Bændablaðið - 20.10.2016, Síða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2016
Fréttir
Í grein í Bændablaðinu 6. október
er spurningu beint til Samgöngu-
stofu um löglegan ljósabúnað bif-
reiða. Einfalda svarið við þeirri
spurningu er að hérlendis er
ljósaskylda allan sólarhringinn,
allan ársins hring. Tilgangurinn
er aukið öryggi í umferðinni.
Margar nýjar bifreiðar eru búnar
ljósum sem kvikna þegar bíllinn er
ræstur og í fyrstu má halda að um sé
að ræða ökuljós en sú er ekki raunin.
Víða má sjá í umferðinni ökumenn
nýrra bíla sem gera sér ekki grein
fyrir þessu og aka um með takmörk-
uð ljós, jafnvel ljóslausir að aftan.
Þessi ljósabúnaður kallast dagljós
og er leyfður á Evrópska efnahags-
svæðinu og af þeim sökum er heim-
ilt að flytja slíkar bifreiðar inn til
Íslands. Það gegnir hins vegar öðru
máli um notkun þessa búnaðar hér
á landi. Hér á landi er ljósaskylda –
allan sólarhringinn og allan ársins
hring – og því þarf ökumaður að
gæta þess að nægjanleg ökuljós séu
kveikt meðan á akstri stendur, bæði
á bílnum framan- og aftanverðum.
Ljósskynjari dagljósabúnaðar kveik-
ir annars ekki á ökuljósunum fyrr en
rökkva tekur, en kveikir utan þess
tíma bara á dagljósunum, í einhverj-
um tilfellum aðeins að framan en
ekki að aftan.
Sumir hafa brugðið á það ráð að
setja svart límband yfir ljósskynjara
bílsins þannig að tölva bílsins skynji
aðstæður þannig að það sé myrkur
og að hún kveiki því á ökuljósunum
strax og bifreiðin er ræst. Margar
bifreiðar eru með þannig ljósastill-
ingu að þótt skilið sé við ljósin kveikt
þá slökknar sjálfkrafa á þeim þegar
drepið er á bílnum, hurð bifreiðar-
innar er opnuð, bílnum er læst og í
sumum tilfellum slökknar á ljósun-
um stuttu eftir að drepið er á bílnum.
Síðan kviknar aftur á ljósunum sjálf-
krafa þegar bifreiðin er ræst.
Rétt er að hvetja ökumenn til
að gera athugun á því hvort það
slökkni sjálfkrafa á ljósum bílsins
og ef það gerist ekki þá vitanlega
verður ökumaður sjálfur að slökkva.
Ljósabúnaður bifreiða er orðinn tölu-
vert fjölbreyttari en áður en það er
alfarið á ábyrgð ökumanna að hann
sé rétt notaður. /Samgöngustofa
Samgöngustofa:
Ökuljós skulu kveikt
11 þúsund fermetra líkan af Íslandi
Hugmynd er uppi um að reisa
risastórt líkan af Íslandi í
Bláskógabyggð sem yrði á stærð
við knattspyrnuvöll.
„Þetta er hugmynd sem hefur
verið í þróun í 3 ár og eru ýmsir
staðir í skoðun, allir nálægt höfuð-
borginni eða „gullna hringnum“. Það
stendur til að smíða líkan af Íslandi
í mkv 1:4000 úr polyúreþaneining-
um þar sem hægt verður að ganga
um landið og innbyrða upplýsingar
af ýmsum toga. Bygging undir slíkt
líkan er stærri en fótboltavöllur,
eða um 11.000 m2. Hæðin þarf
hins vegar ekki að vera mikil, en
við gætum byrjað með minna hús
á meðan líkanið er í smíðum,“ segir
Sigurður Einarsson hjá Batteríinu
arkitektum. Hefur fyrirtækið sent
fyrirspurn til Bláskógabyggðar
vegna málsins og er verið að leita
að húsi og lóð undir starfsemina.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar
lýsti á síðasta fundi sínum jákvæðri
afstöðu gagnvart verkefninu. /MHH
Basar í Þingborg 5. nóvember
Kvenfélögin í Flóahreppi
standa sameiginlega að basar,
sem haldinn verður í Þingborg,
laugardaginn 5. nóvember kl.
13.00–17.00.
