Bændablaðið - 20.10.2016, Page 14

Bændablaðið - 20.10.2016, Page 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2016 Skotveiðifélag Íslands lagði fram kæru vegna ákvörðunar sveitar- félagsins Húnaþings vestra um að gera rjúpnaveiði leyfisskylda gegn gjaldi í þjóðlendum innan marka sveitarfélagsins. Kæran byggir á þeim málsástæð- um að samkvæmt lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum, sé öllum íslenskum ríkisborgurum, svo og erlendum ríkisborgurum með lögheimili hér á landi, heimilt að stunda dýraveiði í almenningum og á afréttum utan landareigna lögbýla, enda geti enginn sannað eignarrétt sinn til þeirra. SKOTVÍS telur að lög um þjóð- lendur númer 58 frá árinu 1998 og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, heimili ekki sveitarfélögum að ráðstafa leyfum til rjúpnaveiða gegn gjaldi í þjóðlend- um og almenningi. Varhugavert sé að telja eignarrétt samkvæmt lög- unum til beins eignarréttar, hann hljóti að teljast annars eðlis en beinn eignarréttur eða grunneignarréttur. Af því leiði að sá notkunarréttur í þjóðlendum sem felist í almannarétti til fuglaveiða geti ekki fallið undir heimildir sveitarstjórnar samkvæmt lögunum 58/1998. Auglýstu að kaupa þyrfti leyfi Sveitarfélagið Húnaþing vestra telur að ríkið hafi sannanlegan eignar- rétt að landi þjóðlendna í skilningi laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýr- um númer 64 frá árinu 1994. Því gildi ákvæði laganna um heimildir almennings til veiða í almenningum og eigendalausum svæðum ekki um veiðar innan þjóðlenda. Forsaga málsins er að í nokkur ár hefur Húnaþing vestra birt á vef sínum hvert haust, auglýsingu þess efnis að engum sé heimil rjúpna- veiði innan marka sveitarfélagsins, nema kaupa til þess leyfi. Í nóvem- ber í fyrra kærði SKOTVÍS þessa ákvörðun til forsætisráðuneytisins. Í ítarlegum úrskurði ráðuneyt- isins segir að löggjafinn hafi áður ráðstafað rétti almennings til dýra- veiða, á öðrum landsvæðum en þeim sem falla undir hugtakið landareign í skilningi veiðilaga. Húnaþing vestra hafði viðhaft þetta fyrirkomulag um nokkur ár, en með úrskurði Óbyggðanefndar þann 19. desember 2014, var komist að þeirri niður- stöðu að tiltekin landsvæði innan Húnaþings vestra, væru þjóðlendur í afréttareign sveitarfélagsins. Þjóðlendur háðar eignarrétti ríkisins Málsrök sveitarfélagsins voru meðal annars að lög um þjóðlendur gengju lengra en ákvæði laga um veiðar á villtum fuglum og spendýrum, og sveitarfélaginu væri því, á grundvelli þjóðlendulaganna, heimilt að selja umrædd leyfi. Húnaþing vestra vísar í rökum sínum til þess að þjóðlendur séu háðar eignarrétti ríkisins, afnot hlunninda án leyfis séu óheimil og að gert sé ráð fyrir leyfisveitingu sveitarfélaga til nýtingar þeirra. Forsætisráðuneytið kemst að þeirri niðurstöðu að löggjafinn hafi, áður en þjóðlendulögin tóku gildi, þegar ráðstafað til almennings réttin- um til dýraveiða utan landareigna, og að þeirri ráðstöfun hafi ekki verið haggað með setningu þjóðlendu- laga. Húnaþingi vestra hafi því verið óheimilt að gera rjúpnaveiði í þjóðlendum innan marka sveitar- félagsins leyfisskylda gegn gjaldi. Fagnaðarefni segir Skotvís Í yfirlýsingu frá Skotvís segir að úrskurðurinn sé sá fyrsti sinnar tegundar í ráðuneytinu og sé hann því stefnumarkandi til framtíðar. Hann sé ekki aðeins fagnaðarefni fyrir þá skráðu 12.000 veiðikorta- hafa sem er að finna í landinu, heldur alla þá íslensku þegna sem vilja stunda útivist í þjóðlendum landsins. „Af úrskurðinum má einnig vera ljóst að öðrum sveitarfélögum er ekki heimilt að selja veiðileyfi inn á skilgreindar þjóðlendur hvort sem það er til framleigu eða beinnar leyfissölu, og að lög um fuglaveið- ar í þjóðlendum eru í fullu gildi,“ segir í yfirlýsingu frá Skotvís. /MÞÞ Fréttir Húnaþing vestra: Sveitarstjórn ekki heimilt að selja veiðileyfi á þjóðlendum FLÚRLAMPAR RAKAHELDIR afsláttur 20% 2x58 W perur og 2x36 W perur við Fellsmúla | 108 Reykjavík | OPIÐ ALLA DAGA Hvammstangi. Mynd / HKr. SKOTVÍS telur að lög um þjóðlendur númer 58 frá árinu 1998 og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, heimili ekki sveitarfélögum að ráðstafa leyfum til rjúpnaveiða gegn gjaldi í þjóðlendum og almenningi. Ferðamálastofa óskaði fyrr í haust eftir upplýsingum um þá aðila sem tilbúnir eru að veita ferðalöngum á minni húsbílum eða „campers“ þjónustu yfir vetrartímann. Viðbrögð voru góð og nú hafa 27 aðilar um allt land skráð sig til að veita slíka þjónustu. Verkefnið er unnið í sam- starfi Ferðamálastofu, SAF og