Bændablaðið - 20.10.2016, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 20.10.2016, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2016 Elmar Gilbertsson upplifir draum sveitapiltsins sem tenórsöngvari með alla Evrópu sem starfsvettvang: Hóf söngferilinn í heyskap í Dölunum akandi á gömlum Massey Ferguson − Syngur nú stórt hlutverk í Évgení Onegin eftir Pjotr Tchaikovsky í Íslensku óperunni Dalamaðurinn, búfræðingur- inn, rafeindavirkinn og tenór- inn Elmar Gilbertsson fer með hlutverk skáldsins Lenskís í óperunni Évgení Onegin eftir Pjotr Tchaikovsky sem frumsýnd verður í Íslensku óperunni 22. október. Athyglisverð staða fyrir sveitastrákinn sem hóf sinn söng- feril sitjandi á dráttarvél vestur í Dölum. Skáldið Lenskí mun lengi hafa verið draumahlutverk Elmars í þessu rússneska drama-rómantíska verki eftir Tchaikovsky. Örlög hans í óperunni eru þó ekki glæsileg, því hann fellur fyrir hendi vinar síns, Onegins, sem leikin er af Andrey Zhilikhovsky, í fullkomlega tilgangs- lausu einvígi. Önnur helstu hlutverk eru Olga, sem leikin er af Nathalíu Druzin Halldórsdóttur, Larína, leikin af Hönnu Dóru Sturludóttur, Tatjana er leikin af Þóru Einarsdóttur, Rúni Brattaberg leikur hlutverk Gremín fursta, Alina Dubik leikur Filippíevnu og Hlöðver Sigurðsson er í hlutverki Monsieur Triquet. Í verkinu Évgení Onegin er viss sveitarómantík á rússneska vísu, en sveitin er heldur ekki fjarri veruleikaheimi Elmars. „Ég er alinn upp í sveit. Afi og amma í báðar áttir voru bændur. Móðurfólkið mitt var með sauðfjár- búskap vestur í Saurbæ í Dölum á bæ sem heitir Stórholt. Föðurfólkið mitt var líka með sauðfjárbú í Laxárdal í Dölum. Ég ólst mjög mikið upp á báðum þessum bæjum og tók þar þátt í öllum sveitastörfum eins og vera bar.“ Hóf söngferilinn í heyskap á dráttarvél −Varla hefur þú byrjað að syngja þar fyrir sauðféð? „Nei, ég var nú ekki að syngja fyrir sauðféð, en að sögn talsvert fyrir sjálfan mig í heyskap úti á túni. Þá var ég látinn slá, snúa heyi og raka á gamalli Massey Ferguson- dráttarvél. Traktorinn var ekki með húsi heldur einungis veltigrind og í honum var ekkert útvarp. Í þá daga þekktust heldur ekki heyrnartól með útvarpi. Maður varð því bara að hafa ofan af fyrir sér sjálfur með söng. Það má eiginlega segja að þar hafi fyrstu spor söngferilsins hafist.“ Elmar segist hafa alist upp í sveitinni en síðan farið suður til Reykjavíkur að grunnskólanáminu loknu. Vissi ekki hvað hann vildi og fór í bændaskóla „Þá fór ég í framhaldsnám í tölv- unarfræði, en fann mig ekki í því námi. Þá fór ég aftur út á land en vissi ekkert hvað mig langaði til að verða. Kannski langaði mig til að vera bóndi, en var ekki viss en ákvað samt að fara í Bændaskólann á Hvanneyri. Þar var ég 1997 og kláraði búfræðinámið vorið 1999.“ Heillaðist af söng karlakórsins Söngbræðra „Það skemmtilega við veruna á Hvanneyri var að seinni vetur- inn var ég eitthvað að væflast um gangana í heimavistinni að kvöldi til og heyri þá kórsöng af loftinu fyrir ofan. Þar voru félagar úr karlakórn- um Söngbræðrum í Borgarfirði að æfa sig. Ég læddist þar inn og kom mér fyrir svo lítið bar á. Þar settist ég niður bara til að hlusta, því mér fannst þetta svo flott. Einn kórfélaginn sneri sér að mér og spurði hvað ég væri að gera þarna. Sagðist ég þá bara vera nemandi í skólanum og hefði heyrt óminn af söng þeirra og hvort ekki væri í lagi að ég sæti þarna og hlustaði á þá. Það var auðvitað auðsótt mál. Kórfélagarnir sungu síðan nokkur lög og þá sneri annar maður sér að mér og kallaði: „Heyrðu, viltu ekki bara vera með?“ Ég sagðist ekkert kunna að syngja og kynni ekki einu sinni að lesa nótur. Þá var mér svarað til baka: „Það lærist maður.“ Ég fór svo að syngja með þeim en þó ekki sem formlegur félagi. Ég hafði bara gaman af þessu og þeir leyfðu mér að vera með. Þarna lærði ég mikið og heillaðist algjörlega af þessari karlakórshefð sem við höfum í svo ríkum mæli hér á Íslandi.“ Tók þátt í söngleik ungmenna- félagsins Íslendings „Seinni vetur minn á Hvanneyri tók ég þátt í söngleik sem settur var upp í félagsheimilinu Brún af ungmennafélaginu Íslendingi í Borgarfirði. Viðar Eggertsson leikstýrði því verki, sem heitir Hamingjuránið og er eftir Bengt Alfons. Þarna vorum við fjögur úr skólanum á Hvanneyri. Þetta var hluti af félagslegu upplifun minni og var æðislega gaman. Þarna kom allur skólinn til að horfa á okkur. Það varð því margt til að kveikja áhuga minn á söng á meðan ég var á Hvanneyri. Ég smitaðist þarna af þessari söngbakteríu og gekk eftir þetta til liðs við kirkjukóra og karlakóra. Hápunkturinn í hverri viku fannst Elmar Gilbertsson syngur nú hlutverk Lenskí í óperunni Évgení Onegin eftir Pjotr Tchaikovsky. Hann ólst upp í Dölunum, útskrifaðist sem búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri, lærði rafeindavirkjun og og fór síðan og lærði óperusöng. Þrátt fyrir upphefð í óperuhúsum víða um Evrópu segir hann að rafeindavirkinn og bóndinn blundi alltaf undir niðri. Myndir / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.