Bændablaðið - 20.10.2016, Qupperneq 24

Bændablaðið - 20.10.2016, Qupperneq 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2016 Sjálfbært samfélag í Fljótum Trausti Sveinsson, skíðakappi með meiru, safnar nú liði til að bæta undirstöður byggðar á svæðinu í Fljótum. Trausti Sveinsson, gönguskíða- kappi og bóndi á Bjarnargili í Fljótum, segir að bregðast þurfi af krafti gegn hnignun byggða á jaðar- svæðum. Hefur hann varpað fram hugmynd um að stofnað verði félag í sinni sveit í því augnamiði undir nafninu Sjálfbært samfélag í Fljótum. Trausti segir að ef fram fer sem horfir, þá muni fjölmargir hætta búskap á svæðinu vegna lækkandi afurðaverðs til bænda. Slíkt muni stórskaða þá uppbyggingu sem hafin er í ferðaþjónustu í Fljótum. Án sam- félags fólks í sveitinni með tilheyr- andi samfélagslegum innviðum, þá sé til lítils að ræða um uppbyggingu ferðaþjónustu. Sveitir án íbúa séu harla lítils virði fyrir alla þá ferða- menn sem sækjast eftir að upplifa bæði land og menningu þjóðarinnar. Efla þarf bjartsýni „Það þarf að efla bjartsýni fólks og sýna mönnum að það er ýmislegt hægt að gera með samtakamætti heimamanna.“ Hann segir að með lækkandi afurðaverði til bænda þá sjái þeir ekki tilgang lengur í að halda áfram. Þeirri þróun sé nauðsynlegt að snúa við þannig að fólk fái til- trú á því að það sé hægt að búa í sveitinni. Annars fari illa, ekki bara fyrir sveitinni heldur hafi það líka keðjuverkandi áhrif inn í bæina, sem hafa þjónustað sveitirnar, og ekki síst fyrir ferðaþjónustuna. „Það eru bæði sauðfjárbændur sem standa tæpt og eins kúabænd- ur. Þeir treysti sér margir illa til að fara í fjárfestingar við að breyta fjósum sínum í lausagöngufjós svo þau standist hertar reglugerðir sem innleiddar hafa verið frá Evrópu. Slíkar breytingar kosta mikla pen- inga. Samhliða því að búskapur leggst af og innviðir molna, hrapa jarðirnar í verði. Þær eru þá oftar en ekki seldar útlendingum á hrakvirði,“ segir Trausti. Borinn og barnfæddur Fljótamaður Trausti er borinn og barnfæddur á Bjarnargili og hefur búið þar alla sína tíð. Tók hann við blönduðu búi með sauðfé og kýr af foreldrum sínum 1965. Rak hann með fjölskyldu sinni í fjölda ára kúabú með um 40 mjólk- andi kúm. Hættu þau hefðbundnum búskap 1997. Síðan hefur Trausti ásamt eiginkonu sinni, Sigurbjörgu Bjarnadóttur, rekið Ferðaþjónustuna Bjarnargili á sumrin og boðið þar upp á gistingu, gönguferðir og fleira. Sigurbjörg er fædd á Siglufirði en á ættir að rekja í Fljótin. „Það er nú reyndar konan sem hefur átt mestan heiðurinn af Ferðaþjónustunni, en ég er svona Myndir / HKr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.