Bændablaðið - 20.10.2016, Page 4

Bændablaðið - 20.10.2016, Page 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2016 Skagaströnd: Matarsmiðja sett upp hjá BioPol BioPol ehf. á Skagaströnd ætlar að setja upp matarsmiðju sem starf- rækt verður í tengslum við rann- sóknarstofu félagsins og hefur auglýst eftir matvælafræðingi til að hafa umsjón með henni. Hlutverk hans verður fyrst og fremst að veita nauðsynlega sér- fræðiráðgjöf og aðstoða frumkvöðla við að þróa vörur sínar í markaðs- hæft form. Jafnframt mun viðkom- andi aðili aðstoða við uppsetningu gæðahandbóka og veita nauðsynlega ráðgjöf er varðar kröfur hins opin- bera varðandi matvælaframleiðslu. Vona að fólk á svæðinu sjái hag í að nýta sér aðstöðuna Matarsmiðjan mun hafa öll tilskilin leyfi til matvælaframleiðslu og skap- ar því möguleika fyrir frumkvöðla í matvælavinnslu til þess að taka fyrstu skref framleiðslu og þróunar á vörum sínum án þess að leggja út í miklar fjárfestingar. Ætti slík aðstaða meðal annars að geta nýst bændum sem vildu selja afurðir sínar beint frá býli. Verkefnið er tilkomið vegna starfa landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra sem hafði m.a. það markmið að efla byggðaþró- un og fjölga atvinnutækifærum á svæðinu. Matarsmiðjan klár um áramót Gert er ráð fyrir að Matarsmiðjan verði tilbúin til notkunar seint á þessu ári eða í janúar 2017 og eru bundnar vonir við að fólk af svæðinu muni sjá sér hag í að nýta aðstöðuna. /MÞÞ Fréttir Ráðstefna á Matvæladeginum 2016: Matvælarannsóknir í breyttum heimi Matvæladagurinn er í dag og af því tilefni verður haldin ráðstefna frá klukkan 12-17 undir yfirskrift- inni Matvælarannsóknir í breytt- um heimi, þar sem kynntar verða innlendar rannsóknir og nýir straumar í matvælafræði. Það er Matvæla- og næringar- fræðafélag Íslands sem stendur að ráðstefnunni sem verður haldin á Hótel Natura. Matvælaframleiðsla og umhverfismál Bryndís Skúladóttir frá Samtökum iðnaðarins verður aðalfyrirlesarinn og fjallar erindi hennar um mat- vælaframleiðslu og umhverfismál. Hörður Kristinsson, prófessor í mat- vælafræði við HÍ, fjallar um nýja og byltingarkennda tækni í mat- vælaframleiðslu. Dagskráin er eftirfarandi: • 12.00 – 13.00 Skráning, vegg- spjalda- og vörukynningar. • 13.00 – 13.30 Ávarp formanns MNÍ, Laufey Steingrímsdóttir. Ávarp fulltrúa ráðherra. Halldór Runólfsson. Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu. Afhending Fjöreggsins. Almar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnað- arins. • 13.30 – 13.55 Íslenskur mat- vælaiðnaður og umhverfismál. Bryndís Skúladóttir. Samtökum iðnaðarins • 13.55 – 14.20 Umbyltingar í tækni tengdar matvælum. Hörður G. Kristinsson. Matis • 14.20 – 14.45 Erfðaauðlindir og íslenskur matvælaiðnaður og neytendur. Emma Eyþórsdóttir prófessor. LBHÍ. • 14.45 – 15.00 Líftækni og nýsköpun í matvælaiðnaði. Hólmfríður Sveinsdóttir fram- kvæmdastjóri Iceprótein. • 15.00 – 15.30 Kaffihlé Fyrirtækja- & veggspjalda- kynningar • 15.35 – 15.50 Örverur. Matvæli og neytendur. Ólafur Unnarsson. Vöruþróun MS • 15.55 – 16.10 Eðlisfræði mat- væla. Rannsóknir og nýsköp- un. María Guðjónsdóttir, dósent Háskóla Íslands • 16.15 – 16.30 Efnafræði mat- væla. Rannsóknir og nýsköpun. Björn V. Aðalbjörnsson. Matís og H.Í • 16.30 – 17.00 Umræður & ráð- stefnuslit. Guðjón Þorkelsson, ráðgjafi og prófessor Matís og HÍ /smh Útigöngusvín á Kjalarnesinu Ýmsir glöggir vegfarendur, sem leið hafa átt um Kjalarnesið í sumar, hafa rekið augun í útigang- andi brún svín undir Esjunni þar sem Stjörnugrís er með höfuð- stöðvar sínar í Saltvík; kjötvinnslu og sláturhús. „Við vorum með tilraunaverk- efni hérna fram til loka september,“ segir Geir Gunnar Geirsson fram- kvæmdastjóri þegar hann er spurður fregna af svínunum sem gengu úti við þjóðveginn í sumar. „Þetta gekk vel og nú eru hugmyndir um að auka þetta nokkuð á næsta ári,“ bætir hann við. Útisvín yfir