Bændablaðið - 20.10.2016, Síða 25

Bændablaðið - 20.10.2016, Síða 25
25Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2016 meira til aðstoðar,“ segir Trausti. Hann var reyndar rétt að ljúka við að slá garðinn umhverfis húsið þegar blaðamann bar að garði. Mátti enn finna ilmandi lyktina af nýslegnu grasi þótt kominn væri 7. október. Þetta sló samt ekki út ilminn af nýbökuðum vöfflum úr eldhúsi Trausta og Sigurbjargar. Ódýrar jarðir vekja áhuga útlendinga Sem dæmi um áhuga útlendinga á ódýrum jörðum á Íslandi, nefnir Trausti að milljarða uppbygging á gistiaðstöðu fyrir keðjuna Eleven Experience á jörðinni Deplum í Fljótum. Þar hafi jörðin fengist fyrir sem svarar andvirði lítillar íbúðar í Reykjavík. Þennan mikla áhuga útlendinga mætti eflaust virkja betur til hagsbóta fyrir heimafólk. Á Deplum er nú búið að byggja vel yfir 2.000 fermetra glæsilega gistiaðstöðu með sundlaug og öllum hugsanlegum þægindum, eins og blaðamaður komst að í stuttri heim- sókn. Einnig hefur verið komið upp aðstöðu fyrir það sem kallað er „heli skiing“, eins og fram kemur á http:// elevenexperience.com, heimasíðu fyrirtækisins. Koma gestir gjarnan á staðinn fljúgandi í flugvélum sem lenda á túninu eða í þyrlum frá Akureyri. Eru þyrlurnar síðan notaðar til að flytja skíðamenn upp á fjallstoppa þarna í nágrenninu. Sú vertíð stendur þó yfirleitt ekki, af veðurfars ástæðum, nema frá mars fram í júní. Á öðum árstíma er væntanlega hægt að nýta byggingarnar fyrir annars konar upplifun. Þessi bygging er ekki flokkuð sem eiginlegt hótel, heldur sem „lodge“, sem gæti útlagst sem bjálkahús eða fjallaskáli, en er þó annað og miklu meira. Ekki er gert ráð fyrir nema að hámarki 28 gestum í 13 her- bergjum í einu, svo vel er rúmt um hvern og einn. Búið er að leggja hita- veituleiðslu í húsið frá jarðhitaholu neðar í sveitinni og unnið er að því að koma fjarskiptamálum í gott lag. Auk þess að vera með aðstöðu í Fljótum er Eleven Experience m.a. búið að byggja upp glæsiaðstöðu á Bahamaeyjum, í litlu fjallaþorpi á landamærum Frakklands og Ítalíu, í Hollandi og víðar um heim. Er þetta hugsað fyrir vel efnað fólk sem sæk- ist eftir margháttaðri útivist, skíða- iðkun, bátasiglingar „River rafting“, stangveiði, fjallgöngur og annað við einstakar aðstæður og kyrrð. Það er fyrst og fremst upplifunin sem gert er út á og að lifa lífinu lifandi á meðan tækifæri gefst. Fagnar áhuga útlendinga Trausti segist fagna þessari upp- byggingu fyrir ríku útlendingana, en segir að um leið verði að huga að því að nærsamfélagið þurrkist ekki út. Mikil fækkun í sveitum Segir Trausti að þótt sveitir víða um land hafi átt í vök að verjast vegna fólksfækkunar, þá sé ekki svo ýkja langt síðan staðan hafi verið allt önnur. Þegar sveitarfélagið í Fljótum var sameinað Skagafirði 1997 voru íbúar yfir 140 talsins en eru nú um 50. „Áður fyrr var sláturhús fyrir Fljótamenn í Haganesvík. Tilkoma þess var mikil framför fyrir sveitina. Þá gátu bændur hætt að reka sitt fé yfir fjall til Siglufjarðar í sláturhús. Það var oft erfiður rekstur í vond- um veðrum. Þegar búið var að slátra þurfti svo helst að afsetja afurðirnar strax þar sem skortur var á frystirými. Gat það verið mikill eltingaleikur og jafnvel reyndu menn að ganga í hús til að selja kjötið ferskt. Nú er slát- urhúsið í Haganesvík ekki starfrækt lengur.“ Samvinnufélag Fljótamanna? Hann segir helsta gallann við sam- einingu sveitarfélaga hafa verið að heimamenn missi tökin á þróuninni þegar umsýsla fjármagnsins flytjist öll í þéttbýliskjarnana. Eðlilega hafi þeir sem ekki þekki til, minni skiln- ing á þörfum sveitanna og því vilji þær verða út undan. Sérstaklega á samdráttartímum. Slíkt flýti svo enn frekar fyrir hnignun. „Um leið og við misstum frá okkur sveitarstjórnina hvarf sam- staðan og við höfum ekki haft neinn vettvang til að ræða hagsmunamál sveitarinnar. Nú vita stjórnendur stóra sameinaða sveitarfélagsins varla hvar Fljótin eru. Við verðum að ná aftur okkar vopnum, en þá verð- um við að stofna hagsmunasamtök þeirra sem hafa hér lögbýli um sjálf- bært samfélag í Fljótum. Legg ég til að það fái nafnið Samvinnufélag Fljótamanna.“ Trausti sendi umhverfis- og sam- göngunefnd Alþingis erindi um þess- ar hugmyndir sínar í febrúar 2012. Þar bendir hann m.a. á mikilvægi samgangna og ljósleiðaratengingar í mögulegri uppbyggingu svæðis- ins. Með jarðgöngum til Siglufjarðar verði auk þess rökrétt að búa til öfl- ugt sveitarfélag með Fljót, Siglufjörð og Ólafsfjörð innanborðs. Segist Trausti þó ekki vilja verða neinn einvaldur með stofnun hags- munafélags, einungis að reyna að koma því á koppinn. Þar er hann með ákveðnar hugmyndir en þær byggja á því að ráða verkefnisstjóra til að keyra verkefnið áfram. Vonast hann til að þeir sem yfir peningum ráða fáist til að styrkja þetta framtak svo bjarga megi sveitinni. Lykillinn er jarðgöng, bættir vegir og hafnaraðstaða Stofnun hagsmunafélags er eitt, en mikla innviðauppbyggingu þarf þó til ef möguleiki á að vera á að byggja sjálfbært samfélag í Fljótum. Eitt af því eru ný jarðgöng til Siglufjarðar. Þau eru þegar orðin mjög aðkallandi fyrir Siglfirðinga og aðra vegna Way of Life! SUZUKI BÍLAR HF. 25 D Y N A M O R E Y K JA V ÍK HVERT SEM HUGURINN LEITAR! Jimny er hinn fullkomni smájeppi sem líður hvergi betur en á fjöllum. Hann er nettur í borginni og utan hennar kemst hann lengra en flestir aðrir í sama stærðarflokki. Fjórhjóladrifinn, með ESC stöðugleikakerfi, hemlajöfnunarkerfi, háu og lágu drifi og nákvæmu vökvastýri kemur Jimny þér á áfangastað, hvert sem hugurinn leitar. Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I Sími 568 5100 Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is Komdu, skoðaðu og prófaðu gripinn. Hjónin Trausti Sveinsson og Sigur- björg Bjarnadóttir. með sundlaug og öllum hugsanlegum þægindum fyrir efnaða ferðamenn. í þyrlum upp á fjallstoppa í nágrenninu. − Framhald á næstu síðu

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.