Bændablaðið - 20.10.2016, Síða 35

Bændablaðið - 20.10.2016, Síða 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2016 Icetrack ehf. Sími 773 4334 netfang: mtdekk@mtdekk.is / www.mtdekk.is MICKEY THOMPSON jeppadekkin hafa sannað sig á Íslandi M/T merkið er þekkt um allan heim sem hágæða jeppadekk og felgur. Stærðir 32” - 54” J E P PA D E K K BAJA CLAW MTZDEEGAN AMAZONE samsteypan hefur keypt plógaframleiðslu Vogel & Noot ásamt plógaverksmiðju þeirra sem staðsett er í Mosonmagyaróvár í Ungverjalandi. Í söluferli Vogel & Noot samteypunnar, þann 19. september, 2016, skiptu 3 stórir fjárfestar stærstum hluta samsteypunnar sín á milli. Í þessu söluferli, tryggði AMAZONE sér plógaframleiðsluna ásamt framleiðsluréttinum á allri plógavörulínu Vogel & Noot. Móðurfélag Vogel & Noot samsteypunnar, Vogel & Noot Landmaschinen GmbH & Co KG, staðsett í Wartberg í Austurríki, sótti um gjaldþrotaskipti í byrjun Ágúst 2016. Dótturfyrirtæki þess sem framleiðir plógana í Ungverjalandi varð hins vegar ekki gjaldþrota og verður að fullu tekið yfir af AMAZONE. Amazone kemur til með að nota vörulínu Vogel & Noot plógaframleiðslunnar til þess að bæta við eigið vöruúrval. Einnig mun þessi yfirtaka AMAZONE tryggja áframhaldandi framboð af varahlutum í Vogel & Noot plóga. Við yfirtökuna fjölgar framleiðslustöðum AMAZONE samsteypunnar úr fimm í sex. AMAZONE rekur nú þegar verksmiðjur í Þýskalandi, Frakklandi og Rússlandi og nú bætist við verksmiðja í Suðaustur Evrópu. Borgin Mosonmagyaróvár er í Norðausturhluta Ungverjalands, nálægt landamærum Ung- verjalands og Austurríkis. Þór hf. er umboðsaðili AMAZONE á Íslandi og mun innan tíðar bjóða eigendum Vogel & Noot plóga á Íslandi uppá vandaða og góða varahlutaþjónustu sem og sölu á plógum undir merkjum AMAZONE þegar fram líða stundir. ORÐSENDING til eigenda Vogel&Noot plóga ÞÓR FH REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka Sími 568-1555 Vefverslun: www.thor.is Til sölu lítilega útlitsgallaðar samlokueiningar, einangraðar með 18 cm Urethan. Tilvaldar til að klæða skemmu eða kæli/frystigeymslu. Mál pr. eining, lengd allt að 12,10 m breidd 1,1 m. Upplýsingar veittar í síma 8641501 Samlokueiningar Framkvæmdir við ljósleiðara- lagninu í Þingeyjarsveit ganga vel og eru þær rúmlega á áætlun, að því er haft er eftir Gunnari Birni Þórhallssyni, framkvæmdastjóra Tengis hf. á Akureyri, á vefsíðu 641.is. Búið er að leggja stofnlögnina á næstum allt svæðið sem var áætlað að leggja á í fyrsta áfanga og þá er lokið við að leggja heimtaugar heim á 82 bæi af 150. Að sögn Gunnars var þátttaka íbúa í ljós- leiðaraverkefninu í Þingeyjarsveit góð, en einungis 6 aðilar af 150 aðilum (heimilum) vildu ekki fá ljósleiðarann inn til sín. Einungis er eftir að plægja stofnlögnina niður á nokkrum bæjum við Staðarbraut í Aðaldal, en búið er að leggja stofnlögnina suður Reykjadal. Lokið er við að leggja heimtaugar heim á bæi í Fnjóskadal, Ljósavatnsskarði og Kinn og er heimtaugalagn- ing á bæjum í Aðaldal vel á veg komin, sem til stóð að leggja á í fyrsta áfanga. Eftir er að leggja heimtaugar á