Öll innkoma rennur til kaupa á
sérhæfðu sjúkrarúmi fyrir skamm-
tímavistun í Álftarima 2 á Selfossi,
en rúmið kostar um eina milljón
króna. Hlutverk skammtímavistun-
arinnar er að létta álagi af fjölskyld-
um, vera afþreying og tilbreyting
fatlaðra barna, ungmenna og full-
orðinna sem búa í heimahúsum.
Lögð er áhersla á eflingu athafna
daglegs lífs og félagsfærni.
Fjölbreytt vandað handverk verður
til sölu, ásamt kökubasar og seldar
verða vöfflur og kaffi. /MHH
Hvolsvöllur:
Dagur sauðkindarinnar 22. október
Félag sauðfjárbænda í Rangár-
vallasýslu stendur fyrir Degi sauð-
kindarinnar laugardaginn 22.
október í Skeiðvangi við Hvolsvöll
frá kl. 14.00 til 17.00.
Fjáreigendur milli Þjórsár og
Markarfljóts er boðið að koma með
um 10 kindur á sýninguna og er fjöl-
breytni í litum æskileg. Efstu vet-
urgamlir hrútar úr heimasýningum
verða boðaðir og verðlaunaðir og
efstu lambhrútar úr heimasýningum
verða boðaðir, dæmdir upp á nýtt
og verðlaunaðir. Keppt verður um
fallegustu gimbrina og gestir fá að
kjósa um litfegursta lambið. Þá verða
veitt verðlaun fyrir ræktunarbú ársins
2015 og efstu 5 vetra ær sýslunnar.
/MHH
Dagur sauðkindarinnar verður
laugardaginn 22. október og eru allir
velkomnir. Mynd / MHH
Leikskólanum Álfaborg í Reykholti
lokað vegna myglusvepps
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar
hefur ákveðið að loka leikskól-
anum Álfabyggð í Reykholti í
Biskups tungum vegna myglu-
svepps í skólanum.
Börnin og starfsfólk-
ið hafa fengið aðstöðu inni í
Bláskógaskóla í Reykholti á
meðan lausn verður fundin á mál-
inu. Sveitarstjóra hefur verið falið
að fá ráðgjafa til að vinna frummat
á uppbyggingu leikskólahúsnæðis
fyrir Álfaborg á grundvelli minn-
isblaðs vinnuhóps um málið. Haft
verður samráð við skólastjórnend-
ur í þessu ferli.
„Stjórnendur leik- og grunn-
skóla eiga þakkir skildar fyrir að
bregðast hratt og vel við þeirri
stöðu sem upp er komin og fyrir
að hafa leyst fjölmörg atriði sem
huga þarf að við slíka breytingu,“
segir Helgi Kjartansson, oddviti
Bláskógabyggðar. /MHH
góðum sumardegi upp við Skólavörðu.
Fjallgönguferðir með
Bjarklands Fúsa-Káti
− sem er Vestfirðingur frá Fremri-Breiðadal í Önundarfirði
„Þetta var nú bara einhver
hugdetta,“ segir Halldór Arin-
bjarnarson, upplýsingastjóri hjá
Ferðamálastofu á Akureyri, en
hann hefur einu sinni í viku allt
síðastliðið ár gengið ásamt Káti,
hundi sínum, upp á Skólavörðu
á Vaðlaheiði.
„Þegar maður á hund er tals-
verð viðvera við að halda honum
á hreyfingu þannig að ég sá að með
þessu væri hægt að slá að minnsta
kosti tvær flugur í einu höggi, að
viðra hundinn og fá góða hreyfingu
og útivist, sem sífellt er verið að
telja okkur trú um að sé einkar holl
fyrir okkur.“
Uppátækið féll í góðan jarðveg
Halldór kveðst hafa ákveðið að
gera fjallgönguferðir sínar og
hundsins opinberar, þ.e. að skrá
hverja ferð inn á Facebook með
smá texta og mynd af þeim félögum
við vörðuna.
„Ég ákvað til gamans að gera
þetta í nafni hundsins, þ.e. það var
í raun hann sem tók af mér loforð
að fara í þessar ferðir og færslurn-
ar á Facebook voru skrifaðar út
frá hans sjónarhóli,“ segir hann,
en Kátur er 8 ára gamall íslenskur
fjárhundur sem fullu nafni heitir
Bjarklands Fúsi-Kátur og er frá
Fremri-Breiðadal í Önundarfirði.
