Bændablaðið - 20.10.2016, Qupperneq 2

Bændablaðið - 20.10.2016, Qupperneq 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2016 Evruverkið getur ekki gengið upp að óbreyttu: „Einn daginn mun þessi spilaborg hrynja“ − segir Otmar Issing, prófessor og fyrsti yfirhagfræðingur Seðlabanka Evrópu Seðlabanki Evrópu (European Central Bank - ECB) er orðinn hættulega yfirspenntur og allt evruverkið getur ekki gengið upp að óbreyttu,“ segir Otmar Issing prófessor. „Einn daginn mun þessi spilaborg hrynja.“ Það er ekki einhver vondur and- stæðingur evrusvæðisins sem þarna talar, heldur einn af yfirhönnuðum kerfisins. Otmar Issing var fyrsti yfirhagfræðingur Seðlabanka Evrópu og leiðandi í innleiðingu sameiginlegs myntkerfis Evrópu. Það fer því ekki hjá því að eftir orðum hans sé hlustað. Prófessor Issing sagði í samtali við The Telegraph að evran hafi verið svikin af pólitíkusum sem hafi haft uppi harmakvein yfir því að til- raunin hafi verið mistök frá upphafi og hafi síðan verið að úrkynjast. Það hafi smitast yfir í sjúklega ríkisfjár- málastefnu sem gerði ráð fyrir að allir fengju allt fyrir ekkert. Ekki er þó víst að allir hag- fræðingar séu sammála þessum athugasemdum Issing, þar sem fjölmargir þeirra vöruðu við því allan tímann að byrjað hafi verið á vitlausum enda við mótun sameig- inlegrar myntar ESB. Sameiginleg mynt án sameiginlegs efnahagskerfis gæti aldrei gengið upp. Það virðist nú vera að staðfestast þegar meira að segja Otmar Issing segir að evran sé að sigla í strand. Framhaldið mun einkennast af strögli „Ef við horfum á þetta raunsætt, þá mun framhaldið einkennast af strögli, úr einum vandræðunum í önnur. Það er erfitt að spá fyrir hversu lengi slíkt getur haldið áfram, en slíkt getur ekki gengið endalaust,“ segir Otmar Issing. Ljóst er að sambland af lágu olíuverði, ódýrri evru og hæggengu efnahagskerfi hafa blekkt menn til að taka þessu rólega, en skammtíma- áhrifin af hagstæðum ytri aðstæðum eru að fjara út. Búast má við að mjög muni reyna á evruna í framhaldinu á sama tíma og ríkisstjórnir evru- landanna þurfa að horfast í augu við hærri skuldir, atvinnuleysi og pólitíska þreytu. Professor Issing gagnrýnir fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins fyrir að hafa byggt pólitíska múra og gefist upp við að framfylgja reglum og markmiðum. „Hið siðferðislega hættuástand er yfirþyrmandi,“ segir Issing. Hann segir að Seðlabanki Evrópu sé á hálu svelli og hafi sett kerfið í hættu með því að borga gjaldþrota ríki frá skuldum sínum og með því að misbeita samningum sem gerðir hafa verið. Engin stjórn á hlutunum „Stöðugleikinn og vaxtaþátturinn hafa meira og minna mistekist. Agi á markaði hefur horfið vegna inngripa bankans. Það er því engin raunveruleg stjórn á hlutunum af hálfu markaðarins eða pólitískra stjórnvalda. Í þessu eru innbyggðir allir áhættuþættir til að kalla hörm- ungar yfir myntbandalag Evrópu. Ákvæði um að ekki skuli greiða óreiðuskuldir eru þverbrotnar á hverjum einasta degi,“ segir Issing. Þá gefur hann lítið fyrir það skilyrði að aðstoð við skulda- uppgjör þurfi að hljóta samþykki Evrópudómstólsins. Það sé byggt á vanhugsaðri hugmyndafræði. Hann segir að Seðlabanki Evrópu sé nú þegar með í höndun- um skuldabréfasafn upp á yfir billjón evrur, sem það séu á nei- kvæðum vöxtum. Bankinn sé nú að kaupa bréf af fyrirtækjasamsteyp- um sem ætti að flokka í ruslflokk. Sú aðhaldsstefna sem bankanum sé ætlað að framfylgja með inngripum verði honum því stöðugt erfiðari. „Afleiðingin getur hugsanlega orðið skelfileg,“ segir Otmar Issing. Í vitalinu við The Telegraf heldur hann áfram að hakka núverandi stjórnendur kerfisins í sig og rekur endalaus mistök sem gerð hafa verið allt frá innleiðingu evrunnar 1999. /HKr. Fréttir Tímarit Bændablaðsins kemur út í þriðja sinn samhliða ársfundi Bændasamtakanna sem fer fram 3. mars nk. Í ritinu eru fjölbreytt efnistök þar sem helstu málefni landbúnaðarins eru til umfjöll- unar. Hluti af Tímariti Bændablaðsins er tekinn undir kynningar á fyrirtækjum og stofnunum sem starfa í landbún- aði. Auglýsingastjóri er þessa dagana að ganga frá pöntunum á kynningum og auglýsingum og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband í gegnum netfangið augl@bondi.is eða hringja í síma 563-0300. Tímarit Bændablaðsins kemur út í mars Otmar Issing. Sláturhús Vesturlands hefur starfsemi í Brákarey í Borgarnesi: Slátra fyrir bændur sem selja beint frá býli – stefnt á að færa út kvíarnar á næsta ári og að setja upp kjötvinnslu Guðjón Kristjánsson er nýr slátur- hússtjóri í Sláturhúsi Vesturlands í Brákarey í Borgarnesi. Þar