Bændablaðið - 20.10.2016, Síða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2016
Til sölu nótaðar spónaplötur stærðir 60 X 252-275 cm,
þykktir 12-16-22 mm. Nótin er að hluta skemmd.
Upplýsingar veittar í síma 8641501
Spónaplötur til sölu
Hrúturinn Randver á bænum
Grjótá í Fljótshlíð, sem er í eigu
Ástu Þorbjörnsdóttur, þykir æði
sérstakur en hann er þrílitur,
eitthvað sem er mjög sjaldgæft í
íslensku sauðfé.
Blaðið leitaði til Freyju Imsland
litasérfræðings og spurði hvað væri
hér á ferðinni.
„Þetta er nú svolítið flókið með
litina hjá sauðfé. Heillitt fé getur verið
hvítt, svart eða mórautt, hvítt fé getur
svo verið írautt (eða gult), og þetta
írauða eða gula má einnig sjá í gols-
óttu og stundum botnóttu.
Það sem hefur gerst með Randver
byggist á því að hver gripur erfir lit frá
bæði föður og móður, og hefur því tvö
eintök af sama geni. Þetta hrútlamb
hefur fengið svart gen frá öðru for-
eldri og mórautt frá hinu. Svarta genið
er frekara, og því er hann svartflekk-
óttur í grunninn. En það sem hefur
svo gerst þegar hann var fóstur, er
að í þessum flekk á hryggnum hefur
hann týnt svarta geninu, bara í frekar
fáum frumum, og þá fær mórauða
genið að ráða, þegar það svarta hefur
týnst,“ segir Freyja. Ásta ákvað að
senda Randver ekki í sláturhús í haust.
„Nei, hann fær að lifa vegna litar-
ins, ég get ekki hugsað mér að slátra
honum,“ segir Ásta. /MHH
Með aukinni uppbyggingu
í fiskeldi á sunnanverðum
Vestfjörðum koma fram áhuga-
verð hliðarverkefni við fisk-
eldið sem geta stuðlað að minni
umhverfisáhrifum. Eitt af þeim
verkefnum er að finna viðeigandi
úrvinnslu á fiski sem drepst í eld-
iskvíum á eldistímanum.
Á vefsíðu Matvælastofnunar,
MAST, segir að alltaf sé eitthvað
um að fiskur drepist í eldiskvíum
vegna sára, sjúkdóma eða verði
undir í lífsbaráttunni í kvíunum
einhverra hluta vegna. Algengt er
að reikna með að um 4% af slátur-
þyngd fisksins drepist á eldistím-
anum. Flestir fiskar drepast meðan
fiskurinn er smár eftir útsetningu í
kvíarnar en alltaf er hætta á afföll-
um þó reynt sé að stemma stigu
við þeim.
Þessi fiskur er óhæfur til mann-
eldis og sem fóður fyrir dýr og
fiska til manneldis en hægt að nota
hann í fóður fyrir loðdýr ef tekst að
ná fiskinum sem fyrst eftir dauða.
Megnið af dauðfiski er þó ekki nýt-
anlegt í loðdýrafóður og því hefur
verið farin sú leið hér á landi að
urða hann þar sem önnur leið er
ekki í boði enn sem komið er.
Þá kviknaði sú hugmynd ...
Með auknu eldi er fyrirsjáanlegt að
magn dauðfisks mun aukast á næstu
árum og því brýnt að reyna að finna
leiðir til að nýta þetta hráefni betur
en að urða það með tilheyrandi
kostnaði við geymslu og akstur.
Í Noregi hefur þetta hráefni
verið sett í sýru til að koma í veg
fyrir lyktarvandamál og síðan hefur
meltan ásamt öðru hráefni verið
notuð sem fóður fyrir niðurbrotslíf-
verur sem brjóta niður hráefnið.
Við niðurbrotið myndast lífgas
sem samanstendur að stórum
hluta af metani og koltvísýringi
auk annarra lofttegunda og lífgasið
er síðan notað til orkuframleiðslu.