Íslandsstofu. Grunnurinn að því er sú aukning sem hefur orðið á útleigu á minni húsbílum eða „campers“ á undaförnum misserum. Þá hefur það einnig gerst að leigutímabil slíkra bíla hefur lengst og má nú sjá þá á ferðinni nánast allt árið. Upplýsingar um aðila sem til- búnir eru að veita þjónustu sem þessa eru skráðar í gagnagrunn Ferðamálastofu um ferðaþjónustu- aðila, sem m.a. birtist á visiticeland. com og vefjum markaðsstofa allra landshluta. Upplýsingarnar er m.a. hægt að skoða á gagnvirku korti, segir í frétt á vef Ferðamálastofu. Lagt þar sem bannað er Flestir leigjenda þessara bíla fara vissulega að settum reglum og not- færa sér tjaldsvæðin á sumrin til að leggja á yfir nótt. Því miður eru þó of mörg dæmi um að þeim sé lagt þar sem ekki er heimild til. Síðastliðið haust tóku gildi ný náttúruverndarlög þar sem sér- staklega er tekið fram í 22. gr. að: „Utan þéttbýlis skal leita leyfis land- eigenda eða annars rétthafa ef nota á tjaldvagn, fellihýsi, hjólhýsi, hús- bíla og annan sambærilegan búnað utan skipulagðra tjaldsvæða.“ Þá má einnig finna í lögreglusamþykktum margra sveitarfélaga svipað bann, þ.e. að bannað sé að gista í bílum utan skipulagðra svæða. Möguleiki á viðbótartekjum Nú er það svo að flest tjaldsvæði eru einungis opin yfir sumarið og því í fá hús að venda fyrir þá sem eru á ferðinni á umræddum bílum utan sumars. Ætla má að nokkur hund- ruð bílar séu í leigu utan háannar og að þar sé hægt að verða sér úti um töluverðar viðbótatekjur fyrir þá sem eru með annars konar þjónustu og geta boðið þessum gestum afnot af t.d. bílastæðum og salerni. /MÞÞ Úrbætur á Vatnsnesvegi bráðnauðsynlegar Byggðaráð Húnaþings vestra fjallaði um bréf frá Sigurði Þór Ágústssyni, skólastjóra Grunnskóla Húnaþings vestra, sem hann sendi til Vegagerðarinnar á fundi sínum nýverið. Í bréfinu lýsir hann þungum áhyggjum af öryggi og velferð skólabarna á leið um Vatnsnes, veg númer 711. Í bókun byggðarráðs vegna bréfsins segir að brýn nauðsyn sé á því að ráðist verði án tafar í bráðnauðsynlegar úrbætur á Vatnsnesvegi og að gert verði ráð fyrir áframhaldandi varanlegum framkvæmdum, breikkun vegar og lagningu slitlags strax á árinu 2017 í samgönguáætlun áranna 2015– 2018, sem nú bíður samþykktar á Alþingi. Aukin umferð ferðamanna veldur álagi á malarvegi Fram kemur í bókun byggðaráðs að komum ferðamanna í Húnaþing vestra hafi fjölgað mikið undanfar- in ár, eða um 40% á ári. Það sé að mörgu leyti ánægjuleg þróun sem haft hafi í för með sér að störfum við ferðaþjónustu hafi fjölgað í byggðarlaginu. Það sé hins vegar áhyggjuefni að aukin umferð ferða- manna valdi miklu álagi á malar- vegi í sveitarfélaginu á sama tíma og sáralitlum fjármunum sé varið til uppbyggingar og viðhalds veganna. Að ystu þolmörkum „Nú er staðan orðin þannig að víða er vegakerfið komið að ystu þolmörkum, sérstaklega Vatnsnesvegur, sem er mjög vinsæl ferðamannaleið. Vegurinn er langur, erfiður og víða úr sér genginn og svo slæmur að daglegur ferðatími barna með skólabíl um þennan veg hefur lengst um allt að 35 mínútur,“ segir í bókun byggðaráðs. Tekið er fram í bókun ráðsins að ferðatími þeirra skólabarna sem lengst búa frá skóla sé töluvert umfram þær 120 mínútur á dag sem er viðmið samkvæmt reglum um skólaakstur. Ökuhraðinn sé á köflum ekki meiri en tíu til tuttugu kílómetrar á klukkustund enda allt að tuttugu sentímetra djúpar holur á löngum köflum á Vatnsnesvegi. Skólabörn kvarta yfir bílveiki Börn hafa kvartað undan bílveiki sem beint má rekja til þess að ástand vegarins er óboðlegt. Foreldrar barna á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börn sín ekki í skólann nema ráðist verði í úrbætur á veginum. „Álagið af völdum ferðamanna á Vatnsnesvegi og langvarandi skortur á viðhaldi vegarins hefur því orðið þess valdandi að illmögulegt er á tíðum fyrir sveitarfélagið að uppfylla kröfur um ferðatíma skóla- barna, sem auðvelt væri að uppfylla væri vegurinn í góðu ástandi. Hér er sannarlega um að ræða mál þar sem reynir á samfélagsleg þolmörk ferðaþjónustunnar,“ segir í ályktun byggðaráðs Húnaþings vestra. Áréttar ráðið brýna nauðsyn þess að án tafar verði farið í bráðnauðsynlegar úrbætur á Vatnsnesvegi og að gert verði ráð fyrir áframhaldandi varanlegum framkvæmdum, breikkun vegar og lagningu slitlags strax á árinu 2017 í samgönguáætlun áranna 2015– 2018, sem nú bíður samþykktar á Alþingi. /MÞÞ Vetraráningarstaðir: Þjónusta veitt á 27 stöðum á landinu yfir veturinn Geitafell á Vatnsnesi. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.