hefur ekki verið rekið sláturhús í tæpan áratug og raunar hvergi á öllu Vesturlandi síðan það hætti. Um svokallað þjónustusláturhús er að ræða sem þjónar bændum á Vesturlandi en engin kjötvinnsla verður í húsinu fyrst um sinn. Bændur kaupa þá einungis slát- urþjónustuna en taka afurðirnar heim og selja þaðan. Guðjón segir að þetta sé í fyrsta skiptið sem hann starfi við slátur- hús, en hann geti stuðst við reynslu góðra manna – og meðal annars eru nú í starfsliðinu nokkrir sem störfuðu við sláturhúsið þegar þar var síðast slátrað . Bændur og bændasynir í starfsliðinu Að sögn Guðjóns eru starfsmenn flestir bændur og bændasynir úr nálægum sveitum. Alls starfa nálægt tíu manns að jafnaði í sláturhúsinu í þessari sláturtíð, en starfsemi verður haldið áfram í vetur með stórgripa- slátrun. „Fyrst ætluðum við bara að slátra einu sinni í viku en viðbrögð- in hafa verið þannig að við höfum fjöl gað sláturdögum upp í þrjá og slátrum á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum. Við þjónum nú nánast eingöngu sauðfjárbændum sem selja beint frá býli – en það gæti vel breyst í framtíðinni. Við höfum fundið fyrir því eftir að verðskrár voru birtar og lækkun á afurðaverði varð ljós, að mun fleiri sauðfjárbændur vilja nú fara eigin leiðir með sínar afurðir og selja sjálfir. Við höfum fengið miklu betri svörun en við reiknuð- um með. Bóndinn á það sem hann kemur með og við afhendum það sem við megum afhenda, sem er í raun allt nema gærur og kjamma. Innmat og svoleiðis eiga þeir hjá okkur, en þurfa að kaupa af sjálfum sér hjá afurðastöðvunum. Við tökum 205 krónur á kílóið fyrir að slátra lambi og það er mjög svipað og hjá öðrum,“ segir Guðjón. Þrír bræður standa á bak við Sláturhús Vesturlands, ásamt Guðjóni. Þeir eru Jón Sævar, Snorri og Kristinn Þorbergssynir. Allir hafa þeir verið sjálfstætt starfandi og koma úr ýmsum greinum atvinnulífsins. Þeir félagar keyptu gamla sláturhúsið fyrir fjórum árum af Landsbankanum og síðan hefur verið unnið að undirbúningi fyrir starfsemina, sem hófst um síð- ustu mánaðamót. Bjartsýnn á framhaldið „Ég horfi bjartsýnn til næsta hausts,“ segir Guðjón um framtíðarsýnina. „Við sjáum það alveg fyrir okkur að við munum slátra mun meira næsta haust og koma okkur upp kjötvinnslu í millitíðinni.“ Með fullum afköstum verður hægt að slátra um 350 lömbum í Brákarey, 125 svínum eða 35 stórgripum á dag. /smh Aðalsteinn Sigurðsson, framkvæmdastjóri sölusviðs, Elísabet Hrönn Fjóludóttir, héraðsdýralæknir Matvælastofnunar á Vesturlandi og Guðjón Kristjánsson sláturhússtjóri. Sláturhús Vesturlands sést hér úti í Brákarey í Borgarnesi. Myndir / smh Skógareigendur: Úrvinnsla skógarafurða Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda var haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum fyrr í þessum mánuði í samstarfi við Félag skógarbænda á Austurlandi. Á fundinum var flutt skýrsla stjórnar, gestir fluttu ávörp og að því búnu voru mál lögð fyrir fundinn. Í tengslum við hann var haldið málþing um úrvinnslu skógarafurða. Lárus Heiðarsson frá Skógræktinni flutti erindi með yfirskriftinni „Skógarafurðir, hvað er það nú,“ Lára Vilbergsdóttir verkefnastjóri hjá Austurbrú flutti erindi um stórt og smátt úr íslenskum skógi og að lokum fræddi Bjarki Jónsson skógarbóndi á Ytri-Víðivöllum fundargesti um uppbyggingu Skógarafurða ehf. Félag skógarbænda á Austurlandi bauð fundargestum í skógargöngu en gengið var upp í Miðhús þar sem hjónin Edda Björnsdóttir fyrrver- andi formaður LSE og maður henn- ar Hlynur Halldórsson tóku á móti skógarbændum í yndislegu veðri og fallegu umhverfi. Dvalið var þar góða stund í garðinum í Miðhúsum yfir skemmtilegum sögum og fall- eg um söng. Aðalfundinum lauk með árshátíð skógarbænda. Félagi skógarbænda á Austurlandi tókst vel upp með fundarhaldið og voru allir ánægðir með hvernig til tókst. /MÞÞ Félag skógarbænda á Austurlandi bauð fundargestum í skógargöngu en gengið var upp í Miðhús þar sem hjónin Edda Björnsdóttir fyrr verandi formaður LSE og maður henn ar Hlynur Halldórsson tóku á móti skógarbændum í yndislegu veðri Visthyggja og virðisauki í Skaftárhreppi 66–70 Íslenskir eplabændur í Noregi 56–60 Besta útkoman frá upphafi 38–41 Hafberg í Lambhaga á allra vörum 28–37 Tímarit Bændablaðsins 1. tbl. 2016 - 2. árgangur Fluttu með bústofninn á milli landshluta Jóhanna María Sigmundsdóttir búfræðingur og alþingismaður segist alltaf hafa verið opin fyrir því að taka við búinu af foreldrunum −bls. 12 Gefur gömlum dráttar- vélum nýtt líf 46–49 Fjölbreytt efni um landbúnað er að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.