Því kviknaði sú hugmynd að kanna
hvort framleiðsla á lífgasi úr dauð-
fiski væri framkvæmanleg við þær
aðstæður sem eru að skapast á
sunnanverðum Vestfjörðum.
Fallið gætu til á bilinu 1.200–
1.600 tonn af dauðfiski innan
fárra ára
Verkefnið var samstarfsverkefni
Fjarðalax, Orkubús Vestfjarða
og Matís og fékk styrk úr
Uppbyggingarsjóði Vestfjarða
síðastliðinn vetur.
Í verkefninu voru kortlagðir
allir mögulegir hráefnisstraumar á
sunnanverðum Vestfjörðum sem til
greina kæmu við lífgasframleiðslu
auk mögulegrar nýtingar á orku
frá verinu og mögulegt staðarval.
Miðað við þær áætlanir sem eru um
aukningu laxeldis á sunnanverðum
Vestfjörðum gætu fallið til á bil-
inu 1.200–1.600 tonn af dauðfiski
innan fárra ára auk annars hráefnis.
Kostnaður við förgun þessa
fisks gæti hlaupið á 40–60 millj-
ónum króna á ári miðað við akstur
og urðun í Fíflholti á Mýrum sem
er sá urðunarstaður sem næstur
er. Kostnaður við uppsetningu
lífgasvers sem vinnur úr sam-
bærilegu magni af hráefni gæti
verið á bilinu 80–120 milljónir en
stærðarhagkvæmni ræður miklu
um kostnað við lífgasver og rekstur
þeirra.
Önnur hliðargrein
gæti hugsanlega orðið
bjórverksmiðja
Í verkefninu kom fram að skortur er
á kolefnisríku hráefni til að blanda
saman við fiskinn til að jafna hlut-
fall kolefnis og köfnunarefnis en
fyrir niðurbrotslífverurnar er æski-
legt hlutfall kolefnis á móti köfnun-
arefni að vera um 30. Kolefni fæst
úr hálmi, kornvörum svo sem byggi
og grænmetisafskurði svo dæmi séu
tekin. Lítið framboð er af slíku hrá-
efni á sunnanverðum Vestfjörðum
og því þyrfti að flytja það annars
staðar frá svo sem frá brugghúsum
eða öðrum stórnotendum. Því gæti
önnur hliðarbúgrein við fiskeldið
hugsanlega orðið bjórverksmiðja
á sunnanverðum Vestfjörðum til
að fá kolefni í lífgasframleiðsluna.
Vert að skoða hugmyndina
Í verkefninu var ekki lagt mat á
kostnaðarliði eða hagkvæmni
lífgasversins þar sem mjög margir
óvissuþættir eru fyrir hendi og því
ekki hægt að greina slíkt með neinni
nákvæmni. Ljóst er þó að vert er
að skoða hugmyndina um lífgasver
betur með tilliti til sparnaðar fyrir-
tækja og umtalsverðs ávinnings í
umhverfismálum fyrir fyrirtæki og
íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum.
Uppbyggingarsjóður Vestfjarða
hefur stutt verkefnið. /MÞÞ
Vestfirðir:
Vilja nýta úrgangsfisk úr fiskeldi
til framleiðslu á lífgasi
Alls veiddust um 53.600 laxar á
því veiðitímabili sem nú er lokið,
að því er fram kemur í bráða-
birgðatölum yfir stangveiði á laxi
sumarið 2016 og birtar eru á vef
Landssambands veiðifélaga.
Enn er þó veitt í ám þar sem
uppistaðan í veiðinni er lax úr
sleppingum gönguseiða, en þar
stendur veiði til 20. október.
Laxveiðin sumarið 2016 fór
almennt vel af stað og var góð veiði
af stórlaxi, laxi sem verið hefur tvö
ár í sjó. Smálaxagöngur sumarsins
voru hins vegar með minna móti
og því dró víða úr veiði þegar líða
tók á sumarið.