bæi í Reykjadal og hluta bæja í Aðaldal, en hafist var handa við það verk í vikunni og áfram haldið í þeirri næstu. Um næstu mánaðamót er gert ráð fyrir að hægt verði að virkja fyrstu notendurna í Fnjóskadal, Ljósavatnsskarði og í Kinn og þeir kæmust þá í langþráð ljósleiðara- samband. Notendur í Aðaldal og Reykjadal ættu að geta tengst ljós- leiðaranum fyrir áramót gangi allar áætlanir eftir. /MÞÞ Þingeyjarsveit: Framkvæmdir við ljósleiðaralagningu ganga vel Engin lagasetning um línulagnir að Bakka: Óvissa með framhald framkvæmdanna Með úrskurði sem birtur var 10. október síðastliðinn hefur úrskurðarnefnd um umhverf- is- og auðlindamál (ÚUA) fellt úr gildi framkvæmdaleyfi sem Skútustaðahreppur veitti Landsneti fyrir lagningu Kröflulínu 4. Fyrirhuguð Kröflulína 4 átti, ásamt Þeistareykjalínu 1, að sjá fyrirhugaðri kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík fyrir rafmagni frá Kröfluvirkjun. Lagasetning sem átti að heimila lagningu línanna, þrátt fyrir stöðv- un ÚUA í ágúst síðastliðnum, var ekki afgreidd fyrir þinglok í síðustu viku. Taka átti tillit til nýrra náttúruverndarlaga Í úrskurðinum kemur fram að sveitarstjórn Skútustaðahrepps hafi við undirbúning og málsmeð- ferð framkvæmdaleyfisins ekki í öllu gætt ákvæða skipulags- og náttúruverndarlaga, auk þess sem farið var á svig við stjórnsýslulög. Þá hafi sveitarfélagið ekki birt aug- lýsingu um framkvæmdaleyfið og almenningur því ekki verið upp- lýstur um ákvörðunina, svo hann gæti kynnt sér forsendur hans og fengið upplýsingar um kæruheimild og kærufresti. Sveitarstjórn hafi átt að taka tillit til nýrra náttúruverndarlaga, þrátt fyrir að framkvæmdin hafi farið í umhverfismat á þeim tíma þegar eldri náttúruverndarlög voru í gildi. Þá hafi sveitarstjórn ekki tekið rökstudda afstöðu til álits Skipulagsstofnunar um fram- kvæmdina og það hafi verið næg ástæða, að mati nefndarinnar, til að fella framkvæmdaleyfið úr gildi. Í Bændablaðinu þann 22. sept- ember síðastliðinn sagði Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, að ef Landneti yrði gert að leggja línurnar aðra leið en áætl- anir gerðu ráð fyrir þyrfti að byrja ferlið að nýju. Gera yrði ráð fyrir að verkið myndi tefjast um allt að tvö ár og kostnaður við lagningu í jörð, miðað við hámarkslengd, gæti orðið rúmlega einn milljarð- ur króna. Kostnaður við loftlínu á sama kafla væri hins vegar áætlaður á milli 400 og 500 milljónir króna. Umhverfismat stendur Í yfirlýsingu frá iðnaðarráðuneytinu kemur fram að næst sé á dagskrá að fara yfir framkvæmdaleyfin sem gefin hafa verið út og meta hvort tilefni sé til frekari viðbragða með það að markmiði að eyða enn frekar óvissu um framgang framkvæmdar- innar. „Með úrskurðinum sé jafn- framt staðfest að umhverfismat vegna háspennulínu frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé í gildi og því sé ekki þörf á nýju umhverfismati. Því hefur verið eytt veigamikilli óvissu varðandi umræddar framkvæmdir…,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. /smh - Myndir / Landsnet

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.