af sýkla- lyfjunum blandað í fóður, eða 292,1 mg/PCU af 418,8 mg/PCU heildar- magni. Á Íslandi er talan 0, en 0.9% í Noregi. Langstærsti hluti þess litla sýklalyfjamagns sem hér er notað er beitt ef dýr veikjast og er þá gefið með sprautum í samráði við dýra- lækna. Það eru 4,5 mg/PCU á meðan Spánverjar eru að nota 17,2 mg/PCU af sprautulyfjum auk gríðarlegs magns annarra lyfjaforma. Þegar skoðuð er sala á lyfjum í sprautuformi eingöngu, er hlutfallið á grip hæst í Króatíu og næsthæst á Ítalíu. Síðan kemur Spánn, Kýpur, Eistland, Danmörk og Frakkland. Salan á sprautulyfjum er hins vegar hlutfallslega lægst í Noregi og síðan á Íslandi og í Austurríki. Hin mikla sýklalyfjanotkun í Evrópu sem fram kemur í úttekt EMA sýnir að ekki hefur verið brugðist við viðvörunum lækna- samtaka um nauðsyn þess að draga úr sýklalyfjanotkun. Þeir hafa varað við afleiðingunum sem er mikil aukning lyfjaónæmra baktería eins og MRSA. Þegar sýklalyfjaónæm- ar bakteríur berast í fólk er voðinn vís. Veldur þetta ört vaxandi vanda á sjúkrahúsum og fjölgar hratt í þeim hópi sem læknar hafa engin úrræði til að bjarga. Tugir þúsunda látast nú árlega í Evrópu vegna sýkinga sem ekki er hægt að ráða við með sýklalfjum. Að vísu minnkað notkunin sýkla- lyfja í landbúnaði örlítið frá 2011 til 2013, en frá 2013 til 2014 jókst hún á ný um 7,5%. Bent hefur verið á að vegna ástandsins sé farið að nota mun meira af sterkum lyfjun- um eins og colistin macrolides. Það eru svokallað lokaúrræðalyf til að reyna að drepa ofursýkingar í fólki. Eins hefur sala á nýjasta lyfinu flu- oroquinolones aukist en það er m.a. notað við lífshættulegri lungnabólgu. Athygi vekur að þau lönd sem mest nota af sýklalyfjum eru þau sömu og framleiða megnið af kjötinu sem flutt er til Íslands. /HKr. 20. tölublað 2016 ▯ Fimmtudagur 20. október ▯ Blað nr. 477 ▯ 22. árg. ▯ Upplag 32.000 Hið eðla grjón carnaroli frá Acquerello Sláturhús Vesturlands hóf starfsemi í gamla sláturhúsinu í Brákarey í Borgarnesi um síðastliðin mánaðamót, en starfsemi í húsinu hefur legið niðri í tæpan áratug. Þar er nú rekið þjónustusláturhús og Guðjón Kristjánsson sláturhússtjóri er bjartsýnn á framtíðina. Stefnt er að því að kjötvinnsla verði sett upp í húsinu á næstu misserum. Sjá frétt á blaðsíðu 2. Mynd / smh Ný úttekt Lyfjastofnunar Evrópu EMA staðfestir óhóflega notkun sýklalyfja í löndum sem selja kjöt til Íslands: Sýklalyfjanotkun í landbúnaði er langminnst á Íslandi og í Noregi Heimild: European Medicine Agency - Staðan 2014 Á og í er engum fúkkalyfjum blandað í fóður sem vaxtahvetjandi efni. Í er það 0,3mg/PCU af 3,1 mg/PCU Á er það 292,1 mg/PCU af 418,8 mg/PCU Á er það 306,1 mg/PCU af 391,5 mg/PCU 24-26 Sjálfbært samfélag í Fljótum Hóf söngferilinn í heyskap í Dölunum sitjandi á gömlum Massey Ferguson 32-3328-29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.