Bændablaðið - 20.10.2016, Page 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2016
Fólki var boðið að pressa sinn eigin eplasafa á staðnum þar sem það byrjaði á að setja Gravensteinepli í tætarann og þar næst í sjálfa handstýrðu pressunargræjuna. Eftir dálitla stund rann
Myndir / Erla Hjördís Gunnarsdóttir.
Af frændum vorum Norðmönnum:
Matarkistan Harðangursfjörður
Matarmenningarhátíðin Hard-
anger Matkultur festival í Eidfjord
í Noregi var haldin dagana 14.–
16. október síðastliðinn þar sem
matur og menning var í háveg-
um haft. Var þetta í 11. sinn sem
hátíðin var haldin og þemað að
þessu sinni var Matarsvæðið
Harðangursfjörður.
Hér hittast mataráhuga- og menn-
ingarmenn sem upphefja gamlar
svæðisbundnar venjur ásamt hand-
verkshefðum.
Dagskrá hátíðarinnar var hin
glæsilegasta en samhliða henni var
á laugardeginum haldin bjórhátíð
þar sem bruggað var í tjaldi á staðn-
um, haldnir fyrirlestrar um leyndar-
dóma hins góða öls og kennd aðferð
við hefðbundna heimabruggun. Að
öðru leyti var meðal annars boðið
upp á námskeið í osta- og gerjun-
argerð, kvöldverður með Michelin-
kokkunum Torsten Vildgaard frá
veitingastaðnum STUD!O og
Christopher Haatuft frá Lysverket
í Bergen, víkingamarkaður var á
svæðinu, slátrun á sauðfé, silungur
var reyktur á staðnum að ógleymd-
um þeim tæpum 30 framleiðendun-
um sem sýndu og seldu vörur sínar á
hátíðinni. Vert framlag til að minna
á og upphefja það áhugaverða og
góða sem bændur og smáframleið-
endur eru að fást við í matarkistunni
Harðangursfirði. /ehg
-
leiðandi um leið og hann gaf gestum og gangandi smakk af
dýrindis góðum ostunum.
Aroma og Karin Schneider.
Það fór ekki framhjá blaðamanni Bændablaðsins á hátíðinni að eplin tróna
100 prósent hreinan eplasafa.
Á bænum Skjerdal í
verið framleiddur
geitaostur nokkrar
kynslóðir aftur í tím-
ann og voru gest-
ir áhugasamir um
þennan eðalost.