sumartímann Stjörnugrís rekur tvö gyltubú á Kjalarnesi, blandað bú með gylt- um og sláturgrísum í Grímsnesi, gyltubú á Skeiðum, auk þess að vera með bú á Melum í Hvalfjarðarsveit þar sem eingöngu eru sláturgrísir. Kjötvinnslan í Saltvík er nýleg, var tekin í notkun í mars á síðasta ári, og þar er eingöngu unnið íslenskt kjöt frá Stjörnugrís. „Þetta var skemmtileg tilraun. Hugmyndin er að bjóða kaupendum upp á þennan valkost í okkar fram- leiðslu sem reyndar verður aðeins stunduð yfir sumarmánuðina,“ segir Geir, en öllu kjöti af þessum úti- svínum hefur verið lofað. Um svínategundina Duroc er að ræða og er ætlunin að nota þau sem útisvín á næsta ári – og blendinga af þeim. /smh Duroc svínin höfðu það gott í útivistinni á Kjalarnesinu í sumar. Myndir / Stjörnugrís MAST segir að næringarskortur hafi valdið sauðfjárdauðanum árið 2015 − Féð fékk nóg hey en það var illmeltanlegt og næringarsnautt Þúsundir fjár drápust hjá íslensk- um sauðfjárbændum á vordögum 2015. Voru uppi getgátur um að um smitsjúkdóm kynni að vera að ræða, eða áhrif af eldgosi. Nú hefur Matvælastofnun hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að svo hafi ekki verið. Í tilefni fréttaflutnings í síð- ustu viku um að orsök sauðfjár- dauðans árið 2015 sé óþekkt vill Matvælastofnun árétta fyrra álit sitt um að orsök sauðfjárdauðans árið 2015 hafi verið næringarskortur. Léleg hey eftir slæmt tíðarfar Að mati stofnunarinnar má rekja næringarskortinn til margra sam- verkandi þátta en fyrst og fremst til lélegra heyja vegna vætutíðar sum- arið 2014 og til mikils kulda vetur- inn eftir. Féð fékk nóg hey en það var illmeltanlegt og næringarsnautt. Afleiðingarnar voru þær að féð fékk ekki nægjanlega orku til að viðhalda starfsemi líkamans, framleiða hita og öll umframorka fór í vöxt fóstra. Ekki fékkst fjárveiting til að ljúka rannsókn Haustið 2015 bentu rannsóknar- niðurstöður hvorki til þess að um smitsjúkdóm né áhrif frá eldgosinu í Holuhrauni væri að ræða. Á þeim tíma hafði Matvælastofnun þó fyrir- vara á fyrrnefndu áliti sínu þar sem ekki var hægt að útiloka aðrar undir- liggjandi orsakir með óyggjandi hætti og óskaði því eftir opinberu fjármagni til áframhaldandi rann- sókna. Ekki fékkst fjármagn til að halda rannsókninni áfram. Matvælastofnun hélt hins vegar áfram að safna upplýsingum frá bændum um afdrif, heimtur og ástand fjárins að lokinni smölun sumarið og haustið 2015. Engin óeðlileg afföll sumarið 2015 Ekki varð vart við óeðlileg afföll yfir sumarmánuðina 2015, féð virt- ist almennt skila sér vel af fjalli og í góðu ásigkomulagi. Skýrsluhald sauðfjárbænda studdi við það, árið 2014 var meðalfjöldi lamba til nytja 1,66 en árið 2015 var hann 1,63. Árið 2014 var 519.568 lömbum slátrað og meðalfallþunginn var 16,6 kg. Árið 2015 var hins vegar töluvert færri lömbum slátrað, eða 504.844, en einungis 0,1 kg munaði á fall- þunga milli ára, sem var 16,5 kg. Matvælastofnun fylgdi málinu eftir með því að hafa samband við bænd- ur sem urðu fyrir miklum afföllum og fylgjast með gangi mála hjá þeim. Fjöldi sérfræðinga sammála áliti MAST Á málþingi Landbúnaðar háskólans 3. mars sl. um sauðfjárdauðann, með vísindamönnum skólans, ráðu- nautum, starfandi dýralæknum og sérfræðingum Matvælastofnunar, var tekið undir niðurstöðu Matvælastofnunar. Að öllu samanlögðu er hafið yfir skynsamlegan vafa að orsök sauðfjárdauðans 2015 var nær- ingarskortur sem kom fyrst og fremst til vegna lélegra heyja frá sumrinu áður. Matvælastofnun birti þetta álit sitt í nóvember 2015 og áréttaði það í starfsskýrslu sinni 2015 (bls. 49–50). Fram kemur í tilkynningu MAST að mikilvægt sé að draga lærdóm af sauðfjárdauðanum og hve brýnt það er að þekkja innihald fóðursins og meltanleika þess. Taka heysýni, láta mæla þau og reikna út fóðurgjöf miðað við orkuþörf og aðra mikil- væga áhrifaþætti. /HKr. Frá Skagaströnd. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.