Bændablaðið - 20.10.2016, Síða 29
29Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2016
sem enginn annar hrísgrjónafram-
leiðandi í heiminum notar. Til að
hvert grjón sé öðrum líkt – og til
að halda öllu grjóninu heilu – tók
Rondolino-fjölskyldan upp gamla
aðferð við að ná hýðinu hægt og
varlega af. Tæknin er kölluð Helix-
aðferðin og var fundin upp árið
1884, en einungis Acquerello notar
þessa aðferð í heiminum í dag.
Önnur mikilvæg tækni sem
notuð er hjá þeim – og er beinlín-
is upprunnin þaðan – er ferli sem
felst í því að blanda kími grjónsins
saman við það aftur, eftir að hýðið
hefur verið tekið af og grjónið
geymt í eitt til sjö ár.
Þessi blöndunartækni gerir það
að verkum að lokaafurðin inniheld-
ur mikilvæg næringarefni úr öllu
grjóninu sem annars tapast í öllum
tilvikum við framleiðslu á hvítum
grjónum. Acqerello á einkaleyfið
fyrir þessari aðferð.
Rondolino-fjölskyldan var einnig
fyrst til að geyma grjónin í svo
langan tíma áður en þau voru seld.
Þau eru geymd í kældum sílóum að
lágmarki í eitt ár, en lítill hluti fram-
leiðslunnar er geymdur í allt að sjö ár.
Tilgangurinn er að leyfa sterkjunni
að þróast svo grjónin taki betur upp
vökvann sem þau eru elduð í, án
þess að glata áferðinni.
Þetta hjálpast allt að, að margra
mati, við að gera þessi grjón einhver
þau bestu og hollustu sem völ er á.
Skilyrði til ræktunar
Veðurfarsleg skilyrði og jarðvegur
skipta höfuðmáli í ræktun á hrís-
grjónum. Sól, vatn og mold eru
hrísgrjónaplöntunni nauðsynleg
eins og flestum öðrum. Einungis er
hægt að rækta hrísgrjón á sólríkum
svæðum, sunnan 45 breiddargráðu
(á norðurhveli) – í hlýtempruðu lofts-
lagi. Utan slíkra skilyrða nær grjónið
ekki nægum þroska. Vatn er grjón-
inu nauðsynlegt því spírun getur ein-
göngu átt sér stað í vatni. Rótarhlutinn
leitar svo niður í jarðveginn þegar
fræið hefur spírað. Acquerello nýtur
nærveru Alpanna hvað vatnsbúskap
varðar og notar áveitukerfi á vorin
til að láta vatnið flæða yfir akrana.
Jarðvegurinn verður svo að vera nægi-
lega leirkenndur svo hann haldi vatni.
Sáning fer fram í apríl og maí, upp-
skera í september og október.
Fjölskyldubúskapur
Eins og fyrr segir er Acquerello
fjölskyldufyrirtæki og fimm fjöl-
skyldumeðlimir starfa eingöngu við
framleiðsluna. Starfsmenn við fram-
leiðsluferlið eru alls um 20 árið um
kring; á skrifstofu, við verkun og úti á
akrinum. Sjaldgæft er að hrísgrjóna-
bændur verki sjálfir til fulls sína afurð
og sjái einnig um umbúðahönnun og
markaðsmál.
Ræktað land á Colombara-
jarðareigninni er 200 hektarar og
gefur það 600 tonn af grjónum ár
hvert. Einn þriðji af framleiðslu-
magninu er selt á Ítalíu og fer
helmingur þess í verslanir og hinn
helmingurinn á veitingastaði. Tveir
þriðju er flutt út til 49 landa – aðal-
lega á veitingastaði.
Gott samstarf við Slow Food
Acquerello hefur átt gott samstarf
við Slow Food-hreyfinguna og
stendur reglulega fyrir námskeiðum
og viðburðum, þar sem fræðsla um
hrísgrjónaframleiðslu fer fram. Þá er
hluta af Colombara-setrinu breytt í
lærdómssetur og óhætt að segja að
húsakosturinn og staðsetningin henti
einkar vel til slíks fræðslustarfs.
Slow Food valdi Acquerello sem
einn af erindrekum sínum á þrjátíu
ára afmælisárinu og fengu að merkja
sig með sniglinum, einkennismerki
Slow Food, á Salone del Gusto Terra
Madre hátíðinni. Snigillinn á umbúð-
um smáframleiðendanna er þannig
viðurkenning fyrir að halda í heiðri
slagorði hreyfingarinnar (good, clean
and fair nutrition) með framleiðslu
sinni. /smh
Lægra verð
í Lyfju
lyfja.is
Liðverkir?
Inniheldur glucosamin súlfat
Duft í skammtapokum
Leyst upp í vatni – auðvelt að taka inn
Nær bragðalaust – með sætuefnum
Einn skammtur á dag
Notkunarsvið: Glucosamin LYFIS er notað til að draga úr einkennum vægrar til meðalsvæsinnar
slitgigtar í hné. Ekki má nota lyfið ef um er að ræða ofnæmi fyrir glucosamini, einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins eða fyrir skelfiski, þar sem glucosamin er unnið úr skelfiski og ef um er
að ræða meðfæddan efnaskiptasjúkdóm (fenýlketonmigu). Gæta skal sérstakrar varúðar:
Einstaklingar með sykursýki, astma, alvarlegt lifrar- eða nýrnavandamál, óþol fyrir einhverjum
tegundum sykurs eða eru á natríumskertu fæði skulu leita ráða hjá lækni áður en lyfið er notað.
Einnig þarf að útiloka að um sé að ræða annan liðsjúkdóm. Meðganga og brjóstagjöf: Ekki liggja
fyrir nægilegar upplýsingar um notkun og því skal ekki nota Glucosamin LYFIS á meðgöngu eða
samhliða brjóstagjöf. Skömmtun: Fullorðnir, einnig aldraðir: Innihald eins skammtapoka á dag,
helst með mat. Algengustu aukaverkanir: Ógleði, kviðverkur, meltingartruflanir, vindgangur,
hægðatregða og niðurgangur. Lesið vandlega fylgiseðil sem fylgir lyfinu. SmPC: Febrúar 2014.
Glucosamin LYFIS
Við vægri til meðalsvæsinni slitgigt í hné
1.178 mg glucosamin – 30 skammtapokar
afslátt
ur
20%
Umberto, sonur Piero, sér um ýmis markaðsmál og kemur að hönnun fyrir
Acquerelo. Blaðamaður snæddi risotto með honum á veitingastað steinsnar
frá setri Rondolino-fjölskyldunnar.
Ítalir taka risotto-matreiðsluna hátíðlega og vanda til verka, jafnvel þótt
rétturinn sé borðaður hversdags.
Ræktað land á Colombara-jarðareigninni er 200 hektarar og gefur það 600 tonn af grjónum ár hvert. Til að hafa betri stjórn á gæðum vörunnar, þannig að
hún yrði betri og stöðugri, var umfang búrekstrarins minnkað talsvert og lönd seld.
Colombara-setrið er að stórum hluta safn. Hér til vinstri sést inn í gamla fjósið en til hægri sést inn í gamla borðstofu.
Gömul jarðvinnslutæki frá ýmsum tímum.