„Uppátækið hefur fallið í góðan
jarðveg hjá Facebook-vinum
mínum og jafnvel víðar og mér telst
til að myndir okkar úr þessum 52
ferðum hafi fengið samtals tæp-
lega 2.700 „like“. Ég hef reyndar
reynt að halda þessum mikla áhuga
leyndum fyrir hundinum því ég
óttast satt best að segja að þessi
athygli myndi alveg fara með hann,
nóg er nú sjálfsálitið fyrir.“
Kátur rataði alltaf til baka
Halldór segir umrædda leið að
Skólavörðu skemmtilega og hafa
reynst talsvert meiri áskorun en
hann bjóst í fyrstu við.
„Þetta hefur gefið mér mun meira
en ég átti í upphafi von á. Það er
talsvert átak að ná alltaf einni ferð í
viku í annríki dagsins og að auki er
ekki alltaf hægt að velja besta veðrið
eða færið. Oftast gefst ekki tími fyrr
en seinnipartinn eða á kvöldin og
yfir dimmustu mánuðina gat bæði
veður og færi verið æði misjafnt.
Við lentum svo sem aldrei í neinu
verulega vafasömu en þó að um
sé að ræða stutta leið sem telja má
í byggð, þá er samt nauðsynlegt
að gæta allrar varúðar. En Kátur
rataði auðvitað alltaf til baka, sama
hvernig viðraði.“
Skemmtileg leið en furðu fáfarin
Upphafspunktur ferðar að
Skólavörðu er ofan Veigastaða og
þaðan eru 2,5 kílómetrar hvora leið
með hækkun upp á tæpa 500 metra.
„Þetta er ljómandi skemmtileg
leið og við reyndum að ganga rösk-
lega og án þess að stoppa. Túrinn
tekur þá í allt um einn og hálfan tíma
í þokkalegu færi,“ segir Halldór.
Félagar í Ferðafélagi Akureyrar
hafa stikað leiðina, en henni er þó
ekki fyllilega hægt að fylgja nema
í björtu og góðu veðri. Á vörðunni
er gestabók sem ævinlega var skrif-
að í, „þannig að þetta er allt saman
skjalfest hjá okkur“.
Halldór hefur búið á Svalbarðs-
strönd í rúm 20 ár og hafði fram
til síðasta hausts varla farið að
Skólavörðu.
„Leiðin gæti sem best haft svip-
aða stöðu fyrir Akureyringa og
Esjan hjá Reykvíkingum. Það er
álíka langt og álíka mikil hækkun
og upp að Steini í Esju. Ég er reynd-
ar ekki alveg frá því að þetta uppá-
tæki hundsins hafi eitthvað orðið til
þess að ferðum að Skólavörðu hafi
fjölgað í ár,“ segir hann.
Í huga Káts er engum sérstökum
áfanga náð
Skólavörðuverkefni Halldórs og
Káts hófst í október í fyrrahaust
og nú á sunnudag, 16. október,
var farið í ferð númer 52 í góðum
félagsskap. Með í för var göngu-
félagi þeirra, Sævar Helgason, en
hann sett sér það markmið um síð-
astliðin áramót að fara 52 ferðir
á árinu að vörðunni og lauk því í
sömu ferð og Halldór og Kátur.
Í ferðunum 52 hafa þeir félagar
lagt að baki samtals 270 kílómetra
og 26 þúsund hæðarmetra.
„Ég held reyndar að við höfum
báðir fengið mikið út úr þessum
ferðum, bæði hreyfinguna og svo
bara þessari hreinsun hugans sem
fylgir útiveru. Ég neita því ekki að
það er svona ákveðinn söknuður að
verkefninu sé lokið. En Vaðlaheiðin
er enn á sínum stað og ég held að
í huga Káts sé engum sérstökum
áfanga náð. Hann mun fara jafn
spenntur eftir næstu ferð og ætli ég
verði ekki að druslast með,“ segir
Halldór. /MÞÞ
Reykvíkingum. Það er álíka langt og álíka mikil hækkun og upp að Steini í
Það er ekki alltaf hægt að velja
-
miðið er að ganga einu sinni í viku
upp að Skólavörðu.