8% yfir meðaltalsveiði
undanfarinna áratuga
Í heild var fjöldi stangveiddra
laxa um 27% yfir langtímameð-
altali áranna 1974–2015 sem er
42.137 laxar. Veiðin 2016 var um
18.100 löxum minni en hún var
2015, þegar 71.708 laxar veiddust
á stöng. Í tölum um heildarlaxveiði
eru þeir laxar sem upprunnir eru úr
sleppingum gönguseiða og einnig
þeir laxar sem er sleppt aftur í
stangveiði.
Laxar úr gönguseiðasleppingum
eru viðbót við náttúrulega fram-
leiðslu ánna og þegar veitt er og
sleppt í stangveiði veiðast sumir
fiskar oftar en einu sinni. Til að fá
samanburð við fyrri ár var metið
hver laxveiðin hefði orðið ef engu
hefði verið sleppt aftur og veiði úr
sleppingum gönguseiða var einnig
dregin frá. Sú niðurstaða leiðir í
ljós að stangveiði á laxi 2016 hefði
verið um 40.000 laxar, sem er um
8% yfir meðalveiðinni áranna
1974–2015.
Samdráttur var í laxveiði í öllum
landshlutum nema á Suðurlandi
þar sem hún var svipuð og 2015.
Skýrist það af svipaðri veiði í haf-
beitarám og vegna aukinnar lax-
veiði á vatnasvæði Þjórsár. /MÞÞ
Laxveiði sumarið 2016:
Yfir langtímameðal-
tali en minni en í fyrra
Áhyggjur vegna nýrnaveiki
í íslenskum eldisfiski
Landssamband veiðifélaga
hefur lýst yfir miklum áhyggj-
um af þeim staðfestu fregnum
frá Matvælastofnun, MAST, að
nýrnaveiki hafi á liðnu sumri og
í haust greinst í tveimur af stærri
seiðaeldisstöðum á Vestfjörðum.
„Eru þær fregnir í sterkri andstöðu
við það sem haldið hefur verið fram
að íslenskt fiskeldi sé sjúkdómafrítt
og ógni ekki stofnum villtra fiska,“
segir í frétt á vef Landssambandsins.
Þá er einnig harmað að sambandið
hafi ekki verið upplýst um að sjúk-
dómar hafi komið upp í umræddum
stöðvum strax í vor, heldur hafi þurft
eftirgrennslan fjölmiðla til.
„Þessi atvik sýna svart á hvítu
hvers má vænta af þeirri aukningu
sem er að verða á laxeldi á Íslandi.
Sýktir eldisfiskar sem sleppa eru
mikil ógn við íslenska laxastofninn.“
Staðreyndir tala sínu máli
Þá er áhyggjum lýst yfir augljósri
andstöðu fiskeldisfyrirtækja við að
framfylgja lögum og reglum um
upplýsingaskyldu, „sem og þeim
blekkingarleik sem stundaður er af
þeirra hálfu. Fyrst er fullyrt að engir
fiskar sleppi úr sjókvíaeldi. Þegar
það gerist, upplýsa fiskeldisfyrirtæki
það nær aldrei eða segja að aðeins
sárafáir fiskar sleppi. Staðreyndir
tala sínu máli og augljóst er að fjöldi
eldisfiska sleppur úr sjókvíum og
þessi erfðamengaða ógn við íslenska
náttúru veiðist um allt land þrátt fyrir
að fáir vilji kannast við að hafa misst
fisk.“
Fram kemur að þær fullyrðingar
um að eldið sé sjúkdómafrítt séu
rangar í ljósi þess að greinst hafi
nýrnaveiki í tveimur af stærstu
seiðaeldisstöðvum landsins. Það sé
grafalvarlegt og gefi til kynna að
eldið sé langt frá því að vera hættu-
laust villtum stofnum.
Landssambandið krefst þess að
ekki verði frekari leyfi til eldis gefin
út fyrr en farið hefur fram ítarleg
áhættugreining á eldi frjórra, norskra
laxa með tilliti til mengunar, sjúk-
dóma og erfðamengunar. /MÞÞ
-
Mynd / HKr.
Randver fær að lifa vegna litarins
Mynd / MHH