Bændablaðið - 20.10.2016, Síða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2016
úr henni. Ég er búin að margskoða
það mál og nú síðast í fyrra,“ segir
Guðjón.
Hann segir að til að vinna olíuna
eða fituna þurfi að taka allt vatn frá
þvottakerjunum í gegnum skilvind-
ur. Úr verður ullarvax sem er með
bræðslumark um 38° á Celsíus.
Vísindamönnum hefur enn ekki
tekist að búa til kemískt efni sem
nær einstökum eiginleikum hinnar
náttúrulegu lanolin-olíu.
Vinnsla á Íslandi svarar ekki
kostnaði
„Það þarf heilmikla verksmiðju til
að vinna lanolium úr fitunni. Ég er
búinn að kanna hvað það kostar að
setja upp skilvindukerfi og hvaða
verð fæst fyrir tunnuna af hreinni
fitu. Það stendur bara ekki undir
kostnaði. Umfangið þyrfti að vera
svo miklu meira til að slík vinnsla
borgaði sig. Við höfum oft fengið
fyrirspurnir um þetta en getum því
miður ekki orðið við óskum um
slíka framleiðslu.“
Minna fituinnihald í íslensku
ullinni
Guðjón segir að ullin af ástralska
merino-fénu sé mun fínni og
innihaldi mun meiri fitu en ullin
á íslenska fénu. Fituinnihaldið í
áströlsku ullinni getur verið, eins og
áður segir, á bilinu 15%–20%. Hann
segir að úr íslensku haustullinni,
sem er uppistaðan í því sem Ístex
fær til vinnslu, þá sé um 80% nýt-
ing. Meira en helmingurinn af því
sem þvegið er úr ullinni er sandur.
„Fituhlutfallið er kannski í kring-
um 6 til 8%. Það er því vart nema
um þriðjungur úr fituinnihaldi sem
fæst úr áströlsku ullinni,“ segir
Guðjón.
Sérhæfir sig í smur- og
varnarefnum úr ullarfitu
Lanotec Australia var stofnað í
Ástralíu 1998. Í dag er það eitt
stærsta fyrirtæki í Ástralíu á sviði
framleiðslu smur- og varnarefna úr
vistvænum og endurnýjanlegum
hráefnum. Í starfi þróunardeildar
fyrirtækisins felst sú skemmtilega
kaldhæðni að þar er stöðugt verið
að mæta öllum kröfum og þörfum
olíu- og gasiðnaðarins fyrir smur-
og varnarefni sem og að sinna
námuiðnaðinum. Þannig leysa
þeir af hólmi efni sem annars væru
framleidd úr jarðolíu og geta verið
hættuleg umhverfinu.
Standast ströngustu kröfur, líka í
matvælaiðnaði
Stefna fyrirtækisins er að framleiða
einungis vistvæn efni sem byggð
eru á grunni ullarolíu (lanolin),
sítrusolíu og öðrum náttúruleg-
um efnum. Framleiðslan er háð
miklum gæðakröfum og þurfa
allar vörur að standast kröfur og
sérleyfisúttektir hinnar áströlsku
rannsóknarstofnunar NATA
(National Association of Testing
Authorities). Þar á meðal hafa
varnarefni Lanotec staðist salt-
og tæringarprófanir NATA, hita-
þolsprófanir, sýruþolsprófanir,
alkaliprófanir og eldvarnarpróf-
anir. Þá hafa efni fyrirtækisins
m.a. verið tekin út af matvælaör-
yggisyfirvöldum á Nýja-Sjálandi,
NZFSA (New Zealand Food Safety
Authority).
Smurefni og ryðvörn
Í dag framleiðir fyrirtækið vörur
fyrir allar mögulegar greinar iðnað-
ar, landbúnaðar, sjávarútvegs,
flutninga, hernaðar sem og frí-
stundastarfsemi. Meðal vöruflokka
má nefna U.P. Ultimate Protection
vörur sem sérstaklega eru ætlaðar
til að ryðverja bíla og koma í veg
fyrir tæringu á málmum í skip-
um og bátum. Þá eru Citra-Force
náttúruleg hreinsiefni sem einnig
eru notuð til að hreinsa rafmótora.
Heavy Duty Liquid Lanolin eru
smurefni sem ætluð eru m.a. til að
smyrja drifkeðjur í mótorhjólum,
til að vatnsverja rafmagnskapla og
tengingar í skipum, rafskaut á raf-
geymum, til að rakaverja raftæki
mótora og dælur og sem vatnsvörn
á leðurstígvél. Síðan eru General
Purpose Liquid lanolin-efni sem
ætluð eru til að verja veiðihjól,
veiðistangir, skotmagasín í byssum,
til að verja húsbíla og hjólhýsi, m.a.
fyrir maurum, og til að verja leður,
plast og vínyl svo eitthvað sé nefnt.
Sem dæmi um notkun þá hafa
menn verið að nota efni fyrirtæk-
isins til að úða á botn lítilla far-
þegaferja, þar sem þau hrinda frá
sér vatni og minnka um leið viðnám
og olíueyðslu skipanna. Einnig hafa
slík efni verið notuð á stálvíra til að
verja þá fyrir ryðmyndun.
Sagt betra en best þekktu
smurefnin
Fullyrt er að smurefni sem unnið er
úr lanolin-olíu hafi mun betri smur-
og tæringarvarnareiginleika en hið
þekkta bandaríska smurefni WD-40,
sem allir bílaáhugamenn ættu að
þekkja af góðu einu sem mikið
undraefni og hefur verið notað um
allan heim í yfir 60 ár. Lanolin-efnin
eru auk þess sögð hafa það umfram
WD-4, sem unnið eru úr jarðolíu-
efnum, að vera mjög vistvænt og
skaðlaus mönnum og dýrum.
Til að verja tréverk
Efni úr lanolin hafa líka verið
notuð til að fúaverja timburverk
í sólpöllum, göngustígum sem og
húsaklæðningar. Göngustígar á
náttúruverndarsvæðum hafa þar
sérstaklega verið nefndir, þar sem
ekki má nota efni sem unnin eru
úr olíu og geta mengað viðkvæma
náttúru. Við slíkar aðstæður er fátt
sem dugar betur en hin stórmerki-
lega ullarolía.
Mörg fyrirtæki eru farin að
framleiða smur- og ryðvarnarefni
úr lanolium og sumt af því hefur
fengist hér á landi. Sem dæmi má
t.d. nefna Fluid Film-efni. Einnig
Prolan-efni sem Prolan á Íslandi á
Rauðhellu í Hafnarfirði hefur verið
að kynna. /HKr.
– Steinsagir, kjarnaborvélar, gólf- og vegsagir
MHG Verslun ehf | Akralind 4 | 201 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is
ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN
HUSQVARNA
FS 400 LV
Sögunardýpt 16,5 sm
HUSQVARNA
K 760
Sögunardýpt 12,5 sm
HUSQVARNA
K 2500
Sögunardýpt 14,5 sm
HUSQVARNA
DM 230
Bordýpt 15 sm
HUSQVARNA
K 3600 MK II
Sögunardýpt 27 sm
HUSQVARNA
Steinsagarblöð
og kjarnaborar
í varalitum.